Icelandair hækkað um ríflega fjórðung Gengi hlutabréfa Icelandair hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og er nú 27,27 prósent hærra en fyrir mánuði. Gengið hækkaði um 8,74 prósent í dag. Viðskipti innlent 26. september 2024 15:46
Munu fljúga til Nashville næsta sumar Icelandair mun bæta Nashville í Tennessee við flugáætlun sína sumarið 2025. Viðskipti innlent 26. september 2024 14:07
Átta sagt upp hjá Arion banka Átta manns var sagt upp hjá Arion banka í gær. Upplýsingafulltrúi bankans segir uppsagnirnar lið í breytingum innan einstakra sviða. Þær séu ekki liður í stórum skipulagsbreytingum. Viðskipti innlent 26. september 2024 13:35
Icelandair fyrsta samstarfsflugfélag bandarísks risa Icelandair og bandaríska flugfélagið Southwest hafa undirritað viljayfirlýsingu um að hefja samstarf á árinu 2025. Samstarfið mun gefa viðskiptavinum tækifæri á þægilegum tengingum á milli leiðakerfa flugfélaganna tveggja. Icelandair verður þar með fyrsta samstarfsflugfélag Southwest. Viðskipti innlent 26. september 2024 11:29
Spá verðbólgu undir fjórum prósentum á næsta ári Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig. Viðskipti innlent 26. september 2024 10:15
Úr Idolinu yfir í útvarpið Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku. Lífið 26. september 2024 08:03
Segir ákvörðun um kæru fyrir nauðgun tekna fyrir andlát flugmanns Lögmaður sem gætir hagsmuna fimm kvenna segir hafa legið fyrir að kæra ætti fyrir nauðgun áður en flugmaður og meintur gerandi svipti sig lífi. Kæran hafi verið formlega lögð fram eftir andlát mannsins. Maðurinn lést 25. ágúst en kæra var formlega lögð fram 28. ágúst. Í millitíðinni leituðu foreldrar flugmannsins á náðir Vilhjálms og báðu hann um að gæta hagsmuna sonar síns. Vilhjálmur gætti þá þegar hagsmuna konunnar sem sakar hinn látna um nauðgun. Innlent 26. september 2024 00:38
Geta veitt fyrirtækjum hagstæðari lán Evrópski fjárfestingasjóðurinn, EIF, og Arion banki hafa undirritað ábyrgðarsamning með það að markmiði að styðja við frumkvöðla hér á landi. Ábyrgð frá EIF, sem er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins, gerir Arion banka kleift að lána allt að 15 milljarða króna til íslenskra fyrirtækja á hagstæðari kjörum en ella. Viðskipti innlent 25. september 2024 13:20
Skyldur vinnuveitenda gífurlegar í erfiðum málum „Varðandi MeToo-umræðuna. Að mörgu leyti hefur regluverkið ekki mikið breyst í gegnum tíðina. Kannski hefur verið skerpt aðeins á því hvað telst einelti og hvað er ofbeldi og slíkt en fyrirtækin eru að taka þetta miklu miklu fastari tökum og miklu meira formfast og rannsaka þetta með skipulögðum hætti. Málin eru bara svo flókin, það er engin ein leið rétt.“ Innlent 24. september 2024 22:47
Icelandair þurfi að kannast við reglur réttarríkisins Hæstaréttarlögmaður segir samfélagið þurfa að spyrja sig áleitinna spurninga þegar kemur að kynferðisbrotamálum, og hvort líta eigi svo á að menn teljist sekir þar til annað kemur í ljós. Þar séu stórfyrirtæki á borð við Icelandair ekki undanskilin. Hann rifjar upp mál manns sem hann aðstoðaði, sem var vikið úr starfi hjá fyrirtækinu vegna ásakana, en mál hans síðan fellt niður. Innlent 24. september 2024 10:45
Hver er ábyrgð Icelandair? Kynferðislegt ofbeldi er alvarleg meinsemd sem á ekki að viðgangast. Hins vegar þarf að fara varlega þegar ásakanir eru bornar á einstaklinga sama hvers eðlis þær eru. Kynferðisbrot geta ekki verið þar undanskilin, slík mál þurfa faglega og vandaða úrvinnslu. Skoðun 24. september 2024 09:01
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Innlent 23. september 2024 21:45
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. Innlent 23. september 2024 19:17
Gengi Icelandair flaug upp á við Gengi hlutabréfa Icelandair rauk upp um 6,45 prósent í dag í 612 milljóna króna viðskiptum. Gengið hefur ekki verið hærra frá 9. júní. Þá hækkaði gengi Play næstmest allra félaga í Kauphöllinni, um 3,03 prósent. Viðskipti innlent 23. september 2024 16:32
Stærsti lífeyrissjóðurinn lagðist gegn tillögum Gildis að kaupréttarkerfum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, stærsti lífeyrissjóður landsins, studdi ekki breytingartillögur sem Gildi vildi ná fram á kaupréttarkerfum fyrir stjórnendur Heima og Haga á hluthafafundum í lok síðasta mánaðar. Tillögur stjórna félaganna voru þess í stað samþykktar af LSR og meirihluta fjárfesta. Innherji 23. september 2024 15:34
Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. Viðskipti innlent 23. september 2024 14:16
Ein kært nauðgun og fjórar segjast hafa verið beittar ofbeldi Fimm konur sem starfa eða starfað hafa hjá Icelandair segjast hafa verið beittar ofbeldi af hálfu samstarfsmanns þeirra hjá félaginu. Ein þeirra hefur lagt fram kæru á hendur manninum, Sóloni Guðmundssyni, fyrir nauðgun. Innlent 23. september 2024 13:11
Framtakssjóður Stefnis fjárfestir í Örnu og eignast kjölfestuhlut Framtakssjóðurinn SÍA IV í rekstri Stefnis hefur ákveðið að leggja mjólkurvinnslunni Örnu til nýtt hlutafé og jafnframt kaupa eignarhluti af tilteknum hluthöfum félagsins. Fjárfesting sjóðsins á að tryggja uppbyggingu og vöxt Örn en fyrirtækið, sem var með fremur lítil eigið fé um síðustu áramót, velti nærri tveimur milljörðum króna á liðnu ári. Innherji 23. september 2024 13:00
Tekur við stöðu forstöðumanns þjónustu hjá Reitum Margrét Helga Jóhannsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður þjónustu hjá Reitum. Viðskipti innlent 23. september 2024 11:31
Verið að fara fram á rannsókn, ekki þöggun „Þau vilja fá að vita hvað sonur þeirra á að hafa gert,“ segir Hödd Vilhjálmsdóttir, talsmaður fjölskyldu Sólons Guðmundssonar flugmanns. Fjölskyldan sem hefur óskað eftir lögreglurannsókn á því hvernig andlát Sólons bar að. Innlent 23. september 2024 10:36
Mættu í flugbúningi á sveitaböllin og áttu séns Síldarleit frá Miklavatni í Fljótum lagði grunninn að Loftleiðaævintýrinu. Þrír ungir menn höfðu eftir flugnám í Kanada flutt einshreyfils flugvél heim með sér til Íslands í von um samstarf við Flugfélag Íslands. Þegar sú von brást stofnuðu þeir Loftleiðir árið 1944 og hófu eigin flugrekstur. Innlent 22. september 2024 07:17
Skagi þarf frekari ytri vöxt til að ná tekjumarkmiðum af fjármálastarfsemi Með kaupum Skaga á Íslenskum verðbréfum eykst stöðugleiki í þjónustutekjum af fjármálastarfsemi en eigi tekjumarkmið til næstu tveggja ára að nást þarf markaðshlutdeild félagsins að aukast „verulega,“ að mati hlutabréfagreinanda. Samkvæmt nýrri greiningu lækkar verðmatsgengi Skaga nokkuð frá fyrra mati, einkum vegna útlits um minni hagnað á árinu en áður var talið, en afkoman ætti að batna mikið þegar það kemst á „eðlilegt“ árferði á fjármálamörkuðum. Innherji 21. september 2024 13:01
Fjölskylda flugmanns Icelandair vill að lögregla rannsaki andlát hans Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair. Innlent 20. september 2024 18:42
4,4 milljarðar til borgarinnar vegna framkvæmda á Hólmsheiði Áætlaðar tekjur Reykjavíkurborgar af sölu byggingarréttar og álagningu gatnagerðargjalda í tengslum við uppbyggingu nýs atvinnusvæðis á Hólmsheiði er 4,4 milljarðar króna. Borgarstjóri og fulltrúar fimm fyrirtækja skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um lóðarvilyrði á svæðinu Viðskipti innlent 20. september 2024 13:39
Bóf-ar(ion)? Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Skoðun 20. september 2024 11:02
Um vaxtahækkanir og verð á hveiti Fyrir nokkrum dögum skrifaði bankastjóri ágætisgrein á Vísi.is þar sem hann virtist rökstyðja vaxtahækkanir bankans nýverið á verðtryggðum húsnæðislánum með þeirri samlíkingu að nauðsynlegt sé að hækka verð á brauði ef hveitið er orðið dýrara en brauðið sjálft. Skoðun 19. september 2024 16:01
Stórfyrirtæki hyggja á uppbyggingu á Hólmsheiði Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, mun í dag skrifa undir viljayfirlýsingu við fulltrúa fimm fyrirtækja vegna uppbyggingar á Hólmsheiði. Fyrirtækin sem um ræðir í fyrsta fasa uppbyggingarinnar eru Ölgerðin, Alvotech, Parlogis, Veritas og Safari. Viðskipti innlent 19. september 2024 11:07
Bæta við níunda áfangastað sínum á Spáni Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Valencia næsta sumar. Fyrsta flugið verður 24. maí 2025 og verður flogið á þriðjudögum og laugardögum fram til 29. september. Viðskipti innlent 19. september 2024 09:57
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19. september 2024 09:06
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. Innlent 18. september 2024 19:44