Peningaskápurinn ... Margir hafa reynt að komast yfir TM en engum tekist það fyrr en nú að FL Group, Sund og Glitnir náðu þar undirtökunum. Jón Ásgeir Jóhannesson, sem reyndi að komast til valda í TM fyrir nokkrum árum án árangurs, er því kominn með pálmann í hendurnar. Viðskipti innlent 7. september 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Indverska samstæðan United Breweries, sem meðal annars á eitt af stærstu brugghúsum heims og er þekktast fyrir Kingfisher-bjórinn, hefur keypt skoska vískíframleiðandann Whyte & Mackay. Kaupverð nemur 595 milljónum punda, jafnvirði 77 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 6. september 2007 00:01
Lesið í garnir markaðar Maður væri nú sennilega ekki að fást við það sem maður fæst við, ef ekki væri vegna þess að maður er vel læs á atburði líðandi stunda og auk þess spámannlega vaxinn. Viðskipti innlent 5. september 2007 00:01
Ríkasti hundurinn? Og aftur að „mini-görkunum“. Yngstu börnin á topp tíu listanum eru þriggja ára tvíburar vodkakóngsins og fagurkerans Rustam Tariko. Blessuð börnin gætu reyndar þurft að skipta arfinum með hundi sem föður þeirra er afar annt um enda klæðir hann ferfætlinginn í dýrasta skart. Viðskipti innlent 5. september 2007 00:01
Litlir milljónerar Rússneska dagblaðið Finans hefur tekið saman lista um þau börn rússneskra nýríkra auðkýfinga sem erfa muni mestan auð að foreldrum sínum látnum. Þau börn ein eru gjaldgeng á listann sem munu erfa jafnvirði eins milljarðs Bandaríkjadala, rúma 64 milljarða íslenskra króna. Viðskipti innlent 5. september 2007 00:01
Guðlast í Símanum? Í gær birti fréttavefurinn mbl.is frétt þess efnis að biskupi Íslands, Karli Sigurbjörnssyni, þætti nýjar auglýsingar fyrirtækisins ósmekklegar. Auglýsingarnar sýna Jesú og lærisveina hans við síðustu kvöldmáltíðina. Hann uppgötvar að Júdas er ekki við matarborðið en er ekki lengi að hafa uppi á honum með splunkunýjum 3G-símanum sínum. Viðskipti innlent 5. september 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Breski tónlistarfrömuðurinn Peter Gabriel hefur með fleirum fjárfest fyrir sem svarar til 340 milljóna íslenskra króna í netfyrirtækinu The Filter. Fyrirtækið heldur úti leitarvél á netinu sem finnur tónlist auk þess að mæla með tónlist af svipuðum toga. Viðskipti erlent 31. ágúst 2007 00:01
Peningaskápurinn Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON. Viðskipti innlent 30. ágúst 2007 00:01
Að ganga á vatni Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. Viðskipti innlent 29. ágúst 2007 05:00
Hagnaður í smákökum Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðartökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum. Viðskipti innlent 29. ágúst 2007 05:00
Litlu fjárfestarnir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur. Viðskipti innlent 29. ágúst 2007 04:30
Aldurinn skiptir máli Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni. Viðskipti innlent 29. ágúst 2007 03:00
Tækifæri í umrótinu Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. Viðskipti innlent 24. ágúst 2007 04:00
Kröfur í sýnd og reynd Sýndarveruleiki þarf á ýmsu að halda eins og veruleikinn sjálfur. Eins og kemur fram aftar í blaðinu hefur verið ráðinn yfirmaður hagstjórnar í leiknum Eve Online. Viðskipti innlent 23. ágúst 2007 06:00
Betra en á Straumsafslætti Maður getur stundum grætt á því að synda á móti straumi ekki síður en að synda með Straumi. Þannig náði ég í bréf í Exista með verulegum afslætti meðan markaðurinn var að hreinsa af sér skuldsetta leigubílstjóra og gamlar frænkur. Viðskipti innlent 22. ágúst 2007 00:01
Minnir á norsku bankakrísuna Lars Christiansen, sérfræðingur Danske Bank, ítrekar þá skoðun sína í viðtali við norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv að uppgangur íslenska hagkerfisins undanfarin ár byggist fyrst og fremst á lántökum. „Ísland er skuldsettasta hagkerfi í heimi," segir hann og telur að erfitt aðgengi að lánsfé í kjölfar sviptinga á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum kunni að gera íslenskum fyrirtækjum erfitt fyrir. Viðskipti innlent 22. ágúst 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er yfirtaka Kaupþings á NIBC í Hollandi stærsta fjárfesting í íslensku viðskiptalífi fyrr og síðar. Forsvarsmenn Kaupþings eru ekki bara sáttir við verðið, samsvörun þessara tveggja fyrirtækja- og fjárfestingarbanka er einnig augljós. Viðskipti innlent 18. ágúst 2007 05:00
Skúbb er best með forsjá Orðið á götunni þykir ein ferskasta vefsíðan í íslenskum netheimum. Eins og ötulum skúbburum sæmir fara Orðsins menn þó stundum fram úr sjálfum sér. Þannig greindi síðan fyrst frá brotthvarfi Allans Strand og nokkurra lykilstjórnenda Glitnis í Lúxemborg. Viðskipti innlent 17. ágúst 2007 09:05
Haglari, gull og dósamatur Alþjóðamarkaðir nötra þessa dagana, og engin virðist treysta sér til að spá hvenær ósköpunum lýkur. Krónan veiktist skyndilega í gær og hlutabréf í Kauphöll Íslands fylgdu í kjölfarið. Sérfræðingar endurtaka í sífellu að áhættufælni fjárfesta hafi aukist; sem leiði til þess að fjárfestar dragi sig út af hlutabréfamarkaði og ávaxti fé sitt á öruggari máta. Viðskipti innlent 17. ágúst 2007 08:27
Peningaskápurinn... Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi. Viðskipti innlent 16. ágúst 2007 00:01
Hjálpa til með guðsgjöfina „Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins. Viðskipti innlent 15. ágúst 2007 06:00
Miklar væntingar Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. Viðskipti innlent 15. ágúst 2007 05:15
Ekkifréttir Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. Viðskipti innlent 15. ágúst 2007 05:00
Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. Viðskipti innlent 15. ágúst 2007 03:15
Peningaskápurinn ... Ríkisstarfsmenn sitja gjarnan undir góðlátlegum glósum um að vera lausari við en þeir sem helga líf sitt einkageiranum. Ekki ætlar höfundur þessa dálks í að setjast í dómarasæti í þeim efnum. Hitt er annað mál að blaðamaður hringdi í Seðlabankann einn rigningardag í þessari viku og bað um að fá að ræða við starfsmann á gjaldeyrissviði. Viðskipti innlent 11. ágúst 2007 00:01
Peningaskápurinn ... Á fréttavef Landssambands kúabænda, www.naut.is, er fjallað um hækkanir sem orðið hafa á kjörvöxtum verðtryggðra skuldabréfalána viðskiptabankanna þriggja, sem nú eru sagði 8,1 prósent hjá Glitni, 8,35 hjá Landsbanka Íslands og 8,5 prósent hjá Kaupþingi. Viðskipti innlent 10. ágúst 2007 00:30
Peningaskápurinn ... Skjótt skipast veður í lofti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem hafa sveiflast fram og til baka á síðustu dögum við stöðubaráttu nauta og bjarna. Markaðurinn greindi frá því í gær að FL Group hefði tapað um níu milljörðum króna á risafjárfestingu sinni í Commerzbank á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 9. ágúst 2007 04:00
Kaupþing eða Kápþíng? Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Viðskipti innlent 8. ágúst 2007 00:01
Snert viðkvæma taug Eitt af því sem ég hef lært sem fjárfestir er það að setja hluta af peningunum mínum á þá staði sem flestir telja að muni hækka í framtíðinni. Þess vegna hafa peningarnir mínir farið úr íslenskum eignum yfir í erlendan gjaldeyri, færeyska og skandinavíska banka, evrópsk drykkjarfyrirtæki, fasteignir í Mið-Evrópu og svo framvegis. Viðskipti innlent 8. ágúst 2007 00:01
Peningaskápurinn … FL Group skilaði uppgjöri í gær og var hagnaður félagsins rúmir 23 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Menn þar á bæ eru himinlifandi með árangurinn, enda umfram spár auk þess að vera margfalt meiri hagnaður en fyrir sama tímabil í fyrra. Viðskipti innlent 2. ágúst 2007 00:01