Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttamynd

Mannauður á krepputímum

Nú þegar efnisleg verðmæti fyrir­tækja á Íslandi hafa gufað upp eins og dögg fyrir sólu er vert að hugsa til þess að það sem byggir upp framtíðarverðmæti liggur enn innan veggja fyrirtækisins – mannauðurinn. Núvirði slíkrar eignar er ekki hægt að færa til bókar né meta samkvæmt hefðbundnum, fjárhagslegum mælitækjum og hæfir stjórnendur vita að mannauðurinn er ekki jafn hverfull og efnislegar eignir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beðið er sprotafregna

„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!“ segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprota­fyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér,“ segir hún.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hverjum bjallan glymur

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, lokuðu fyrir viðskipti á Nasdaq-hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á hverju er nú von?

Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil viðbrögð við kaupum

Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip tapar 6,6 milljörðum

Tap Eimskips á fyrsta ársfjórðungi nam 40,2 milljónum evra, eða tæpum 6,6 milljörðum króna miðað við gengi Seðlabankans í gær. Á sama tíma í fyrra nam tapið 38,9 milljónum evra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vatnið á Skotaleiknum

„Allt sem við gerum tengist Íslandi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmat á áætlun

Verðmat endurskoðunar­fyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bankanna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármála­eftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sprotarnir kynna sig

„Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk

Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bankanna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn fækkar í Kauphöll

Hlutabréf Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) voru tekin úr viðskiptum í Nasdaq OMX kauphöllinni íslensku í byrjun vikunnar að beiðni skilanefndar sjóðsins. Engin viðskipti hafa þó verið með bréfin í nokkurn tíma, en Kauphöllin stöðvaði þau sjötta október í fyrra, eftir fall bankanna, vegna óvissu á markaði sem skaðað gæti eðlilega verðmyndun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems

Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glæsileg lausn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dýr leið valin við endurreisn bankanna

Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænir sprotar efnahagsbatans

Nú er komið að því að Íslendingar ákveði hvort þeir ætla að taka höndum saman um að rífa sig upp úr svartnætti vetrarins og horfa fram á veginn með markvissri uppbyggingu samfélagsins eða halda áfram að vorkenna sér.

Skoðun
Fréttamynd

Íslensk fyrirmynd

Margir supu hveljur þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, fór um víðan völl í Kastljóssviðtali í fyrrahaust. Mál manna var, að svona gerðu menn ekki. Var vísað til passasamrar framkomu Bens Bernankes, seðlabankastjóra Bandaríkjanna og nær sterílla vaxtaákvörðunarfunda kollega þeirra, Jean-Claude Trichet, í Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Róm fram yfir Reykjavík

„Í árslok verðum við í stöðu til að fjármagna okkur sem ríki og Seðlabanki Evrópu stendur að baki bankakerfi okkar,“ sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Írlands, í viðtali við Bloomberg í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heiðar að mestu skilinn við Novator

Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum

„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði,“ segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki veitir af hollráðum

Hjá Háskólaútgáfunni er komin út um margt merkileg bók. Sú heitir „Penny for your thoughts" og er eftir Tobias Nielsén, Dominic Power og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur, aðjúnkt við viðskiptafræðideild Háskólans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekkert til sölu í bili

Ekkert fyrirtæki er í formlegu söluferli hjá viðskiptabönkunum þremur. Viðmælendur Markaðarins segja fyrirtækjasölu í biðstöðu nú um stundir. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er þess beðið að umsýslufélög komist á koppinn sem muni sjá um ferlið. Bankarnir hafa allir boðað stofnun slíkra félaga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skuldir hins opinbera 301 milljarður króna

Skuldir ríkis og sveitarfélaga voru um 301 milljarður króna í árslok 2008, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um fjármál hins opinbera. Skuldirnar námu sem svaraði 20,5 prósentum af landsframleiðslu. Í árslok 2007 var hrein peningaleg eign ríkis og sveitarfélaga um 11 milljarðar, og munurinn því 312 milljarðar króna, eða um 21,4 prósent af landsframleiðslu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvöfaldaðist milli mánaða

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu sex milljörðum króna í febrúar. Veltan var 303 milljónir króna á dag, sem er rúmlega tvöfalt meira en í janúar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjartsýn á horfur Teymis

„Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Litlar upplýsingar um leigumarkað

„Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn,“ segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði.

Viðskipti innlent