Óþarfa afskipti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson WOW Air Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það varð okkur til happs að íslenska ríkið gekkst ekki í ábyrgð fyrir bankana þegar þeir hrundu fyrir hartnær tíu árum. Einn helsti lærdómur fjármálakreppunnar er nefnilega sá að ríkið á ekki að ábyrgjast skuldir einkafyrirtækja heldur er heillavænlegast að fólk og fyrirtæki axli ábyrgð á eigin gjörðum. Í fræðunum er talað um freistnivanda þegar menn fara með peninga annarra en þurfa ekki að taka ábyrgð á því ef þeir tapast. Í fjármálakreppunni birtist vandinn með þeim hætti að stjórnendur margra af stærstu bönkum heims gátu tekið meiri áhættu en ella í trausti þess að ríkið hlypi undir bagga ef illa færi. Þeir nutu hagnaðar þegar vel áraði en skattborgarar báru tapið þegar í harðbakkann sló. Það fór því um mig ónotakennd þegar ég las nýverið fregnir um að stjórnvöld hefðu komið á fót sérstökum hópi til þess að fylgjast með stöðu fyrirtækja sem talin eru kerfislega mikilvæg, þar með talið flugfélaganna Icelandair og WOW air, og útbúa viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri fyrirtækjanna. Afkoma flugfélaganna hefur vissulega versnað hratt undanfarið, einkum vegna harðari samkeppni og hærra olíuverðs, og er staða þeirra tvísýn um þessar mundir. Það er áhyggjuefni í ljósi þess hve mikilvæg félögin hafa verið fyrir framgang ferðaþjónustunnar. Engu að síður má spyrja hvaða erindi stjórnvöld telja sig eiga til að greina stöðu einstakra einkafyrirtækja sem eiga auk þess í harðri samkeppni. Flugfélögin þurfa síst á því að halda að misvitrir stjórnmálamenn flæki sig inn í rekstur þeirra. Í stað ríkisinngripa verðum við að láta fyrirtæki bera ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar