Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Kveikt á jólatrénu á Austurvelli í dag

Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Tæp sextíu ár eru síðan Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf til að skreyta Reykjavík. Tréð sem prýðir Austurvöll þessi jól er tólf metra hátt og var höggvið í Maridalen sem er eitt af vinsælli útivistarsvæðum Oslóarbúa. Jólsveinarnir Giljagaur, Bjúgnakrækir og Stúfur ætla að mæta á svæðið og syngja nokkur jólalög.

Innlent
Fréttamynd

Requiem Mozarts á miðnætti

Laust eftir miðnætti aðfaranótt 5. desember næstkomandi flytur Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfoníuhljómsveit og einsöngvurum Requiem Mozarts í Langholtskirkju.

Lífið
Fréttamynd

Jólaþorpið á Thorsplani opnað

Búið er að opna jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði. Ýmislegt í boði í þorpinu, handverk og hönnun, heimabakaðar kökur, sultur og annað góðgæti, handmáluð kerti og jólakúlur, dúkkuföt, myndlist, leirlist svo fátt eitt sé nefnt.

Lífið
Fréttamynd

Jólaljósin tendruð á Miðbakka

Ljósin á jólatrénu frá Hamborg sem er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar verða tendruð í dag klukkan fimm. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhendir forsvarsmönnum Faxaflóahafna tréð og Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna, ávarpar samkomuna og tekur á móti trénu fyrir hönd hafnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Náttúrulega klassískir

Að pakka inn jólagjöfunum er skemmtilegur lokahnykkur á jólaundirbúningnum. Pakkarnir geta verið einfaldir eða skrautlegir, aðalmálið er að leggja alúð í verkið og útkoman verður flott.

Jólin
Fréttamynd

Þurfum ljós á aðventunni

Kertagerð er göfugt og heillandi viðfangsefni. Um það er auðvelt að sannfærast þegar komið er í fyrirtækið Jöklaljós þar sem nostrað er við hvert og eitt kerti.

Jólin
Fréttamynd

Reidd á hesti til nýrra heimkynna

Þegar Freyja Fanndal Sigurðardóttir er beðin um að rifja upp bernskujól þá kemur á hana hik. Svo hverfur hún í huganum aftur í tímann, fyrst til ársins 1941 því þá urðu mikil umskipti í lífi hennar, hún flutti að Hólum í Hjaltadal til fósturforeldra.

Jólin
Fréttamynd

Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu

Það er fátt sem hreyfir eins mikið við hjarta mannfólksins á jólunum en heimagerðar gjafir barna, enda allt ósvikin listaverk sem unnin eru með hjartanu og af persónulegri natni og hlýhug til þess sem gjöfina á að fá.

Jólin
Fréttamynd

Klassískir og einfaldir pakkar

Jólapakkar vekja upp tilhlökkun og bros og er það ekki eingöngu vegna spennu yfir hvað í þeim leynist heldur líka vegna þess hve fallegir þeir geta verið á að líta. Kristín Magnúsdóttir útbjó nokkra klassíska jólapakka fyrir okkur.

Jólin
Fréttamynd

Grýla var örugglega glysgjörn

l Í rauðu húsi við Skólavörðustíginn leynist lítið gallerí þar sem Edda Herbertsdóttir útbýr fígúrur úr ull og fleiru. Má þar nefna jólasveina, engla í litríkum þjóðbúningum, karla og kerlingar. Hún notar mest íslenska kembu eða flókaull og þæfir með nálu

Jólin
Fréttamynd

Íslensk hönnun er jólagjöfin í ár

Jólagjöfin í ár er íslensk hönnun, að mati rannsóknarseturs verslunarinnar. Efnahagslægðin setur sitt mark á valið, en undanfarin ár hafa GPS-tæki, lófatölvur og safapressur orðið fyrir valinu.

Innlent
Fréttamynd

Oxford bannar jól

Bæjaryfirvöld í Oxford í Bretlandi hafa ákveðið að nota ekki orðið „jól" yfir hátíðarhöld á sínum vegum í desember. Í staðinn munu hátíðarhöldin sem sumir kalla jól ganga undir nafninu „Vetrarljósahátíð".

Erlent
Fréttamynd

Hummus

Bragðgott ofan á brauð, sem ídýfa og fleira.

Matur
Fréttamynd

Villisveppasúpa

Sveppirnir eru settir í vatn þar til þeir mýkjast, þá eru þeir saxaðir og steiktir í smjörinu. Villisoði, púrtvíni og bláberjasultu bætt út í og allt soðið í ca 30 mín. Að lokum er rjóma og rjómaosti bætt út í og súpan þykkt ef þurfa þykir. Kryddað með salti og pipar.

Matur