Náttúrulega klassískir 25. nóvember 2008 13:00 Inga María Sverrisdóttir rak Holtablómið áður en hún og Fríða Hammer fóru í samstarf og tóku við Dalíu. Þær útbúa sjálfar ýmis listaverk sem finna má í búðinni sem opin er alla daga vikunnar. Fréttablaðið/Anton Að pakka inn jólagjöfunum er skemmtilegur lokahnykkur á jólaundirbúningnum. Pakkarnir geta verið einfaldir eða skrautlegir, aðalmálið er að leggja alúð í verkið og útkoman verður flott. Þær Kristín Magnúsdóttir hjá Grænum markaði og Inga María Sverrisdóttir og Fríða Hammer hjá Dalíu pökkuðu inn gjöfum fyrir jólablaðið og gefa lesendum góð ráð.Rautt og hvítt tónar ávallt vel saman og er í raun sígild samsetning og algeng á Norðurlöndunum. Á pakkanum er hvítt postulínshjarta eftir Ingu Maríu sem nota má sem merkimiða og hvítar greinar með rauðum berjum minna á náttúruna. Einnig getur verið gaman að nota trjábúta sem merkimiða.fréttablaðið/antonPakkaskraut notað áfram Grænn markaður er heildsala sem selur allt til innpökkunar en þó eingöngu til fyrirtækja. „Við hjá Grænum markaði bjóðum nú ekki upp á innpökkun en seljum til fyrirtækja og og erum í raun með allt til innpökkunar,“ útskýrir Kristín Magnúsdóttir, sölumaður og blómaskreytir. Að sögn Kristínar er hún fremur hefðbundin í vali sínu á skrauti og efnivið. „Mér þykir þetta klassíska fallegt og útbý oft skreytingar á pakkana sem hægt er að nýta einar sér síðar meir, til dæmis sem borðskraut. Gaman er að gera aðeins meira úr pökkunum og það þarf ekki að vera flókið,“ segir Kristín og nefnir að fólki þyki gaman að fá fallega skreytta pakka. Hægt er að fá pakkaskreytingar sem búið er að hnýta saman hjá Grænum markaði en það er einfalt að útbúa fallegar slaufur úr borðunum. „Við seljum líka körfur og kurl,“ segir Kristín en hún og samstarfsfólk hennar leiðbeina við litaval og annað tilfallandi.Klassískur rauður jólapakki með síprisgreinum og könglum.Hugmyndaflugið látið ráða Mikið er um innpakkanir allt árið og um síðustu jól vorum við mikið að pakka inn,“ segir Fríða Hammer en í Dalíu er úrval gjafavöru þannig að það kemur kannski ekki á óvart. „Inga María er lærður myndhöggvari og málar líka og vinnur í leir en ég er meira í glerinu. Þannig við erum með hluta af því sem við framleiðum sjálfar til sölu. Síðan erum við með aðra smávöru, úrval af saltsteinslömpum og mikið af kertum,“ útskýrir Fríða áhugasöm en hún kom til Ingu Maríu sem au pair frá Færeyjum fyrir sautján árum. „Við notum fjölbreytt og náttúruleg efni til skreytinga. Síðan reynum við að vera svolítið frumlegar.“ Að sögn Fríðu er ekki flókið að útbúa fallega pakka en hins vegar getur það kostað sitt. „Efni til skreytinga er orðið dýrt í dag og því er um að gera að nota hugmyndaflugið. Ekki þarf að leita langt yfir skammt og oft er nóg að horfa bara aðeins í kringum sig.“ Fríða bendir fólki einnig á að safna skrauti og endurnýta auk þess sem skynsamlegt er að kíkja á útsölur. Í fyrra var silfur mikið notað í skreytingar en Fríða býst við að rauður litur verði áberandi í ár. „Ég held að skrautið verði frekar hreint, ef svo má að orði komast, og rauður er sígildur jólalitur.“Pakkarnir eiga það sameiginlegt að vera allir fremur náttúrulegir á að líta. . Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Uppruni jólasiðanna Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jólaís Auðar Jólin Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Skreytt á skemmtilegan máta Jól Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Heklað jólaskraut við Elliðavatn í dag Jólin Búlgarskt morgunbrauð Jól
Að pakka inn jólagjöfunum er skemmtilegur lokahnykkur á jólaundirbúningnum. Pakkarnir geta verið einfaldir eða skrautlegir, aðalmálið er að leggja alúð í verkið og útkoman verður flott. Þær Kristín Magnúsdóttir hjá Grænum markaði og Inga María Sverrisdóttir og Fríða Hammer hjá Dalíu pökkuðu inn gjöfum fyrir jólablaðið og gefa lesendum góð ráð.Rautt og hvítt tónar ávallt vel saman og er í raun sígild samsetning og algeng á Norðurlöndunum. Á pakkanum er hvítt postulínshjarta eftir Ingu Maríu sem nota má sem merkimiða og hvítar greinar með rauðum berjum minna á náttúruna. Einnig getur verið gaman að nota trjábúta sem merkimiða.fréttablaðið/antonPakkaskraut notað áfram Grænn markaður er heildsala sem selur allt til innpökkunar en þó eingöngu til fyrirtækja. „Við hjá Grænum markaði bjóðum nú ekki upp á innpökkun en seljum til fyrirtækja og og erum í raun með allt til innpökkunar,“ útskýrir Kristín Magnúsdóttir, sölumaður og blómaskreytir. Að sögn Kristínar er hún fremur hefðbundin í vali sínu á skrauti og efnivið. „Mér þykir þetta klassíska fallegt og útbý oft skreytingar á pakkana sem hægt er að nýta einar sér síðar meir, til dæmis sem borðskraut. Gaman er að gera aðeins meira úr pökkunum og það þarf ekki að vera flókið,“ segir Kristín og nefnir að fólki þyki gaman að fá fallega skreytta pakka. Hægt er að fá pakkaskreytingar sem búið er að hnýta saman hjá Grænum markaði en það er einfalt að útbúa fallegar slaufur úr borðunum. „Við seljum líka körfur og kurl,“ segir Kristín en hún og samstarfsfólk hennar leiðbeina við litaval og annað tilfallandi.Klassískur rauður jólapakki með síprisgreinum og könglum.Hugmyndaflugið látið ráða Mikið er um innpakkanir allt árið og um síðustu jól vorum við mikið að pakka inn,“ segir Fríða Hammer en í Dalíu er úrval gjafavöru þannig að það kemur kannski ekki á óvart. „Inga María er lærður myndhöggvari og málar líka og vinnur í leir en ég er meira í glerinu. Þannig við erum með hluta af því sem við framleiðum sjálfar til sölu. Síðan erum við með aðra smávöru, úrval af saltsteinslömpum og mikið af kertum,“ útskýrir Fríða áhugasöm en hún kom til Ingu Maríu sem au pair frá Færeyjum fyrir sautján árum. „Við notum fjölbreytt og náttúruleg efni til skreytinga. Síðan reynum við að vera svolítið frumlegar.“ Að sögn Fríðu er ekki flókið að útbúa fallega pakka en hins vegar getur það kostað sitt. „Efni til skreytinga er orðið dýrt í dag og því er um að gera að nota hugmyndaflugið. Ekki þarf að leita langt yfir skammt og oft er nóg að horfa bara aðeins í kringum sig.“ Fríða bendir fólki einnig á að safna skrauti og endurnýta auk þess sem skynsamlegt er að kíkja á útsölur. Í fyrra var silfur mikið notað í skreytingar en Fríða býst við að rauður litur verði áberandi í ár. „Ég held að skrautið verði frekar hreint, ef svo má að orði komast, og rauður er sígildur jólalitur.“Pakkarnir eiga það sameiginlegt að vera allir fremur náttúrulegir á að líta. .
Föndur Jólaskraut Mest lesið Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól Uppruni jólasiðanna Jól Langar í könguló í jólagjöf Jól Jólaís Auðar Jólin Sjá, himins opnast hlið - In dulci jubilo Jól Skreytt á skemmtilegan máta Jól Les Facebook og sósuleiðbeiningar Jól Jólin mikil vinnutörn hjá Svölu Jól Heklað jólaskraut við Elliðavatn í dag Jólin Búlgarskt morgunbrauð Jól