Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Heimalagaður jólaís

Uppskriftin dugar fyrir sex til átta manns. Það er líka gott að bræða 3 Mars-stykki út í 1 dl. rjóma og búa til heita súkkulaðisósu á ísinn.

Jól
Fréttamynd

Logi: Þakklátur að geta haldið jólin

„Blanda af snjó, jólatónlist, góðri lykt, skemmtilegu fólki, góðum mat og góðri stemningu kemur mér í gírinn," svarar Logi Geirsson handboltakappi spurður hvað kemur honum í jólagír. „Þessi hátíð er svo sannarlega fallegasta hátíð ársins. Bestu gjarfirnar í kringum tréð eru sameining og tengsl fjölskyldunnar. En eins og einhver snillingurinn sagði ; „At Christmas, all roads lead home."

Jólin
Fréttamynd

Jólavínarbrauð

Eygerður Sunna Arnardóttir sendi okkur uppskrift að jólavínarbrauði með glassúr.

Jól
Fréttamynd

Klassísk rauð og hvít jól

Sæunn Þorsteinsdóttir myndlistarkona útbjó klassískt jólaborð þar sem hátíðarliturinn, rauður, var í aðalhlutverki. Hennar fasta jólahefð er að mála rauð epli með hvítum glassúr.

Jól
Fréttamynd

Söngbók jólasveinanna

„Það má segja að bæði atvinnu- og frístundatónlistarmenn hafa alltaf verið í vandræðum með að útvega laglínur og hljómagang jólasöngva," svarar Gylfi Garðarsson þegar við forvitnumst um um tilurð bókanna Jólasöngvar-Nótur og Jólasöngvar-Textar og heldur áfram: „Það voru sömu vandræðin fyrir hver einustu jól."

Jólin
Fréttamynd

Lax í jólaskapi

Eirný Sigurðardóttir, ostadrottningin í Búrinu, er þekktust fyrir sérþekkingu sína á dýrindis ostum af öllum gerðum og þjóðerni. Hún býður hér upp á framandi en jólavæna uppskrift að laxi í sparifötunum, sem heitir líka Coulibiac á erlendum tungum.

Jólin
Fréttamynd

Gamla tréð frá afa og ömmu

Halldóra Teitsdóttir ólst upp við að skreyta jólatré afa síns og ömmu. Tréð fékk hún seinna til eignar og nú dundar hún sér við að skreyta það ásamt barnabörnum sínum fyrir hver jól.

Jól
Fréttamynd

Heitt brauð í ofni

Þessi réttur kom frá Huldu D. Lord sem býr í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Hún segir þennan ofnrétt algerlega ómissandi í allar veislur, og að hann hafi algerlega slegið í gegn meðal vina sinna í þar.

Jól
Fréttamynd

Leika bókatitla á aðfangadagskvöld

Á heimili Aldísar Guðmundsdóttur, sálfæðikennara við MH, hefur sá siður komist á að leika Actionary við opnun pakkanna á aðfangadagskvöld. Sá getspakasti má svo opna einn pakka.

Jólin
Fréttamynd

Krónhjartar-carpaccio með brómberjasósu

200 g krónhjartar-fillet eða lund salt og nýmalaður pipar 2 msk. olía Kryddið krónhjartar-fillet með salti og pipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum, þangað til kjötið er orðið fallega brúnt. Breiðið plastfilmu yfir og frystið í a.m.k. 4 klst.

Jólin
Fréttamynd

Jólastrætó skreyttur af leikskólabörnum

Það er jólalegt í umferðinni þessa dagana, því strætisvagnar Strætó bs. skarta nú skrautlegum jólamyndum að utan og innan. Óhætt er að segja að listamennirnir séu ungir og upprennandi, því það voru leikskólabörn hvaðanæva að af höfuðborgarsvæðinu sem hönnuðu skreytingarnar. Með þessu verkefni vill Strætó leggja sitt af mörkum til að færa borgina í hátíðarbúning um leið og ungviðið er hvatt til að virkja sköpunargleðina.

Jólin
Fréttamynd

Prúðbúin jólakrútt

Spariklædd börn spígspora glöð og hrein á milli jólaballa og -boða og kalla víða fram bros á vör. Sjaldan gefast fleiri tækifæri til að klæðast sínu fínasta pússi.

Jólin
Fréttamynd

Hjá tengdó á aðfangadagskvöld

„Ég er aðeins byrjaður að undirbúa jólin með fjölskyldunni, skreyta og þess háttar. Svo er ég að gíra mig upp í að fara út og skreyta trén fyrir utan húsið," segir Sjonni Brink tónlistarmaður sem gefur út plötu fyrir þessi jól, 10 ný íslensk lög eftir hann sjálfan og Guðmund Jónsson. „Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessi jól, hlakka mikið til." Þegar talið berst að aðfangadagskvöldi segir Sjonni: „Ég verð heima hjá tengdamömmu minni á aðfangadagskvöld með fjölskyldunni. Það verður margrétta eins og alltaf, sumir borða rjúpur og aðrir hamborgarahrygg. Jólin eru frekar hefðbundin og heimilsleg hjá okkur. Við reynum að hitta fjölskyldumeðlimi og spila."

Jól
Fréttamynd

Unnur Birna: Hugsar til ömmu á jólunum

„Jólin þegar amma heitin, Jórunn, var hjá okkur og kenndi öllum við borðhaldið að skála rétt og almennilega en að hennar mati gerðum við hin þetta ekki alveg nógu „vel". Við höfum skálað henni til heiðurs á hverju aðfangadagskvöldi síðan," segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir brosandi aðspurð um eftirminnileg jól sem hún gleymir ekki.

Jól
Fréttamynd

Alíslenskar jólarjúpur

„Ég sá næstum eftir því að hafa lofað að búa til jólaskraut því þegar ég fór að líta í kringum mig og skoða jólaskraut á netinu komst ég að því að mér þykir jólaskraut almennt ekki fallegt," segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður hlæjandi og bætir við að flest jólaskraut þyki henni einum of mikið „kitsch".

Jól
Fréttamynd

Englaspilið klingir

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir á fallegt englaspil sem hún tekur fram fyrsta sunnudag í aðventu og leyfir því að klingja á jólaföstunni milli þess sem hún sinnir söng og leik.

Jól