Dettur í hátíðargírinn þegar tréð er skreytt Stefán Hilmarsson hefur sent frá sér sína fimmtu sólóplötu sem ber heitið Húm (Söngvar um ástina og lífið). Margir af fremstu lagasmiðum landsins lögðu Stefáni til lög og óhætt er að segja að platan sé uppfull af gæðatónlist. Vísir hafði samband við Stefán til að forvitnast hvað kemur honum í jólagírinn. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Engar jólagjafir hjá Sálinni „Við æfum nú ekki reglulega, mörg laganna eru í blóðinu og fara ekkert þaðan. En við höfum í gegnum tíðina sent reglulega frá okkur nýtt efni og þurfum að æfa það," svarar Stefán Hilmarsson söngvari hljómsveitarinnar og heldur áfram: „Síðan er það nú svo að lögin lög slípast mikið til á tónleikum og þróast yfir tíma. Tónleikarnir eru þannig í senn æfingabúðir." „Fyrsta giggið var 10. mars 1988. Síðan eru liðin nokur ár. Ég og Gummi vorum með frá upphafi, Friðrik og Jens komu inn ári seinna og loks Jóhann árið 1998. Bandið hefur því starfað í núverandi mynd í ellefu ár," segir Stefán Hilmarsson þegar talið berst að aldri hljómsveitarinnar. Gefið þið hvor öðrum jólagjafir? „Nei, það hefur ekki tíðkast." Jól 1. nóvember 2011 00:01
Jólahátíð í Kópavogi - myndir Sannkölluð jólahátíð í Kópavogi var haldin í gær á Hálsatorgi í Kópavogi. Kópavogsbúum og öðrum gestum var meðal annars boðið að taka þátt í laufabrauðsbakstri, hlusta á jólasöngva, fræðast um jólaköttinn og tendra á jólaljósunum á vinarbæjarjólatré Kópavogsbúa. Eins og myndirnar sýna myndaðist sannkölluð fjölskyldustemning. Jól 1. nóvember 2011 00:01
Arnar Grant: Bakar piparkökur og hlustar á jólalög „Þar sem dóttir mín er tveggja og hálfs árs einkennist undirbúningur jólanna auðvitað mikið af því að kynna hana fyrir jólahátíðinni og öllu því sem henni fylgir," segir Arnar Grant líkamsræktarfrömuður. „Við erum dugleg að segja henni frá jólasveinunum, sýna henni öll jólaljósin og skreytingarnar, baka og skreyta piparkökur og hlusta á jólalög." Jól 1. nóvember 2011 00:01
Bjarni Haukur: Góður matur og familían „Ég undirbý jólin með því að minnka vinnu," svarar Bjarni Haukur Þórsson leikari afslappaður aðspurður út í undirbúning fyrir hátíðarnar. Hvað kemur þér í jólagírinn? „Helga Möller á jólin skuldlaust og Pálmi Gunnars kemur sterkur inn á kantinum," svarar hann og bætir við: „Og Skröggurinn hans Ladda. Charles Dickens og Laddi. Það eru jól. „Að kaupa jólatréð með syninum er auðvitað líka málið." Eftirminnileg jól? „Fyrstu jólin með Hauki Bjarnasyni syni mínum," svarar Bjarni Haukur án umhugsunar. „Að upplifa fyrstu jólin með barninu sínu - það er ekkert sem kemst nálægt því. Guð er með þetta!" „Góður matur og familían. Og SMS frá Sigga Hlö: „Gleðileg jól pungur". Svo fer maður bara kannski í bað," segir Bjarni Haukur spurður út í aðfangadagskvöldið í ár. „Þessi kæruleysislega ringulreið milli 15-17.55. Umferð, pakkar, matarlykt, bað, símtöl, teiknimyndir. Gotta love it!" segir Bjarni Haukur áður en kvatt er með jólakveðju.-elly@365.is Jól 1. nóvember 2011 00:01
Gullgrafari í fyrra lífi Herdís Egilsdóttir er mikil handverkskona og hefur næmt auga fyrir því að búa til fallega hluti úr því sem öðrum gæti þótt gagnslaust. Jólin 1. nóvember 2011 00:00
Næringarríkt nammi Flestir stinga upp í sig sætum molum í kringum jólin. Fyrir þá sem vilja draga úr sykrinum en njóta samt sem áður sæta bragðsins eru hér dýrindis valkostir. Matur 27. desember 2010 06:00
Hvað eru jólin? Eru jólin heiðin eða kristin? Þessi spurning kemur einlægt upp í nánd jólanna. "Jólin eru hvort sem er bara heiðin miðsvetrarhátíð,“ sagði ungi maðurinn og yppti öxlum með brosi á vör. "Bara - “? Nei, jólin eru ekkert "bara“. Skoðun 24. desember 2010 06:00
Svona eru jólin með Audda og Sveppa Auddi og Sveppi fóru út um allan bæ og plötuðu stjörnur sem hafa unnið með þeim til þess að syngja jólalagið Svona eru jólin, hverja með sínu nefi. Jól 22. desember 2010 13:10
Snjókornið Hér er stutt dæmisaga af vef Karls Sigurbjörnssonar biskups á kirkjan.is. Hún birtist fyrst í bókinni Orð í gleði sem Karl tók saman. Jólin 22. desember 2010 13:02
Einfaldur og vinsæll eftirréttur: Engiferís með súkkulaðispæni Eva Einarsdóttir er sannkallaður ástríðukokkur. Sérgrein hennar er ljúffengir og hollir aðalréttir en hér sýnir hún á sér nýja hlið með uppskrift að einföldum og góðum engiferís. Matur 22. desember 2010 06:00
Vegleg villibráðarveisla Villibráð er ómissandi í jólahaldi Oddnýjar Elínar Magnadóttur og Hilmars Hanssonar og fjölskyldu þeirra. Matur 21. desember 2010 00:01
Íslensku jólasveinarnir þrettán Íslensku jólasveinar sem við þekkjum í dag eru þrettán talsins. Þeir eru Stekkjarstaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottaskefill, Askasleikir, Hurðaskellir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gáttaþefur, Ketkrókur og Kertasníkir. Jól 17. desember 2010 08:00
Biblíuleg jólaveisla fyrir sex Séra Sigrún Óskarsdóttir prestur í Árbæjarkirkju er sælkerakokkur af Guðs náð og hefur undanfarið lagt stund á Biblíulega matargerð. Matur 17. desember 2010 06:00
Hátíðarborð Hönnu Margrétar Hátíðarborð Hönnu Margrétar Einarsdóttur er sérstaklega hlýlegt þar sem jarðlitir í náttúrulegum og einföldum borðskreytingum úr kanilstöngum, lifandi jurtum og könglum spila aðalhlutverkið. Borðskreytingin er ekki síður barnvæn. Tíska og hönnun 17. desember 2010 06:00
Jólaleg hönnun Mikið er til af fallegri íslenskri hönnun sem er jólaleg en á ekki síður vel við árið um kring. Slíka muni er gaman að gefa sem jólagjafir eða skreyta eigið heimili með þeim í þeirri vitneskju að þeir þurfa ekki að rykfalla inni í kompu árstíða á milli. Tíska og hönnun 16. desember 2010 06:00
Jólapopp á Café Haití Skemmtidagskráin Jólapopp fer fram á Café Haití, miðvikudagskvöldið 15. desember kl. 21:00. Boðið verður upp á þrjú atriði. Lífið 15. desember 2010 14:58
Kvenskart frá heitu hjarta: Orri Finn Hér föndra þrír gullsmiðir kvenskart úr perlum, steinum og vírum frá Föndru í Kópavogi og máttu bæta við eigin efniviði. Útkoman er uppörvandi fyrir þá sem vilja gera eitthvað sérstakt handa ástinni sinni. Jól 15. desember 2010 06:00
Kvenskart frá heitu hjarta: Sigurður Ingi Hér spreyta þrír gullsmiðir sig á að föndri við kvenskart í jólapakkann úr perlum, steinum og vírum frá versluninni Föndru í Kópavogi og útkoman er sannarlega glæsileg og uppörvandi fyrir karlmenn sem vilja gera eitthvað alveg sérstakt handa ástinni sinni. Jól 15. desember 2010 06:00
Kvenskart frá heitu hjarta: Þorbergur Hér spreyta þrír gullsmiðir sig á að föndri við kvenskart í jólapakkann úr perlum, steinum og vírum frá versluninni Föndru í Kópavogi og útkoman er sannarlega glæsileg og uppörvandi fyrir karlmenn sem vilja gera eitthvað alveg sérstakt handa ástinni sinni. Jól 15. desember 2010 06:00
Saltfiskur í hátíðarbúningi Í kaþólskum sið hefur löngum verið hefð fyrir því að dregið sé úr kjötáti síðustu vikur fyrir jól, eins og orðið jólafasta felur í sér. Af þeim sið eimir enn eftir hér á landi og sjálfsagt þykir að neyta fisks á Þorláksmessu. Hér er tillaga að góðum saltfisk. Matur 15. desember 2010 06:00
Piparkökulest: Skemmtileg samverustund Margir baka myndakökur og skreyta fyrir jólin. Sumir eru síðan myndarlegri en aðrir, hella sér í stórframkvæmdir og byggja vegleg hús og farartæki. Hrefna Sigurjónsdóttir er ein þeirra. Hún virkjar fjölskylduna til verksins og úr verður gæðastund. Matur 14. desember 2010 06:00
Jól í gamla daga: Bauð góða nótt þegar ég kvaddi Fyrstu jólaminningar Torfa Guðbrandssonar, fyrrverandi skólastjóra, eru frá Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Þar dvaldi hann fimm bernskuár, fjarri foreldrum sínum, og barðist við berkla. Jól 13. desember 2010 00:01
Heimagert konfekt er lostæti Halldór Kr. Sigurðsson, bakari og konditor, sýnir lesendum hvernig steypa á í súkkulaðimót og gefur uppskriftir að þremur fyllingum. Matur 8. desember 2010 06:00
Þrír framandi eftirréttir: Bollywood-döðlur, vitringahringur og palestínskar smákökur Af hverju ekki að breyta út af vana og bjóða upp á framandi eftirrétti um jólin í bland við þjóðlega rétti? Þrír matgæðingar af erlendum uppruna deila uppskriftum sem veita innýn í aðra og spennandi matarmenningu. Matur 30. nóvember 2010 06:00
Jólakaka sem endist út janúar Paul Newton gerir árlega enska jólaköku. Hann byrjar á henni í lok október og vökvar hana með koníaki öðru hverju fram að jólum. Þetta árið byrjaði hann 23. október en hann segir kökuna endast út janúar. Matur 13. nóvember 2010 12:00
Sætar súkkulaðispesíur Þessar Súkkulaðispesíur sendi Guðný Margrét Eyjólfsdóttir, 9 ára, okkur. Jólin 1. janúar 2010 00:01