Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Skreyttur skór í gluggann

Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir er menntaður skóhönnuður úr University of the Arts í London. Hún hefur þó ekki unnið við skóhönnun hér heima, fyrir utan að búa til eitt og eitt víkingapar.

Jólin
Fréttamynd

Kalkúnafylling

Fyllingin er oft vinsælli en fuglinn sjálfur. Hér kemur uppskrift að einni góðri.

Jól
Fréttamynd

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð. Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

Jól
Fréttamynd

Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið

Það færist í vöxt að fjölskyldur og fyrirtæki panti sérskreytta jólaístertur fyrir jólaboðin og jólahlaðborðin. Persónulegar ístertur henta vel á jólahlaðborðið eða í útskriftarveisluna enda er ljúffengur ís kjörinn eftirréttur eftir góða máltíð.

Jólin
Fréttamynd

Séríslenskt ofurúr

Úrafyrirtækið JS Watch afhenti fyrr á árinu sprengjusérfræðingum, köfurum og áhöfnum loftfara armbandsúrið Sif N.A.R.T. Eru úrin ætluð til prófunar hjá Landhelgisgæslunni sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Jólin
Fréttamynd

Mosfellingar gleðjast - myndir

Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð.

Jól
Fréttamynd

Fagrar piparkökur

Stefanía Guðmundsdóttir bakar á hverju ári piparkökur sem eru bæði bragðgóðar og einkar fagrar. Hún deildi leyndarmálinu með lesendum jólablaðs Fréttablaðsins.

Jól
Fréttamynd

Mars smákökur

Hnoðið saman hveiti, möndlur, sykur, smjör og rjóma. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mínútur

Jól
Fréttamynd

Skreytt á skemmtilegan máta

Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér.

Jól
Fréttamynd

Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum

Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju.

Jól
Fréttamynd

Piparkökuhús

Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað.

Jól
Fréttamynd

Jólatré Gaultiers

Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van

Jólin
Fréttamynd

Ekki jól án jólakökunnar

Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku.

Jólin
Fréttamynd

Magni: Gömul jólalög kveikja í mér

„Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.

Jól
Fréttamynd

Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg. Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég. Meðfylgjandi má skoða augnablíkin, sem Hallgrímur Guðmundsson, fangaði á tónleikunum.

Jól
Fréttamynd

Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja

„Ég klæði mig í ullina og fer í rómantískan göngutúr um miðbæinn," segir Védís Hervör Árnadóttir tónlistarkona, sem eignaðist sitt fyrsta barn, dreng, 14. júlí síðastliðinn, aðspurð út í undirbúning jólanna. „Aðalhefðin hefur þó verið prófatörn, tónlistargjörningar og handavinna. Ég er meira skapandi á þessum árstíma en venjulega. Ég mála, sauma út og prjóna jólagjafir og ég er nú þegar byrjuð á jólagjöfunum fyrir þessi jól," segir hún. „Smákökubakstur með mömmu og systur minni er að festa sig í sessi, og svo hefðbundnir endurfundir innan stórfjölskyldunnar sem tvístrast út um allt yfir árið." Hvað kemur þér í jólaskap? „Hreindýraundirföt mannsins míns," svarar Védís brosandi áður en kvatt er.-elly@365.is

Jól
Fréttamynd

Kata Júl: Mandarínur og Last Christmas með Wham

„Við mæðgin bíðum alltaf spennt eftir því að skreyta þann fyrsta í aðventu," svarar Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra aðspurð út í jólaundirbúninginn hjá henni. „Þá gerum við allt mjög hátíðlegt hjá okkur með mikið af rauðum seríum og fyllum heimilið af rauðum ilmkertum." „Við reynum síðan að eyða góðum tíma saman þar sem kveikt er á einhverjum tugum kerta í einu, drukkið jólaöl, borðaðar piparkökur, hlustað á gömul og ný íslensk jólalög eða horft á góða mynd."

Jól
Fréttamynd

Búlgarskt morgunbrauð

Syndsamlega gott búlgarskt morgunbrauð frá Guðrúnu Helgu í Sofiu. Uppálagt á annan í jólum með bolla af sterku kaffi.

Jól