Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu 1. nóvember 2011 00:01 „Við höfum alltaf búið til jól á hvaða stað sem við erum, en nauðsynlegast er að vera saman,“ segir Sigurjóna, hér í bakstrinum ásamt Kristjáni. Fréttablaðið/GVA Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson bjuggu í mörg ár á Ítalíu. Sigurjóna segir jólahefðir þar í landi mjög frábrugðnar þeim íslensku en að ítalskir vinir þeirra hafi hrifist af mörgu því sem fjölskyldan gerði fyrir jólin. Til dæmis að baka smákökur, skera út laufabrauð og kveikja á kertum í skammdeginu. Jólahald á Ítalíu er mjög ólíkt því íslenska," segir Sigurjóna en þau Kristján bjuggu lengst af í litlum bæ á Norður-Ítalíu. „Í byrjun desember var sett upp jólaskraut í verslunum og ég man að þegar byrjaði að dimma var kveikt á jólaljósum og lykt af kaffi og jólagroggi blandaðist þokunni í bænum og reykjarlykt frá arineldum," lýsir Sigurjóna og brosir að minningunni. Á Ítalíu kemur Santa Lucia með gjafir fyrir börnin í byrjun desember að sögn Sigurjónu en vegna þessa siðar er minna um gjafir á aðfangadag. „Þá gefur maður aðeins sínum allra nánustu og þá yfirleitt nytsamar gafir," segir hún og lýsir að ítalskir vinir þeirra hafi orðið hrifnir af íslenskum jólasiðum. „Á Íslandi eru menn duglegir að baka en á Ítalíu er aðalmálið að kaupa jólakökur hjá ákveðnum bakaríum sem eru sérhæfð í sætindum. Þær pantar maður í ágúst og sækir í desember og þarf jafnvel að keyra langar leiðir til að nálgast þær," segir Sigurjóna en helsta jólakaka Ítala er nokkurs konar brauð sem kallast Panettone. „Á aðfangadag er borðaður fiskur, á jóladag er borðað tortellini í kjötseyði og svo er endað með jólaköku og kampavíni." Sigurjóna vildi halda í sínar íslensku jólahefðir og bakaði til dæmis jólakökur. „Vinum okkar fannst magnað að koma inn í húsið og finna ilminn af jólum," segir hún en lítið er bakað fyrir jólin á Ítalíu. „Svo gerðum við alltaf laufabrauð á Þorláksmessu. Þá var skellt í jólaglögg og hópurinn fór sístækkaði sem vildi vera með," segir Sigurjóna, sem oft kveikti á kertum þegar dimma fór í desember. „Vinkonur mínar spurðu fyrst hvort einhver væri dáinn," segir hún og hlær. „Við höfum alltaf búið til jól á hvaða stað sem við erum," segir Sigurjóna og lýsir jólum í Palermo. „Þar var 18 stiga hiti allan daginn og þótt jólaskraut héngi út um allt var aldrei kveikt á því og ekkert sem minnti á að jólin væru að koma. Unglingarnir okkar, Barbara og Ingvar, komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur í pínulítilli íbúð. Rétt fyrir aðfangadag fundum við grenigrein sem við skreyttum og settum pakkana undir, og svo elduðum við mat á tveimur hellum. Fyrir okkur öll voru þetta ein minnisstæðustu jól sem við höfum upplifað. Maður gerði sér grein fyrir því hvað þarf lítið til að eiga yndislega stund saman. Það sem skiptir mestu máli á jólunum er að vera með þeim sem manni þykir vænt um." „Við höfum alltaf búið til jól á hvaða stað sem við erum, en nauðsynlegast er að vera saman," segir Sigurjóna og gefur Kristjáni að smakka. Hún bakar ávallt nokkrar sortir fyrir jólin. Í uppáhaldi eru mömmukökur, piparkökur og hálfmánar. -sg Jólahald Jólamatur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson bjuggu í mörg ár á Ítalíu. Sigurjóna segir jólahefðir þar í landi mjög frábrugðnar þeim íslensku en að ítalskir vinir þeirra hafi hrifist af mörgu því sem fjölskyldan gerði fyrir jólin. Til dæmis að baka smákökur, skera út laufabrauð og kveikja á kertum í skammdeginu. Jólahald á Ítalíu er mjög ólíkt því íslenska," segir Sigurjóna en þau Kristján bjuggu lengst af í litlum bæ á Norður-Ítalíu. „Í byrjun desember var sett upp jólaskraut í verslunum og ég man að þegar byrjaði að dimma var kveikt á jólaljósum og lykt af kaffi og jólagroggi blandaðist þokunni í bænum og reykjarlykt frá arineldum," lýsir Sigurjóna og brosir að minningunni. Á Ítalíu kemur Santa Lucia með gjafir fyrir börnin í byrjun desember að sögn Sigurjónu en vegna þessa siðar er minna um gjafir á aðfangadag. „Þá gefur maður aðeins sínum allra nánustu og þá yfirleitt nytsamar gafir," segir hún og lýsir að ítalskir vinir þeirra hafi orðið hrifnir af íslenskum jólasiðum. „Á Íslandi eru menn duglegir að baka en á Ítalíu er aðalmálið að kaupa jólakökur hjá ákveðnum bakaríum sem eru sérhæfð í sætindum. Þær pantar maður í ágúst og sækir í desember og þarf jafnvel að keyra langar leiðir til að nálgast þær," segir Sigurjóna en helsta jólakaka Ítala er nokkurs konar brauð sem kallast Panettone. „Á aðfangadag er borðaður fiskur, á jóladag er borðað tortellini í kjötseyði og svo er endað með jólaköku og kampavíni." Sigurjóna vildi halda í sínar íslensku jólahefðir og bakaði til dæmis jólakökur. „Vinum okkar fannst magnað að koma inn í húsið og finna ilminn af jólum," segir hún en lítið er bakað fyrir jólin á Ítalíu. „Svo gerðum við alltaf laufabrauð á Þorláksmessu. Þá var skellt í jólaglögg og hópurinn fór sístækkaði sem vildi vera með," segir Sigurjóna, sem oft kveikti á kertum þegar dimma fór í desember. „Vinkonur mínar spurðu fyrst hvort einhver væri dáinn," segir hún og hlær. „Við höfum alltaf búið til jól á hvaða stað sem við erum," segir Sigurjóna og lýsir jólum í Palermo. „Þar var 18 stiga hiti allan daginn og þótt jólaskraut héngi út um allt var aldrei kveikt á því og ekkert sem minnti á að jólin væru að koma. Unglingarnir okkar, Barbara og Ingvar, komu í heimsókn og dvöldu hjá okkur í pínulítilli íbúð. Rétt fyrir aðfangadag fundum við grenigrein sem við skreyttum og settum pakkana undir, og svo elduðum við mat á tveimur hellum. Fyrir okkur öll voru þetta ein minnisstæðustu jól sem við höfum upplifað. Maður gerði sér grein fyrir því hvað þarf lítið til að eiga yndislega stund saman. Það sem skiptir mestu máli á jólunum er að vera með þeim sem manni þykir vænt um." „Við höfum alltaf búið til jól á hvaða stað sem við erum, en nauðsynlegast er að vera saman," segir Sigurjóna og gefur Kristjáni að smakka. Hún bakar ávallt nokkrar sortir fyrir jólin. Í uppáhaldi eru mömmukökur, piparkökur og hálfmánar. -sg
Jólahald Jólamatur Mest lesið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Jóladrottningin stal senunni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira