Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Gjörsamlega misheppnaðar jólakortamyndir

Það hefur færst í aukana á liðnum árum að fólk velji að láta fjölskyldumyndir, eða myndir af börnunum sínum fylgja með þegar jólakort eru send. Jasmine Bitles sem skrifar á vefin MoneyMagpie.com hefur tekið saman nokkrar af skelfilegustu myndum sem hægt er að senda af þessu tilefni.

Jólin
Fréttamynd

Gott er að gefa

Gaman er að gefa vinum og ættingjum fallegar jólagjafir sem tengjast áugamálum þeirra og ástríðu. Hér má sjá nokkrar fallegar hugmyndir sem gætu gagnast þér við innkaupin eða hreinlega við að búa til gjöf.

Jólin
Fréttamynd

Psy og Wham saman í jólasmell

Eitt ástsælasta jólalag síðari ára hefur nú verið sett í Gangnam Style-búning. „Eyru þín munu blæða,“ segir í lýsingu um lagið.

Jólin
Fréttamynd

Rafræn jólakort

Það eru ekki allir sem hafa nennu til að handskrifa jólakort til allra ættingja, merkja þau og póstsenda.

Jólin
Fréttamynd

Ljóðið um aðventukertin fjögur

Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“.

Jólin
Fréttamynd

Jólaslys Friðriks

Að undirbúa jólin getur reynst hættulegt í sumum tilfellum eins og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson fékk að reyna á dögunum

Lífið
Fréttamynd

Heklað jólaskraut við Elliðavatn í dag

Kveikt verður á jólatré jólamarkaðsins við Elliðavatn í dag klukkan þrjú. Skreyting jólatrésins er sérstaklega hönnuð og handgerð fyrir jólamarkaðinn við Elliðavatn 2012.

Jólin
Fréttamynd

Svona á að pakka fallega

Systurnar Arndís og Halla Gísladætur lærðu snemma listina að pakka fallega inn en móðir þeirra, Þórdís Baldursdóttir, rak blómabúðina Bæjarblómið á Blönduósi í mörg ár. "Við hjálpuðum oft til við að afgreiða og pakka inn og þá sérstaklega í aðdraganda jólanna," segir Halla.

Jólin
Fréttamynd

Jólatréð skreytt með hjálp stærðfræðinnar

Það getur vafist fyrir mörgum að skreyta jólatréð. Nú hafa stærðfræðingar við háskólann í Sheffield komið til hjálpar og birt jöfnur sem ákvarða fjölda skreytinga, lengd ljósanna og fleira.

Erlent
Fréttamynd

Tilhlökkun á hverjum degi

Ég er mikið jólabarn og finnst dásamlegt að taka jólaskrautið upp úr kössunum. Ég reyni líka að vera snemma í því og njóta aðventunnar í botn.

Jólin
Fréttamynd

Ragnheiðarrauðkál

"Eitt er algjörlega bráðnauðsynlegt á mínum jólum en það er heimatilbúna rauðkálið,“ segir Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, þegar hún er spurð hvort eitthvað megi alls ekki vanta á jólaborðið.

Jólin
Fréttamynd

Jólaís Auðar

Ég og Embla Vigfúsdóttir, samhönnuður minn, höfum rannsakað ís heilmikið og fundið upp á alls konar nýjum bragðtegundum, eins og gúrkusorbet, kruðer-ís og kleinuís.

Jólin
Fréttamynd

Innri friður

Friður er ástand laust við átök. Oftast er þá um stríðsátök að ræða og friður er í þeim skilningi andheiti stríðs.

Jólin
Fréttamynd

Þessi kemur þér í jólagírinn

Neðar í myndskeiði má sjá þegar Mariah Carey söng jólalagið "All I Want For Christmas Is You" í sjónvarpsþættinum "Late Night með Jimmy Fallon" í gærkvöldi. Eins og sjá má var stemningin jólaleg en með Mariuh spiluðu og sungu þáttastjórnandinn Jimmy og The Roots.

Jólin
Fréttamynd

Jólin til forna

Jólasýning Árbæjarsafns hefur verið vel sótt undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni.

Jólin
Fréttamynd

Jólakort er hlý og fögur gjöf

Fallegar, hlýjar og persónulegar jólakveðjur taka jólapökkunum fram," segir Hafrún, sem er kennaranemi og föndrar tækifæriskort fyrir öll lífsins tilefni.

Jólin
Fréttamynd

Dýfist í mjólk - Rúsínukökur ömmu

"Rúsínukökurnar eru í uppáhaldi af því að pabbi heitinn bakaði þær alltaf á jólunum og þær tengjast öllum fallegu minningunum um hann. Að dýfa rúsínuköku í mjólkurglas um miðja nótt yfir Lord of the Rings-maraþoni er algerlega málið,“ segir Svavar Knútur Kristinsson tónlistarmaður um uppáhaldssmákökurnar sínar.

Jólin
Fréttamynd

Fifties-jól

Tískan fer í hringi. Það er alkunna. Sumt skýtur þó upp kollinum oftar en annað og er fifties-tískan, eða tíska sjötta áratugarins, þar á meðal. Væntanlega eru það hinar kvenlegu línur sem heilla.

Jólin
Fréttamynd

Er þetta ljótasta jólatré í heimi? - Íbúar í Brussel brjálaðir

Íbúar í Brussel í Belgíu eru alls ekki sáttir við nýja jólatréð í borginni og hafa yfir 25 þúsund manns skrifað nafn sitt á undskriftarlista þess efnis að tréð verði fjarlægt sem allra fyrst. Jólatréð er heldur ekki venjulegt heldur er þetta einhverskonar nútíma-jólatré. Tréð er 25 metrar á hæð. Þeir sem hafa skrifað nafn sitt á listann vilja fá "alvöru“ jólatré - ekta grenitré.

Erlent
Fréttamynd

Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin

Aðventan er gengin í garð með tilheyrandi jólaboðum og gleði. Fyrir þá sem eru í því að bjóða vinum og vandamönnum heim í glögg og hlaðborð getur verið gaman að skoða fallegar myndir af ólíkum veisluborðum og fá svolítinn innblástur.

Jólin
Fréttamynd

Mömmukökur bestar

„Mér finnst jólin æðisleg og finnst gaman að undirbúa þau. Ég baka allavega fimm til sex sortir af smákökum og stundum fleiri. Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og erfitt að sleppa þessum gömlu góðu," segir Lilja Sólrún.

Jólin
Fréttamynd

Blandaður jólamatur - Gæsabollur og reykt gæsasalat

Yairina Rodriguez, matreiðslumaður á Forréttabarnum, verður hér á Íslandi yfir jólin í annað sinn. Hún er frá Dóminíska lýðveldinu en hefur búið hérna síðastliðin átta ár. "Ég ætla að kynna manninn minn fyrir íslenskum jólamat,“ segir Yairina.

Jólin
Fréttamynd

Innbökuð nautalund á hátíðarborðið

Margir borða nautalund á jólum eða um áramót. Wellington-naut er þekktur veislumatur víða um heim. Gott er að skipuleggja sig vel svo veislan heppnist sem best. Uppskriftin miðast við sex manns.

Jólin
Fréttamynd

Jólatré sótt út í skóg

Ekki eru mörg ár síðan Íslendingar hófu að sækja jólatré sjálfir út í skóg með skipulögðum hætti. Í ár eru tuttugu ár síðan P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota á Íslandi, bauð starfsmönnum sínum að höggva tré í Brynjudal í Hvalfirði.

Jólin