Mömmukökur bestar 4. desember 2012 15:00 Lilja Sólrún bakar mömmukökur fyrir hver jól enda eru þær uppáhaldssmákökurnar hennar. Mamma hennar bakaði þær líka alltaf þegar Lilja Sólrún var lítil.mynd/valli MYND/VALLI Lilja Sólrún Guðmundsdóttir er mikið jólabarn og byrjar að telja niður dagana til jóla í ágúst. Hún bakar að minnsta kosti fimm til sex sortir af smákökum og reynir að vera búin að því áður en aðventan gengur í garð. „Mér finnst jólin æðisleg og finnst gaman að undirbúa þau. Ég baka allavega fimm til sex sortir af smákökum og stundum fleiri. Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og erfitt að sleppa þessum gömlu góðu," segir Lilja Sólrún. Hún byrjar yfirleitt að baka í byrjun nóvember svo allt sé tilbúið þegar aðventan byrjar. „Fjölskyldan nýtur þess svo að borða þær fyrir jólin og við reynum að klára þær áður en hátíðin gengur í garð," segir hún hlæjandi. „Mann langar ekkert í smákökur einmitt um jólin, þá er maður svo saddur af einhverju öðru. Svo er líka gaman að njóta þess að baka í nóvember og hlusta á jólalögin." Uppáhaldssmákökutegundin hennar er mömmukökur og er uppskriftin sem hún notar einmitt fengin frá mömmu hennar. „Mömmukökurnar eru búnar að vera lengi í uppáhaldi. Þær eru góðar og svo voru þær alltaf til þegar ég var lítil, mamma bakaði þær alltaf. Það er hægt að setja matarlit í kremið ef maður vill. Ég geri oftast tvöfalt krem því strákunum finnst best að hafa frekar mikið af því."Mömmukökur125 g smjörlíki125 g sykur250 g síróp1 egg500 g hveiti2 tsk. matarsódi1 tsk. engiferHitið smjörlíki, sykur og síróp í potti og kælið síðan. Hrærið egginu saman við. Sigtið saman hveiti, natrón og engifer. Vætið í með sírópsleginum og hnoðið deigið (í skál eða á borði). Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt.Smjörkremsmjör2 bollar flórsykur1 eggjarauða2 msk. rjómiVanilludroparMatarlitur (ef vill) Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól
Lilja Sólrún Guðmundsdóttir er mikið jólabarn og byrjar að telja niður dagana til jóla í ágúst. Hún bakar að minnsta kosti fimm til sex sortir af smákökum og reynir að vera búin að því áður en aðventan gengur í garð. „Mér finnst jólin æðisleg og finnst gaman að undirbúa þau. Ég baka allavega fimm til sex sortir af smákökum og stundum fleiri. Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt og erfitt að sleppa þessum gömlu góðu," segir Lilja Sólrún. Hún byrjar yfirleitt að baka í byrjun nóvember svo allt sé tilbúið þegar aðventan byrjar. „Fjölskyldan nýtur þess svo að borða þær fyrir jólin og við reynum að klára þær áður en hátíðin gengur í garð," segir hún hlæjandi. „Mann langar ekkert í smákökur einmitt um jólin, þá er maður svo saddur af einhverju öðru. Svo er líka gaman að njóta þess að baka í nóvember og hlusta á jólalögin." Uppáhaldssmákökutegundin hennar er mömmukökur og er uppskriftin sem hún notar einmitt fengin frá mömmu hennar. „Mömmukökurnar eru búnar að vera lengi í uppáhaldi. Þær eru góðar og svo voru þær alltaf til þegar ég var lítil, mamma bakaði þær alltaf. Það er hægt að setja matarlit í kremið ef maður vill. Ég geri oftast tvöfalt krem því strákunum finnst best að hafa frekar mikið af því."Mömmukökur125 g smjörlíki125 g sykur250 g síróp1 egg500 g hveiti2 tsk. matarsódi1 tsk. engiferHitið smjörlíki, sykur og síróp í potti og kælið síðan. Hrærið egginu saman við. Sigtið saman hveiti, natrón og engifer. Vætið í með sírópsleginum og hnoðið deigið (í skál eða á borði). Látið deigið bíða á köldum stað yfir nótt.Smjörkremsmjör2 bollar flórsykur1 eggjarauða2 msk. rjómiVanilludroparMatarlitur (ef vill)
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Gyðingakökur Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Mömmukökur bestar Jólin Gilsbakkaþula Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Lúsíubrauð Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól