Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 15. desember 2022 09:00
Jóladagatal Vísis: Atriði sem lífgar pottþétt upp á jólaboðið 15.desember er runninn upp. Þessi fimmtudagsmorgun var óneitanlega í kaldari kantinum enda sannkölluð kuldatíð gengin í garð. Það þýðir þó ekki að við ætlum að láta deiga síga í Jóladagatali Vísis heldur þvert á móti. Lag dagsins er hin ódauðlega aría Nessun Dorma í stórkostlegum flutningi Kristjáns Jóhannssonar. Jól 15. desember 2022 07:01
Vilhjálmur og Katrín afhjúpa afslappað jólakort Hulunni hefur verið svipt af jólakorti Vilhjálms prins og eiginkonu hans Katrínar. Með þeim á mynd eru börnin þeirra Georg, Karlotta og Lúðvík. Jól 14. desember 2022 14:31
Hágrét á miðju sviðinu eftir tilfinningalegan rússíbana „Undirbúningur er í fullum gangi og gengur mjög vel. Það er fullt af lausum endum sem þarf að græja en þetta er allt að koma heim og saman,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson sem heldur Jülevenner Emmsjé Gauta í næstu viku. Lífið 14. desember 2022 13:09
Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Innlent 14. desember 2022 11:41
„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 14. desember 2022 09:00
Hvaða treyja fer í jólapakkann? | Allt að 60 prósenta munur á milli félaga Tæplega 64 prósenta munur getur verið á kostnaði við að kaupa knattspyrnutreyju íslensks félagsliðs í jólapakkann í ár. Hæsti munur milli treyja hjá sama framleiðanda nemur allt að 27 prósentum. Fótbolti 14. desember 2022 08:00
Jóladagatal Vísis: Langstærsti smellur Þórunnar Antoníu 14. desember er runninn upp. Lag dagsins er stuðsmellur af bestu gerð, tilvalinn með jólatiltektinni eða til að létta lundina í bílnum í jólaumferðinni. Jól 14. desember 2022 07:01
Forsætisráðherra steypir glæpasagnakóngi af stóli Stórtíðindi þessa næst síðasta Bóksölulista fyrir jól eru þau að Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir hafa rutt Arnaldi Indriðasyni úr fyrsta sæti listans. Menning 13. desember 2022 15:59
Bein útsending - Jólatónleikar Fíladelfíu hefjast kl 21 Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu hefjast klukkan 21 í kvöld í hátíðarsal kirkjunnar við Hátún 2. Tónleikunum verður streymt beint hér á Vísi. Lífið samstarf 13. desember 2022 13:00
Jólagjafirnar sem munu slá í gegn hjá henni Jólagjöfin hennar leynist í Vogue fyrir heimilið þar sem allar hillur svigna undan fallegum vörum. Við tókum saman nokkrar vinsælar gjafir sem munu slá í gegn hjá kærustum, eiginkonum, mömmum, ömmum, frænkum, systrum og vinkonum og örugglega miklu fleirum á aðfangadagskvöld. Lífið samstarf 13. desember 2022 09:17
Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 13. desember 2022 09:01
Eldvarnir í dagsins önn Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks. Skoðun 13. desember 2022 08:01
Jóladagatal Vísis: Skólarappið sem verður aldrei þreytt Lag dagsins er mögulega ekki sérstaklega jólalegt, en það er allt í lagi því það hefur svo margt annað sem vegur upp á móti því. Það er varla til sá Íslendingur sem ekki hefur á einhverjum tímapunkti dillað sér við þetta lag, hið eina sanna Skólarapp. Jól 13. desember 2022 07:00
Geggjað jólaskreytt 45 metra mastur á Hvolsvelli Ef einhvers staðar er hægt að tala um risa jólaskreytingu í ár, þá er það á Hvolsvelli því þar er búið að setja jólaseríur upp í fjörutíu og fimm metra hæð á símamastri, sem þar stendur. Rúmlega kílómetri af blikkandi seríum er á mastrinu. Lífið 12. desember 2022 21:04
„Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár“ „Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað.“ Lífið 12. desember 2022 19:32
Jólatónleikar Fíladelfíu ómissandi hluti aðventunnar Jólatónleikar Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu fara fram annað kvöld. Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Fíladelfíu segir tónleikana löngu orðna fastan lið í jólahaldi margra Íslendinga. Beint streymi verður frá tónleikunum hér á Vísi. Lífið samstarf 12. desember 2022 16:17
Leit hafin að best skreytta húsinu á Íslandi Íslendingar eru duglegir að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel. Nú styttist í jólin og Vísir hefur sett af stað sérstaka jólaskreytingarkeppni. Jól 12. desember 2022 15:30
Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu. Skoðun 12. desember 2022 12:32
Glowup flytur og vöruúrvalið eykst Verslunin Glowup selur snyrtivörur fyrir húð og hár ásamt förðunarvörum og býður frábært úrval af brúnkuvörum. Glowup byrjaði sem netverslun í september 2019 og rúmu ári síðar var opnuð verslun á Strandgötu 32 í Hafnarfirði. Nú flytur verslunin sig um set og opnar á nýju ári á Strandgötu 19. Lífið samstarf 12. desember 2022 11:00
Stjörnulífið: Jólaundirbúningur, kvikmyndaverðlaun og rómantík í desember Jólaundirbúningur setti sinn svip á vikuna sem leið. Þá fylltist Harpa af prúðbúnum gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem að þessu sinni voru afhent á Íslandi. Lífið 12. desember 2022 10:31
„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 12. desember 2022 09:00
Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi „Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac. Lífið samstarf 12. desember 2022 08:49
Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. Jól 12. desember 2022 07:00
Þveröfug þróun hvað jólapóstinn varðar í Ásmundarsal Pósthúsum og bréfasendingum hefur fækkað undanfarin ár en fyrir þessi jól hefur orðið þveröfug þróun í Ásmundarsal. Þar hefur Pósturinn opnað pósthús sem hluta af árlegri jólasýningu salarins. Jólapósthúsið sendir gesti aftur í tímann með leikmynd og ljósum og þaðan er líka hægt að senda jólakort hvert á land sem er. Lífið 11. desember 2022 21:44
Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jól 11. desember 2022 09:00
Gleðileg venjuleg jól!!! Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Skoðun 11. desember 2022 08:31
Jóladagatal Vísis: Hlýtt í hjartað eftir flutning Ragga Bjarna og Eyþórs Inga Kæru lesendur. 11 desember er runninn upp og hér erum við mætt með lag dagsins sem gefur hlýtt í hjartað. Hér má sjá einstakan flutning vinanna Ragga Bjarna og Eyþórs Inga á laginu Froðan eftir Geira Sæm og Þorvald Davíð. Jól 11. desember 2022 07:01
Synt í kringum einiberjarunn í Þingvallavatni Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. Innlent 10. desember 2022 22:01
Jólalestin fer sinn árlega hring í dag Jólalest Coca-Cola leggur af stað klukkan 17 í dag. Lestin er á leiðinni í sinn 27. hring um höfuðborgarsvæðið en hægt verður að fylgjast með hvar hún er í rauntíma í gegnum nýja vefsíðu. Jól 10. desember 2022 14:54
Fékk verstu jólagjöfina frá alheiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í algjöru móki“ Jól