Gleðileg venjuleg jól!!! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 11. desember 2022 08:31 Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Heilsa Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Ert þú kona sem hugsar oft: nú kem ég mér í mitt besta form? Ert viss um að þú verðir í þínu besta formi um jólin? Næsta sumar? Á stórafmælinu? Ég er svoleiðis kona! Fæstar erum við afreksíþróttakonur og þar af leiðandi erum við fæstar með sixpack. Fæstar mæður hafa tíma til að fara í ræktina tvisvar á dag. Við þurfum kolvetni til að geta hugsað og verið skemmtilegar. Er ekki betra að vera skemmtilegur en að vera með sixpack? Það eina sem skiptir máli er að líkaminn okkar geti gert það sem okkur langar til. Ef það er eitthvað sem hann ræður ekki við þá þarf að leggja það á sig að æfa sig. Fertug kona sem hefur aldrei farið í heljarstökk getur það ef hún æfir sig. Hún fær þá kannski sixpack á meðan en það er þá bara bónus. Að geta gengið à fjöll ef mann langar, labbað í bæinn, hjólað í heimsókn til bestu vinkonu sinnar, hoppað à milli steina eða hlaupið á eftir krakka sem er á leiðinni út á götu. Að geta gert það sem mann langar til! Sandro Botticelli, The Birth of Venus (c. 1484–1486) Ég ólst upp við þessa mynd af Venus heima hjá ömmu litlu. Venus er ekki feit á þessari mynd, fjarri því, en hún er vaxin eins og kona. Líklega með örlítið lafandi rass og líklega ekki kúlulaga. Sætur strákur sagði mér að ég væri með sápukúlurass þegar ég var í 8. bekk. Það er liðin tíð. Það búa nefnilega mjög margar hnébeygjur á bak við hvern kúlurass og ég efast um að Venus hafi verið að hamast í einhverjum hnébeygjum. Hún var líklega bara að éta ólífur og drekka geitamjólk. Venus er gullfalleg kona án þess að líta út eins og afreksíþróttakona, ekki með sixpack eða með fituprósentu undir 5%. Afreksíþróttakonur eru gullfallegar líka, við getum bara ekki allar litið þannig út. Það er vinnan þeirra að geta afrekað í sinni íþrótt og þess vegna eru þær vöðvastæltar. Ég er alveg mjó en mjúk. Mjó og mjúk. Fullkomin eins og Venus. Ég ætlaði að vera í besta formi lífs míns á fertugsafmælinu í febrúar. Það mun nást því ég ætla að vera í besta formi lífs míns sem venjuleg kona, tveggja barna móðir og skemmtileg án þess að vera með sixpack. Ég ætla að vera Venus og hylja á mér píkuna með síðri hárkollu því ég asnaðist til að klippa af mér allt hárið sem var hluti af einhverri hreinsun og nýju upphafi. Það eina sem þarf er að passa kólesterólið, blóðsykurinn, hjartað og gleðina. Sykurinn og saltið. Borða fyrir sálina og halda sér í því formi sem gerir líkamanum kleift til að gera það sem okkur dreymir um. Mjó og mjúk. Feit og mjúk. Stælt og stinn. Stinn og mjúk. Ég elska þig venjulega kona! Ef þú kemst ekki í kjólinn fyrir jólin finndu þér þá fallegan stóran kjól! Sem passar! Settu svo á þig bleikan eða rauðan og segðu við sjálfa þig: DJÖFULL ER ÉG VENJULEG OG SÆT!!! Eigum við að vera svolítið venjulegar þessi jólin? GLEÐILEG VENJULEG JÓL!!! Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun