Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Guðni liggur undir feldi en Jón Rúnar hefur ekki á­huga

Ljóst er að kosið verður um nýjan for­mann Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands á næsta ári. Íþróttadeild Vísis fór á stúfana og kannaði lands­lagið hjá ein­stak­lingum sem hafa verið orðaðir við for­manns­fram­boð hjá KSÍ eða verið í um­­ræðunni í tengslum við em­bættið undan­farin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hver á að vera næsti for­maður KSÍ?

Vanda Sigurgeirsdóttir tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. Það er því mjög líklegt að það verði formannsslagur fyrir komandi þing enda mjög eftirsótt embætti. En hver á að setjast í formannsstólinn?

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Auð­vitað er pressa, eftir­vænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“

Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Gregg Ryder að taka við KR

Gregg Ryder, fyrrverandi aðstoðarþjálfari ÍBV, þjálfari Þróttar Reykjavíkur og Þór Akureyrar, mun stýra KR í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rúnar nýr þjálfari Framara

Rúnar Kristinsson er tekinn við sem þjálfari Fram í Bestu deild karla í fótbolta og hann var því ekki lengi að finna sér nýtt starf eftir að hann hætti óvænt með KR í haust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ragnar Sigurðs­son gæti snúið aftur til Rúss­lands

Það virðist næsta öruggt að Ragnar Sigurðsson verði ekki áfram þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Samningur hans er runninn út og Fram hefur gefið út að Rúnar Kristinsson sé efstur á blaði. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið til Rússlands.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjarni Jóhannsson snúinn aftur í þjálfun

Bjarni Jóhannsson hefur ákveðið að snúa aftur í þjálfun og samdi við Selfoss þar sem hann mun stýra karlaliði félagsins til næstu tveggja ára. Verkefnið sem bíður hans er stórt, en liðið féll niður úr Lengjudeildinni í sumar og mun spila í 2. deild á næsta tímabili. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Andri Rúnar snýr heim

Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason mun spila með Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Þessu greindi félagið frá í kvöld.

Íslenski boltinn