„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 17:45 Andri Rúnar Bjarnason sneri aftur heim til Vestra frá Val. skjáskot / vestri Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. „Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.” Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.”
Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti