„Geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. apríl 2024 17:45 Andri Rúnar Bjarnason sneri aftur heim til Vestra frá Val. skjáskot / vestri Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Vestra, var í skýjunum eftir að Vestri náði í sinn fyrsta sigur í sögunni í efstu deild. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma. „Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.” Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Mér líður bara helvíti vel. Þetta var sanngjarn sigur fannst mér og geðveikt fyrir félagið að fá fyrsta sigurinn núna og brjóta ísinn.” Andri er uppalinn fyrir vestan og hefur því dreymt lengi um að Vestri spili í efstu deild og vinni sinn fyrsta leik á því sviði. „Það er gott að klára það af og nú getum við bara einbeitt okkur að því að halda áfram að spila fótbolta og njóta.” Það skein sjálfstraustið og samheldnin í Vestra liðinu sem skilaði sér heldur betur í dag. „Það er bara eins og þú segir, þetta er það sem við stöndum fyrir, Vestri, það er góð liðsheild, við erum allir að hlaupa fyrir alla, við erum að berjast fyrir hvorn annan og við ætlum ekki að vera lið sem verður auðvelt að spila við eða eitthvað í þá áttina þannig ég held að það hafi sést í dag að við mættum bara allir til leiks.” Andri Rúnar var í byrjunarliðinu í dag eftir að hafa verið að glíma við smávægileg meiðsli. „Mjög gott að vera búinn að ná að koma svona mínútum í bankann. Ég var óheppinn úti í æfingaferðinni og tognaði þar þannig þetta er svona allt á réttri leið og ég er mjög sáttur með hvar ég stend í dag.” Vestri spilar sinn fyrsta heimaleik í næstu umferð gegn HK en sá leikur þarf að fara fram í Reykjavík sökum aðstöðuleysis á Ísafirði. „Það verður skrítið en það er bara algjörlega úr okkar höndum. Það er búið að snjóa eins og ég veit ekki hvað í allan vetur og bara aðstæður sem við ráðum ekki við og það var enginnn sem hefði getað sagt okkur hvernig það var. Við getum í rauninni ekki hugsað neitt um það þannig það er bara fljúga suður og spila á Laugardalsvellinum, gervigrasinu (Avis vellinum, heimavelli Þróttar), það er bara heimaleikurinn okkar næstu helgi.”
Besta deild karla Vestri KA Tengdar fréttir „Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Maður getur ekki tekið annað en jákvæðni og gleði út úr þessu” Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gat ekki annað en verið ánægður eftir fyrsta sigur Vestra í efstu deild er liðið vann 1-0 útisigur gegn KA. Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma og úr varð mikill fögnuður. 21. apríl 2024 16:58