„Þú veist alveg svarið við þessu“ Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir hvort HK hefði átt að fá vítaspyrnu, eða vítaspyrnur, gegn Vestra þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 19:55
Víkingar bjóða Grindvíkingum í Víkina á morgun Alveg eins og Blikarnir gerðu í körfuboltanum í vetur þá ætla Víkingar að aðstoða Grindvíkinga með aðstöðu í fótboltanum í sumar. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 15:52
Félögin sömdu um að banna Sigurbergi að spila Sigurbergur Áki Jörundsson fékk ekki tækifæri til að láta ljós sitt skína með Fylki gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna samkomulags á milli félaganna þar að lútandi. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 15:21
Gáttaðar á því að fyrirliði Víkings var settur á bekkinn Víkingskonur eru þegar búnir að missa einn fyrirliða frá sér á vormánuðunum þegar Nadía Atladóttir fór í Val og í annarri umferð Bestu deildarinnar var fyrirliði liðsns settur á varamannabekkinn. Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum voru gáttaðir á þessu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 14:00
Guy Smit sendir frá sér afsökunarbeiðni Guy Smit, markvörður KR, hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna framkomu sinnar eftir leik KR og Breiðabliks á sunnudagskvöldið. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 13:06
Keflavík og Aftureldingu spáð sigri í Lengjudeildunum Það styttist í að boltinn byrji að rúlla í Lengjudeildunum í knattspyrnu og í dag fór kynningarfundur deildanna fram. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 12:30
Bara Eiður Smári og Bjargvætturinn höfðu skorað fyrir sextán ára afmælið Viktor Bjarki Daðason varð í gær þriðji yngsti leikmaðurinn til að skora í efstu deild karla á Íslandi frá upphafi og setti um leið nýtt félagsmet hjá Fram. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 12:01
Sjáðu ungar hetjur bjarga Fram og Stjörnunni Hinn 15 ára gamli Viktor Bjarki Daðason reyndist hetja leiksins þegar Fram gerði 1-1 jafntefli við stjörnum prýtt lið Vals á Hlíðarenda í gær, og Stjarnan vann dramatískan sigur á Fylki. Mörkin úr leikjunum má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 11:27
Hundfúll og ýtti ungum KR-krökkum frá sér: „Ekki fallegt að sjá“ Hollenski markvörðurinn Guy Smit gekk hundfúll af velli eftir tap KR gegn Breiðabliki á sunnudagskvöld, og bandaði frá sér ungum KR-ingum sem vildu þó aðeins fá að gefa honum spaðafimmu. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 11:01
Valur sýndi Berglindi meiri áhuga en Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir samdi við Bestu deildar lið Vals á dögunum og iðar í skinninu yfir því að snúa aftur inn á völlinn eftir barnsburð. Hún stefnir á titla sem og endurkomu í landsliðið. Eftir að hafa raðað inn mörkum fyrir Breiðablik á sínum tíma er Berglind mætt á Hlíðarenda. Valur sýndi henni einfaldlega meiri áhuga en Breiðablik. Íslenski boltinn 30. apríl 2024 09:32
„Við eigum að geta varist föstum leikatriðum“ Valsmenn töpuðu dýrmætum stigum í kvöld á N1-vellinum í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðið mætti Fram og endaði leikurinn jafn, 1-1, en Framarar jöfnuðu leikinn á 90. mínútu. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum niðurlútur eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 22:05
„Það er mikill efniviður í Fram“ Leikmenn Fram gáfust ekki upp á móti Val í 4. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fram jafnaði leikinn á 90. mínútu og endaði leikurinn 1-1. Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ánægður með baráttu sinna manna undir lok leiks. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 21:05
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Fram 1-1 | Ungir Framarar halda áfram að stela senunni Fram nældi í stig á Hlíðarenda í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Það var táningurinn Viktor Bjarki Daðason sem skoraði á 90. mínútu og sá til þess að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 20:05
Uppgjör og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-1 | Stjörnumenn stálu öllum stigunum Stjarnan náði að stela öllum stigunum sem í boði voru í Árbænum. Varamaðurinn Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetjan. Leikurinn hafði verið í járnum í 92 mínútur. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 18:30
„Nú verður Edda brjáluð þegar ég hitti hana næst“ Breiðablikskonur sitja í efsta sæti Bestu deildar kvenna eftir tvo 3-0 sigra í fyrstu tveimur umferðunum. Sex stig og markatalan 6-0. Bestu mörkin ræddu þessa byrjun Blikaliðsins og staðan segir ekki allt. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 13:30
Áfall fyrir Vestra: Eiður Aron brotinn og lengi frá Nýliðar Vestra í Bestu deildinni í fótbolta urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að miðvörðurinn reynslumikli, Eiður Aron Sigurbjörnsson væri ristarbrotinn og yrði frá í allt að tólf vikur. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 12:49
Fyrstir í sautján ár til að vinna fjóra fyrstu leikina tvö ár í röð Arnar Gunnlaugsson hefur upplifað það bæði sem leikmaður og þjálfari sem mjög fáir hafa upplifað í sögu íslenska fótboltans. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 12:30
Tvær skráðar með sama númer á skýrslu og sú rétta fékk ekki markið Það er því miður gömul saga og ný að ekki sé ekki gengið frá leikskýrslum Bestu deildar kvenna með réttum hætti. Enn eitt dæmið er úr leik Vals og Þór/KA í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 12:01
Saman á ný eftir súrrealískan dag: „Við erum eins og lím við hvorn annan“ Fótboltamaðurinn Hörður Ingi Gunnarsson segir síðastliðinn miðvikudag hafa verið „súrrealískan“. Hann hugðist þá spila bikarleik við Val um kvöldið en endaði sem leikmaður félagsins, og varð um leið liðsfélagi leikmanns sem hann þekkir afar vel. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 11:01
Sjáðu dramatíkina í fyrsta grasleiknum á KR-vellinum og öll hin mörkin Fjórum leikjum af sex í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta er lokið en umferðin klárast síðan í kvöld. Nú má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 29. apríl 2024 09:31
„Mér leið eins og ég væri í Keanu Reeves mynd“ Eyþór Aron Wöhler kom inn sem varamaður KR í 2-3 tapi gegn Breiðabliki í kvöld. Hann sagði gaman að etja kappi við gamla liðsfélaga en leið á tímapunkti eins og hann væri staddur í ofbeldisfullri bíómynd. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 22:27
„Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð“ Guy Smit, markvörður KR, axlar fulla ábyrgð á mistökum sínum í þriðja marki Breiðabliks en vill meina að annað markið hefði ekki átt að standa. Leiknum lauk með 2-3 sigri Breiðabliks. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 21:47
Uppgjör og viðtöl: KR - Breiðablik 2-3 | Blikar sóttu þrjú stig á grasinu í Vesturbænum Breiðablik er komið á sigurbraut í Bestu deild karla eftir 3-2 sigur á KR á grasinu í Vesturbænum. Breiðablik komst 2-0 yfir seint í síðari hálfleik og virtist vera að sigla sigrinum þægilega í hús en lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 20:30
„Veit ekki af hverju ég ætti að vera að láta mig detta“ Ari Sigurpálsson átti góðan leik þegar Víkingur Reykjavík vann 4-2 heimasigur á KA í Bestu deild karla. Ari bjóst við erfiðum leik sem varð raunin. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 18:45
Uppgjör: Víkingur - KA 4-2 | Ekkert fær meistarana stöðvað Íslandsmeistarar Víkinga eru enn með fullt hús stiga á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 4-2 sigur á KA. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 18:28
Davíð Smári: Ekki okkar besta frammistaða Vestri vann annan leik sinn í röð í Bestu deild karla er liðið tók á móti HK í Laugardalnum, nýjum tímabundnum heimavelli Ísfirðinga. Sigurinn vannst 1-0 fyrir Vestra en það var Benedikt Waren sem skoraði markið sem skilur liðin að. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 17:16
Uppgjör og viðtöl: ÍA-FH 1-2 | FH-ingar sóttu sigur á Skagann Eftir tvo stórsigra í röð tapaði ÍA fyrir FH í Akraneshöllinni, 1-2. Logi Hrafn Róbertsson skoraði sigurmark FH-inga eftir að Kjartan Kári Halldórsson hafði skorað fyrra markið úr aukaspyrnu lengst utan af velli. Er þetta annað langskotið sem Kjartan Kári skorar úr á leiktíðinni. Viktor Jónsson skoraði mark Skagamanna. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 17:05
„Björn Daníel sagði mér að skjóta“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var sáttur í leikslok eftir að lið hans bar sigur úr býtum gegn ÍA í miklum baráttuleik í Bestu deild karla í fótbolta. Lokatölur í Akraneshöllinni 0-1. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 16:55
Uppgjör og viðtöl: Vestri - HK 1-0 | Benedikt tryggði Vestra annan sigurinn í röð Vestri og HK áttust við í áhugaverðri viðureign í dag. Leikurinn var heimaleikur Vestra en fór samt sem áður fram á Avis-vellinum í Laugardal. Ástæðan er sú að heimavöllur Vestra er ekki klár í slaginn. Fyrir leikinn var HK enn án sigurs en með eitt stig eftir þrjár umferðir en Vestri var með þrjú stig eftir að hafa náð í sigur á Akureyri í síðustu umferð. Líkt og þá vann Vestri 1-0 sigur. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 16:35
„Alveg ljóst að fínni blæbrigði knattspyrnurnnar þurfa að víkja“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir leikmenn sína staðráðna í því að bæta fyrir svekkjandi tap fyrir Keflavík í miðri viku þegar liðið sækir KR heim í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó þurfa að aðlaga leikplan liðsins að slæmum grasvelli. Íslenski boltinn 28. apríl 2024 12:02