„Sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði“ Hinrik Wöhler skrifar 26. júlí 2024 20:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fer tómhentur heim af Kópavogsvelli. vísir / anton brink Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var súr og svekktur með tap á móti Breiðabliki í kvöld í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Hann tók þó marga jákvæða punkta úr leiknum í kvöld. „Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn. Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Mér fannst frammistaðan til mikillar fyrirmyndar. Stelpurnar lögðu mikið á sig, mikla vinnu og fylgdu skipulagi vel. Þær voru þéttar og vinnusemin til fyrirmyndar, ekkert út á það að setja. Við töpum þessu á marki eftir horn sem hrekkur af leikmanni og í netið, þetta var súrt.“ „Maður hefur sjaldan hefur verið jafn súr að tapa, Breiðablik er frábært lið og maður ætlast ekki til að koma hingað og ná í sigur en miðað við frammistöðuna í dag finnst mér við eiga eitthvað skilið út úr þessum leik,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Eina mark leiksins kom í upphafi leiks og kom það úr hornspyrnu. Ásta Eir Árnadóttir kom boltanum í netið en á leiðinni hafði boltinn viðkomu í varnarmanni Fylkis og breytti um stefnu. „Að fá sig svona mark er súrt. Þær fengu auðvitað sín móment og færi líka en við vorum að verjast vel og halda skipulagi. Við fengum líka okkar móment líka til að setja mark á þér. Við erum að spila á móti besta liðinu og þær eru byrjaðar að tefja eftir 70 mínútur, eitthvað vorum við að gera vel og skapa skjálfta hjá þeim.“ „Við færðum okkur enn ofar þegar leið á leikinn en vildum ekki opna okkur of mikið, það skiptir líka máli í þeirri baráttu sem við erum í. Ég hef sjaldan verið jafn súr og svekktur að tapa leik á móti toppliði,“ sagði Gunnar. Fylkir náði langþráðum sigri í síðustu umferð þegar liðið sigraði Tindastól og var það annar sigurleikur liðsins á tímabilinu. Liðið situr í 9. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem situr í neðsta sæti. „Mér finnst við hafa stimplað okkur inn í síðasta leik og þessum. Liðsheildin góð og við vinnum vel saman, þær sem koma inn á líka. Þær hafa verið fljótar að komast í taktinn. Þannig klárlega tökum jákvæða punkta úr þessum leik í það sem fram undan er,“ bætti Gunnar við. Félagsskiptaglugginn er opinn í Bestu deild kvenna um þessar mundir en Gunnar býst ekki við miklum sviptingum hjá félaginu. „Við erum með ágætlega stóran hóp. Ef það dettur eitthvað fyrir okkur þá getur vel verið að við skoðum það. Við erum ekki að leita erlendis eða eitthvað svoleiðis, bara eitthvað sem hér á landi en annars erum við nokkuð sátt með hópinn. Þetta eru flottar stelpur og aðrar að stíga til baka úr meiðslum. Við sjáum bara til ef eitthvað óvænt kemur upp,“ sagði Gunnar að lokum um félagsskiptamarkaðinn.
Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira