„Erum andandi ofan í hálsmálið á þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 12:30 Fanndis Friðriksdóttir Vísir/Anton Brink „Það er alltaf gaman að fara út á land og spila. Það leggst vel í okkur. Vonandi komum við heim með þrjú stig,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals. Valskonur eru á leið á Sauðárkrók þar sem þær mæta Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Anton tekur við kvennaliði Vals Handbolti Fleiri fréttir Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Sjá meira
Valur marði síðasta leik gegn Keflavík á laugardag, 2-1. Sjálfsmark gestanna í uppbótartíma tryggði Valskonum sigurinn. Valur lá hressilega á Keflavíkurliðinu frá upphafi til enda og Fanndís býst við keimlíkum leik á Króknum í kvöld. „Við þurfum að vera vel vakandi til baka, þær geta refsað með einni skyndisókn, eins og við lentum í í síðasta leik. Við áttum náttúrulega að vera löngu búnar að skora á móti Keflavík, en það er eins og það er. Ég býst við svipuðum leik. Þær vilja líklega verja markið sitt og þétta raðirnar. Við þurfum að finna leiðir í gegnum það,“ segir Fanndís. Valur var með xG upp á tæplega fimm í leik helgarinnar og ótrúlegustu færi sem fóru forgörðum. Fanndís segir aðeins færanýtinguna aðeins hafa verið rædda í gær og að Valskonur ætli að gera betur í þeim efnum í kvöld. „Við fórum aðeins yfir það í gær, hvernig við ætlum að nýta betur færin okkar. Við þurfum að sýna það á eftir, að það hafi gengið vel,“ segir Fanndís. Valur fer á toppinn með sigri í kvöld en liðið er jafnt Breiðabliki að stigum á toppi deildarinnar. Breiðablik er ofar á markatölu en Kópavogskonur eiga ekki leik fyrr en á föstudag. „Við erum andandi ofan í hálsmálið á þeim. Þær eru með betri markatölu en við. Það er vont að misstíga sig í þessari baráttu. En næsti leikur á eftir þessum er Valur – Breiðablik, þannig að við viljum vera með jafnmörg stig, ef ekki fleiri, fyrir þann leik,“ segir Fanndís. Leikur Tindastóls og Vals hefst klukkan 18:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Á sama tíma eigast FH og Stjarnan við í beinni á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík tekur á móti Þór/KA, einnig klukkan 18:00, á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild kvenna Valur Tindastóll Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Formúla 1 City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu Fótbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram Fótbolti Liverpool tapaði í Hollandi hélt þó toppsætinu Fótbolti „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Handbolti Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið Fótbolti Anton tekur við kvennaliði Vals Handbolti Fleiri fréttir Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Sjá meira