Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Fer­tug Fríða er alls ekki hætt

Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, er ekki hætt í fótbolta og hún skoraði í mikilvægum sigri Selfyssinga í Lengjudeildinni í fótbolta í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Karakter að koma til baka“

„Ég er bæði sáttur en líka ósáttur, þetta er blanda af tilfinningum. Ég er ánægður að við sýndum karakter og komum til baka eftir að hafa farið illa að ráði okkar,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni á heimavelli í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrr­verandi þjálfari Gróttu eftir­sóttur

Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.

Íslenski boltinn