Íslenski boltinn

Ómar Björn á­fram í Bestu deildinni

Sindri Sverrisson skrifar
Ómar Björn Stefánsson með ÍA-treyjuna á Akranesi.
Ómar Björn Stefánsson með ÍA-treyjuna á Akranesi. ÍA/Jón Gautur Hannesson

Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta.

Ómar Björn kemur til ÍA frá Fylki en þetta tilkynntu Skagamann í dag, þó að enn séu tvær umferðir eftir af deildinni. Örlög Fylkismanna eru hins vegar ráðin og munu þeir spila í Lengjudeildinni á næstu leiktíð.

Ómar Björn skoraði tvö mörk í fimmtán leikjum fyrir Fylki í sumar en hefur ekki spilað með liðinu síðan í júlí. Alls hefur þessi tvítugi leikmaður skorað þrjú mörk í 27 leikjum í efstu deild, og tvö mörk í 13 leikjum í næstefstu deild.

„Ómar Björn er öflugur framherji á spennandi aldri. Hann er kröftugur, sterkur og tæknilega góður leikmaður og ég er sannfærður um að hans eiginleikar falli vel að leik Skagaliðsins,“ segir Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna.

„Við höfum lengi fylgst með Ómari og erum bæði stolt og ánægð með að á þessum tímapunkti hafi hann valið ÍA sem næsta skref á hans ferli. Ég hlakka mikið til að vinna með honum,“ segir Jón Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×