Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Leikurinn sem þær þurftu virkilega að vinna

Valur, topplið Pepsi Max deildar kvenna í knattspyrnu, vann góðan 2-1 útisigur á Selfossi í síðustu umferð. Selfyssingar hefðu þurft þrjú stig til að hleypa toppbaráttu deildarinnar í algjört uppnám en Valsliðið náði að sigla heim torsóttum sigri.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hún er svona ekta nía, sníkjudýr í teignum

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er mjög hrifin af Bryndísi Örnu Níelsdóttur, framherja Fylkis. Markið sem Bryndís Arna skoraði í 1-2 tapi Fylkis gegn ÍBV var til umræðu í Pepsi Max Mörkunum og þar fór Margrét Lára fögrum orðum um framherjann unga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag. KR vann 2-0 sigur gegn grönnum sínum í Gróttu og eru nú með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Grindavík og Víkingur skiptu stigunum á milli sín, sem og ÍA og Haukar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kwame Quee með malaríu

Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2| Valur styrkti stöðu sína á toppnum

Það var mikið undir í toppslag kvöldsins. Bæði lið tóku fáar áhættur til að byrja með leiks og var fyrri hálfleikurinn hinn allra rólegasti.Mist Edvardsdóttir kom Val yfir snemma í síðari hálfleik sem kveikti miklu lífi í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir jafnaði leikinn með laglegu marki en Elín Metta Jensen gerði síðan seinna mark Vals sem tryggði þeim 1-2 sigur. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Reynslu­boltinn Beitir og ný­liðinn Árni Marinó magnaðir

Reynsluboltinn Beitir Ólafsson var frábær er KR ríghélt í 2-1 forystu manni færri gegn KA á Dalvíkurvelli í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Þá var nýliðinn Árni Marinó Einarsson grátlega nálægt því að tryggja ÍA stig í Fossvogi. Víkingur tryggði 1-0 sigur með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Íslenski boltinn