Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Ég fer bara sáttur á koddann“

KR gerði jafntefli við FH í þriðju umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Þetta er þriðja jafntefli KR-inga í röð og var Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, þokkalega sáttur með niðurstöðuna í leikslok.

Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“

„Þetta var alvöru liðsheild sem sigldi þessum sigri heim og Vestri með sjö stig eftir þrjá leiki, maður biður nú ekki um mikið meira“ sagði Daði Berg Jónsson eftir að hafa skorað og gefið stoðsendingu í 0-2 sigri Vestra gegn ÍA. Hann er ekkert að pæla í því hvort Víkingar sakni hans.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“

Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vonandi fáum við fulla stúku í dag“

Söguleg stund mun eiga sér stað síðar í dag þegar FHL tekur á móti Val. Verður það í fyrsta sinn sem úrvalsdeildar fótboltaleikur fer fram á Austurlandi síðan 1994, fimm árum áður en elsti leikmaður liðsins fæddist.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vand­ræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og rusla­haugur“

Framkvæmdir við nýjan aðalvöll KR hafa gengið hægar en vonast var til og fyrstu tveir heimaleikir liðsins voru færðir á annan völl. Samkvæmt núverandi plani á sá þriðji að fara fram á nýjum aðalvelli en framkvæmdastjóri félagsins telur það þó ólíklegt. Stefnt er frekar á að vígja völlinn í lok maí eða byrjun júní, en hann slær einnig varnagla við þær dagsetningar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ást­björn missir af næstu leikjum KR

Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram og Þór Ak. á­fram í bikarnum

Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Íslenski boltinn