Neyðarfundur helstu leiðtoga heims hefst á morgun Hugmyndir Pólverja um að NATO-ríki taki að sér friðargæslu í Úkraínu fá dræmar undirtektir fyrir sérstakan leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins í Brussel á morgun. Hundrað þúsund manns eru enn í Mariupol undir stöðugum loftárásum. Kanslari Þýskalands segir Þjóðverja ekki geta hætt skyndilega að kaupa olíu af Rússum. Erlent 23. mars 2022 19:20
Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. Erlent 23. mars 2022 19:00
Andrés Ingi segir rússnesk stjórnvöld „móðgunargjarna brjálæðinga í Kreml“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fékk óvæntan stuðning frá minnihlutanum á þingfundi í dag. Þingmenn úthúðuðu Pútín úr ræðustól þingsins og kölluðu hann ítrekað illvirkja. Þá voru rússnesk sendiráð um víða veröld kölluð falsfréttaveitur. Innlent 23. mars 2022 17:03
Vaktin: Kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim á morgun Sérstakur leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins, G-7 ríkjanna og Evrópusambandsins fer fram í Brussel á morgun en forseti Úkraínu kallar eftir allsherjarmótmælum um allan heim. Þetta sagði Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, í daglegu ávarpi sínu í nótt. Erlent 23. mars 2022 15:10
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. Innlent 23. mars 2022 11:28
Aftur til fortíðar? Skortur og raðir í Rússlandi Refsiaðgerðir bandamanna gegn Rússum eru farnar að bitna á almennum borgurum, sem þurfa nú að greiða töluvert meira fyrir innfluttan varning en áður, ekki síst vegna gengislækkunar rúblunnar. Erlent 23. mars 2022 08:58
Mannúð og friður Ísland er um margt sérstæður staður, við eigum okkur enga eiginlega nágranna, engin landamæri að stærri þjóð sem ógnar öryggi okkar á þann hátt sem fólk á meginlandinu þarf að búa við. Skoðun 23. mars 2022 07:30
Bandaríkjamenn gagnrýna „hættulegt“ tal Rússa um notkun kjarnorkuvopna John Kirby, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins, fordæmdi ummæli talsmanns stjórnvalda í Moskvu á CNN í gær, þar sem hann sagði að kjarnorkuvopnum yrði mögulega beitt ef „tilvistaleg ógn“ steðjaði að Rússum. Erlent 23. mars 2022 06:19
Krefja Sigurð Inga um afsökunarbeiðni vegna ummæla um „illmennin í Kreml“ Rússneska sendiráðið í Reykjavík fer fram á það að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra biðjist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina um „illmennin í Kreml.“ Sendiráðið segist líta á ummæli ráðherrans sem afskipti af innanríkismálum Rússlands og að það sé ekki við hæfi að hann tjái sig um þau mál. Innlent 22. mars 2022 23:58
Viðtal við konu frá Maríupól: Sátu á gólfinu og báðu bænir í sprengjuregni Kona sem flúði Maríupól í Úkraínu, þar sem fólk býr við hryllilegar aðstæður eftir linnulausar árásir Rússa, segir skelfilegt að horfa upp á heimaborg sína sprengda í loft upp. Hún þurfti að sjá um alla matseld við opinn eld undir berum himni eftir að rafmagnslaust varð í borginni. Erlent 22. mars 2022 20:00
Úkraínuforseti kallar rússneska hermenn áróðursþræla Forseti Úkraínu hvetur Vesturlönd til að herða enn á refsiaðgerðum sínum og auka stuðning þeirra við Úkraínu. Hann kallar rússneska hermenn þræla sem skjóti að frjálsu fólki í borgum sem þeir hafi hertekið. Barist er á götum Mariupol þar sem talið er að hersveitir Téténa leggi Rússum lið. Erlent 22. mars 2022 19:21
Segir ekkert eftir af Mariupol og kallar eftir aðgerðum Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði ítalska þingið í dag en hann sagði ekkert eftir af borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um í þrjár vikur. Selenskí sagði rússneskar hersveitir hafa varpað tveimur stórum sprengjum á borgina í dag en mannfall eftir þær árásir liggur ekki fyrir. Að sögn Selenskí vilja rússneskar hersveitir aðeins skilja borgina eftir í rústum. Erlent 22. mars 2022 18:06
Svíar gætu sniðgengið HM ef Rússum og Hvít-Rússum verður ekki bannað að keppa Svíar hafa bæst í hóp þjóða sem hóta að sniðganga HM í sundi í Rúmeníu í sumar ef íþróttafólki frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verður heimilað að keppa þar. Sport 22. mars 2022 17:00
Hernaður Pútíns fjármagnaður af ESB Helztu útflutningstekjur Rússlands koma til vegna sölu á olíu og gasi. Einkum til ríkja Evrópusambandsins. Skoðun 22. mars 2022 15:01
Forsetahjónin settu átak UNICEF „Heimsins bestu foreldrar“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid settu formlega Heimsforeldraátak UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í dag. Innlent 22. mars 2022 14:30
Guterres óttast að stríðið grafi undan baráttu gegn loftslagsbreytingum António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við því að hernaður Rússlands í Úkraínu valdi ekki aðeins verðhækkunum á matvælum og eldsneyti, heldur kunni að setja strik í reikninginn í loftslagsmálum. Hann segir að þróunarríki verði fyrir barðinu á hærri verðbólgu, vatxahækkunum og þyngri skuldabyrði. En afleiðingarnar kunni að vera alvarlegar fyrir alla heimsbyggðina. Heimsmarkmiðin 22. mars 2022 14:01
Vaktin: Von á hertum refsiaðgerðum síðar í vikunni Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur ítrekað ákall sitt eftir viðræðum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta, sem hann segir lykilinn að því að binda enda á stríðið. Fulltrúar Rússlands segja samningaviðræður ekki enn komnar á það stig. Erlent 22. mars 2022 14:00
Ekki sama krafa á Ísland innan NATO og á önnur ríki um hækkun framlaga Forsætis- og utanríkisráðherra segja koma til greina að Íslendingar auki framlög sín til NATO þegar komi að verkefnum eins og vörnum gegn netárásum. Alltaf hafi ríkt skilningur á því innan NATO að framlög Íslendinga taki mið af því að þjóðin hafi engan her. Innlent 22. mars 2022 12:53
Sjá engin ummerki um undiröldu gegn Pútín Vladimír Pútin, forseti Rússlands, getur enn reitt sig á hollustu hinnar pólitísku elítu í Rússlandi. Það er þrátt fyrir fordæmalausar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa í Úkraínu og að innrásin hafi verið fordæmd um mest allan heim. Erlent 22. mars 2022 11:59
Staða ólígarkans sem kjörræðismaður Íslands ekki í hættu Utanríkisráðherra segir ekki standa til að svipta hvítrússeskan ólígarka titli kjörræðissmanns gagnvart Íslandi. Ekkert nýtt hafi komið fram um hans viðskiptahætti eða samband við einræðisherra Hvíta-Rússlands á síðustu dögum. Innlent 22. mars 2022 11:01
UN Women: Dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta Meðal verkefna UN Women í Moldóvu er að dreifa fatnaði, sæmdarsettum og neyðarpökkum til kvenna á flótta og veita þeim fjárhagsaðstoð. Heimsmarkmiðin 22. mars 2022 09:55
Tengja 91 milljarðs króna snekkju við Pútín Glæsisnekkja sem metin er á um 91 milljarð króna og liggur við bryggju á Ítalíu er í eigu Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Það er samkvæmt bandamönnum Alexeis Navalní, pólitísks andstæðings Pútíns sem situr í fangelsi nærri Moskvu. Viðskipti erlent 22. mars 2022 09:43
Úkraínskur læknir tók yfir Instagram reikning David Beckham Einn frægasti knattspyrnumaður allra tíma fann aðra leið til að aðstoða Úkraínumenn í stríðinu því réttar upplýsingar eru ekki síður verðmætar eins og peningarstyrkir og hjálpargögn. Fótbolti 22. mars 2022 09:00
Biden segir Pútín „kominn út í horn“ og hann íhugi notkun efnavopna Falskar ásakanir Rússa um að Úkraína hafi verið að þróa og búi að lífefna- og efnavopnum er „augljóst merki“ um að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hyggist beita slíkum vopnum. Erlent 22. mars 2022 06:30
Íslenskt útgerðarfyrirtæki segir Rússa hafa reynt að fjárkúga sig Útgerðarfyrirtækið Vinnslustöðin segir Rússa hafa reynt að beita sig fjárkúgun í tvígang á síðasta áratug. Fyrirtækið á gott samband við hvítrússneskan ólígarka sem fyrirtækið segir að hafi aðstoðað sig úr vandanum á sínum tíma. Viðskipti innlent 21. mars 2022 23:30
Tveir rússneskir íþróttamenn í langt bann Rússneskur fimleikamaður og rússneskur skákmaður voru í dag dæmdir í langt keppnisbann af alþjóðasamböndum sínum fyrir að sýna Valdimír Pútín stuðning. Sport 21. mars 2022 16:30
Facebook og Instagram lokað í Rússlandi vegna ofstækis Rússneskur dómstóll hefur skipað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, að stöðva starfsemi Facebook og Instagram í Rússlandi án fyrirvara. Í úrskurðinum er vísað til „ofstækisvirkni“ og Meta skilgreint sem ofstækisfélag. Viðskipti erlent 21. mars 2022 14:24
Ólafur Ragnar hafður að háði og spotti á Facebook Fjölmargir hafa stigið fram á Facebook og fordæmt ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi sitjandi forseta Íslands þau sem hann viðhafði um innrás Rússa í Úkraínu í viðtali við Egil Helgason á Ríkissjónvarpinu í gær. Þar talar fólk tæpitungulaust. Innlent 21. mars 2022 13:14
Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. Erlent 21. mars 2022 13:00
Veltir því fyrir sér hvort Ólafur Ragnar afsaki gjörðir Pútíns Prófessor í stjórnmálafræði veltir því fyrir sér hvort að afsökun fyrir gjörðir Pútíns felist í ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, þess efnis að stækkun Atlantshafsbandalagsins hafi leitt til stríðsins í Úkraínu. Innlent 21. mars 2022 12:00