Hættir tímabundið sem rektor og vinnur að heimildamynd í Úkraínu Börkur Gunnarsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, hefur lagt leið sína til Úkraínu í þeim tilgangi að taka upp heimildamynd um þær menningarbreytingar sem nú eiga sér stað í landinu. Menning 7. júlí 2023 09:53
Rússar þræta eins og venjulega fyrir árás á íbúðabyggð Fimm óbreyttir borgarar féllu og 34 særðust í eldflaugaárás Rússa á íbúðabyggð í Lviv í vesturhluta Úkraínu síðast liðna nótt. Rússar fagna því hins vegar að hafa eytt geymslu fyrir brynvarinn faratæki. Erlent 6. júlí 2023 19:21
Segir Prigozhin í Rússlandi Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. Erlent 6. júlí 2023 08:32
Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum. Erlent 5. júlí 2023 20:01
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. Erlent 5. júlí 2023 15:18
Segir Rússland sameinað sem aldrei fyrr Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrti að þjóð sín væri sameinuð sem aldrei fyrr þegar hann ávarpaði fjölþjóðlega ráðstefnu í dag. Sakaði hann vestræn ríki um að gera Úkraínu að óvinveittu ríki sem væri andstæða Rússlands. Erlent 4. júlí 2023 14:11
Hetja Úkraínu eyddi nóttum með ófrískri eiginkonu í neðanjarðarbyrgi Georgiy Sudakov var hetja úkraínska 21 árs landsliðsins sem vann óvæntan sigur á Frökkum í átta liða úrslitum í Evrópukeppni 21 árs landsliða. Fótbolti 4. júlí 2023 10:30
Þrír drónar skotnir niður nærri Moskvu Þrír drónar voru skotnir niður í Rússlandi í nótt, tveir nærri Moskvu og einn í Kaluga-héraði. Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Tass voru drónarnir allir á leið í átt að höfuðborginni, á mismunandi tíma. Erlent 4. júlí 2023 06:55
Sendiherrann sagður farinn úr landi Rússneski sendiherrann á Íslandi er sagður farinn úr landi. Íslensk stjórnvöld mæltust til þess að sendiherrann færi heim þegar þau ákváðu að loka íslenska sendiráðinu í Moskvu í síðasta mánuði. Innlent 3. júlí 2023 11:25
Rússar viðurkenna að hafa flutt um 700.000 börn frá Úkraínu Rússar hafa viðurkennt að hafa flutt 700 þúsund börn frá Úkraínu og til Rússlands frá því að innrásin hófst. Þeir segja um að ræða aðgerðir til að vernda munaðarleysingja og börn sem hafa verið yfirgefin á átakasvæðum. Erlent 3. júlí 2023 06:41
Segir Rússa hugsanlega ætla að sprengja kjarnorkuver Úkraínuforseti segir að Rússar gætu verið að undirbúa sig fyrir það að sprengja Zaporizhzhia-kjarnorkuverið, stærsta kjarnorkuver Evrópu. Erlent 2. júlí 2023 09:40
„Þetta eru ekki atvinnuhermenn eins og maður sér í bíómyndum“ Sérfræðingar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þjálfa úkraínska hermenn í bráðameðferð fyrir vígvellina. Deildarstjóri segir fyrstu mínúturnar skipta mestu máli svo fólki blæði ekki út. Innlent 1. júlí 2023 08:01
Bandaríkjamenn íhuga að senda klasasprengjur en Ungverjar taka í bremsuna Bandaríkjamenn eru nú sagðir íhuga alvarlega að senda Úkraínumönnum klasasprengjur, til notkunar í gagnsókn þeirra gegn Rússum. Frá þessu greina miðlar vestanhafs. Erlent 30. júní 2023 07:09
Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn. Erlent 29. júní 2023 11:20
Meintur flugumaður Rússa handtekinn í Kramatorsk Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að meintur njósnari fyrir Rússa sem sagður er hafa aðstoðað við mannskæða árás í borginni Kramatorsk verði ákærður fyrir landráð. Erlent 29. júní 2023 09:55
Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni. Erlent 28. júní 2023 19:46
Sendiherrann pakkar saman og kveður Moskvu Árni Þór Sigurðsson, sem gegnt hefur embætti sendiherra Íslands í Moskvu síðustu misserin, hefur tekið saman föggur sínar og kvatt rússnesku höfuðborgina. Innlent 28. júní 2023 13:58
Telja hershöfðingja hafa vitað af áformum Prigozhin Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin. Erlent 28. júní 2023 11:43
Aðildarríkin vilja Stoltenberg áfram en hann virðist tregur til Öll aðildarríki Atlantshafsbandalagsins eru sögð hafa verið sammála um að fara þess á leit við Jens Stoltenberg að hann verði áfram framkvæmdastjóri bandalagsins. Erlent 28. júní 2023 11:14
Þrjú börn meðal tíu látinna eftir árás Rússa á Kramatorsk Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir árás Rússa á Kramatorsk í gær, þeirra á meðal þrjú börn. Sextíu eru sagðir særðir og þá var þremur bjargað undan húsarústum. Erlent 28. júní 2023 10:37
Minnst tveir fórust og 22 særðust þegar flugskeyti hæfðu þéttsetið veitingasvæði Minnst tveir fórust og 22 særðust þegar rússnesk flugskeyti hæfðu þéttsetið veitingahúsasvæði í austurhluta borgarinnar Kramatorsk í Úkraínu, að sögn þarlendra yfirvalda. Erlent 27. júní 2023 18:38
Marabou og Daim mun hverfa úr hillum IKEA Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hyggst taka vörur frá súkkulaðirisanum Mondelez úr sölu. Fyrirtækið er enn með umsvifamikla starfsemi í Rússlandi og greiðir skatta til rússneska ríkisins. Neytendur 27. júní 2023 16:31
Prigozhin kominn á áfangastað Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina. Erlent 27. júní 2023 16:28
Fella niður rannsókn á „svikaranum“ Prigozhin og Wagner Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn. Erlent 27. júní 2023 11:00
„Vopnuð uppreisn hefði verið kæfð hvort eð er“ Forseti Rússlands segir að uppreisn Wagner-hópsins um helgina hafi sýnt að allar tilraunir til að brjóta stjórn Rússlands niður að innan muni enda með tapi. Hann segist ætla að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt þegar kemur að skipuleggjendum uppreisnarinnar. Erlent 26. júní 2023 23:04
Valdarán ekki ætlunin heldur að koma í veg fyrir upplausn Wagner Jevgeníj Prigozhin, eigandi málaliðahersins Wagner-hópsins, segir að markmið uppreisnar hans gegn rússneskum heryfirvöldum um helgina hafi verið að koma í veg fyrir að hópurinn væri leystur upp, ekki að ræna völdum. Hópurinn hafi stoppað til að komast hjá fyrirsjáanlegu blóðbaði. Erlent 26. júní 2023 16:02
Úkraína án Rússlands: Fyrirheitna landið Eftir á að hyggja er grein Vladímír Pútín „Um sögulega einingu Rússa og Úkraínumanna“ (2021) ætlað að rökstyðja innrás í Úkraínu. Greinin er birt á vefsíðu Kremlar þann 12. júlí 2021 (klukkan 17:00). Innrás Rússa í Úkraínu hófst 24. febrúar 2022. Í neðangreindu máli skoða ég þá réttlætingu sem Pútín teflir fram fyrir hernaðaraðgerð gegn Úkraínu, til samanburðar réttlætingar arfleifðar Ísraelsmanna í Kanaanlandi, samkvæmt 1. Mósebók. Skoðun 26. júní 2023 14:01
Shoigu sagður hafa heimsótt hersveitir Rússa í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, heimsótti hersveitir landsins í Úkraínu í gær en þetta er í fyrsta sinn sem sést til varnarmálaráðherrans eftir valdaránstilraun Yevgeny Prigozhin og Wagner-liða um helgina. Erlent 26. júní 2023 06:55
Raunveruleg ógn við vald Pútíns Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir uppreisn Yevgeny Prigozhin og Wagner málaliðanna í Rússlandi í gær hafa verið raunverulega ógn við vald Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta. Hann segir Bandaríkin fylgjast vel með stöðunni. Erlent 25. júní 2023 15:45
Biðleikur hafinn í Rússlandi Prófessor í Rússlandsfræðum, segir að endalok uppreisnar Wagner liða í Rússlandi í gær hafi verið allra hagur, bæði stjórnvalda í landinu sem og leiðtoga Wagner hópsins. Hann segir málinu ekki lokið, um sé að ræða biðleik. Erlent 25. júní 2023 12:02