Heimsótti bæ sem Rússar reyna að umkringja Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 16:56 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, við skilti bæjarins Avdívka, sem er á fremstu víglínu í austurhluta Úkraínu. Skjáskot Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, virðist hafa heimsótt hermenn við og í bænum Avdívka, sem Rússar hafa reynt að umkringja frá því í október. Forsetinn birti myndband af sér standa við skilti bæjarins þar sem hann sagðist hafa þakkað hermönnum á svæðinu fyrir harða og erfiða baráttu þeirra og veitti hann hermönnum orður. Ekki er ljóst hvenær myndbandið var tekið en Selenskí segist hafa óskað hermönnum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Átökin við Avdívka hafa verið gífurlega hörð frá því í október, þegar rússneskir hermenn byrjuðu að reyna að umkringja bæinn. Avdiivka. I visited the positions of the 110th «Marko Bezruchko» Mechanized Brigade. One of the toughest spots of the frontline. I personally thanked the warriors. We reviewed the defense situation and our troops key needs with the commander. I honored the best servicemen with pic.twitter.com/NRQdoB6tOy— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) December 29, 2023 Avdívka er Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Bærinn er nærri Dónetskborg, höfuðborg héraðsins og hefur verið á fremstu víglínu frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins reyndu að taka Donbas-svæðið, með stuðningi Rússa, árið 2014. Eins og áður segir hófst atlaga Rússa að bænum í október með umfangsmiklum sóknum fótgönguliðs með stuðningi skrið- og bryndreka. Rússar hafa sótt fram en það hefur gengið hægt og verið gífurlega kostnaðarsamt. pic.twitter.com/G0moXZqk92— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 29, 2023 Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fyrr í mánuðinum að talið væri að um þrettán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið austurhluta landsins frá því í október og þeir hefðu misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið er sagt hafa komið niður á vörnum Úkraínumanna. Að minnsta kosti 28 manns féllu í umfangsmiklu eldflauga- og drónaárásum Rússa á Úkraínu um langt skeið í nótt. Úkraínumenn segja Rússa hafa í heildina notað 158 eldflaugar og sjálfsprengidróna. Stór hluti þeirra var skotinn niður af loftvörnum Úkraínumanna. Rússar hafa sparað eld- og stýriflaugar sínar undanfarna mánuði og á sama tíma aukið framleiðslu þeirra. Talið er að þeir eigi töluverðan fjölda til að skjóta að Úkraínu í vetur og þykir líklegt að Rússar reyni að beina mörgum eldflaugum aftur að orkuinnviðum Úkraínu yfir kaldasta tíma vetrarins. Yfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að um tvö hundruð flugskeyti fyrir loftvarnir Úkraínumanna yrðu sendar til Úkraínu á næstu dögum. #UPDATE UK Defence Minister Grant Shapps on Friday said Britain would send around 200 air-defence missiles to Ukraine following a deadly wave of Russian strikes. pic.twitter.com/v2pNuzX7dU— AFP News Agency (@AFP) December 29, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Árás Úkraínumanna á skip við Krímskaga hafi heppnast Rússnesk yfirvöld hafa viðurkennt að herskip sem lá við höfn á Krímskaga sé mikið skemmt eftir úkraínska árás. Áður höfðu Úkraínumenn haldið því fram að þeim hafi tekist að gjöreyðileggja skipið. 26. desember 2023 10:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ekki er ljóst hvenær myndbandið var tekið en Selenskí segist hafa óskað hermönnum gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Átökin við Avdívka hafa verið gífurlega hörð frá því í október, þegar rússneskir hermenn byrjuðu að reyna að umkringja bæinn. Avdiivka. I visited the positions of the 110th «Marko Bezruchko» Mechanized Brigade. One of the toughest spots of the frontline. I personally thanked the warriors. We reviewed the defense situation and our troops key needs with the commander. I honored the best servicemen with pic.twitter.com/NRQdoB6tOy— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) December 29, 2023 Avdívka er Dónetskhéraði í austurhluta Úkraínu. Bærinn er nærri Dónetskborg, höfuðborg héraðsins og hefur verið á fremstu víglínu frá því Rússar innlimuðu Krímskaga og aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins reyndu að taka Donbas-svæðið, með stuðningi Rússa, árið 2014. Eins og áður segir hófst atlaga Rússa að bænum í október með umfangsmiklum sóknum fótgönguliðs með stuðningi skrið- og bryndreka. Rússar hafa sótt fram en það hefur gengið hægt og verið gífurlega kostnaðarsamt. pic.twitter.com/G0moXZqk92— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) December 29, 2023 Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fyrr í mánuðinum að talið væri að um þrettán þúsund rússneskir hermenn hefðu fallið austurhluta landsins frá því í október og þeir hefðu misst rúmlega 220 skrið- og bryndreka á þessu tímabili. Sjá einnig: Telja þúsundir Rússa hafa fallið við Avdívka Strax í lok október leit út fyrir að Rússar hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli við Avdíka og að þeir hefðu tapað fjölmörgum skrið- og bryndrekum þar. Myndefni frá víglínunni hefur rennt stoðum undir slíkar greiningar. Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið er sagt hafa komið niður á vörnum Úkraínumanna. Að minnsta kosti 28 manns féllu í umfangsmiklu eldflauga- og drónaárásum Rússa á Úkraínu um langt skeið í nótt. Úkraínumenn segja Rússa hafa í heildina notað 158 eldflaugar og sjálfsprengidróna. Stór hluti þeirra var skotinn niður af loftvörnum Úkraínumanna. Rússar hafa sparað eld- og stýriflaugar sínar undanfarna mánuði og á sama tíma aukið framleiðslu þeirra. Talið er að þeir eigi töluverðan fjölda til að skjóta að Úkraínu í vetur og þykir líklegt að Rússar reyni að beina mörgum eldflaugum aftur að orkuinnviðum Úkraínu yfir kaldasta tíma vetrarins. Yfirvöld í Bretlandi tilkynntu í dag að um tvö hundruð flugskeyti fyrir loftvarnir Úkraínumanna yrðu sendar til Úkraínu á næstu dögum. #UPDATE UK Defence Minister Grant Shapps on Friday said Britain would send around 200 air-defence missiles to Ukraine following a deadly wave of Russian strikes. pic.twitter.com/v2pNuzX7dU— AFP News Agency (@AFP) December 29, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24 Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27 Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41 Árás Úkraínumanna á skip við Krímskaga hafi heppnast Rússnesk yfirvöld hafa viðurkennt að herskip sem lá við höfn á Krímskaga sé mikið skemmt eftir úkraínska árás. Áður höfðu Úkraínumenn haldið því fram að þeim hafi tekist að gjöreyðileggja skipið. 26. desember 2023 10:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Umfangsmestu loftárásir Rússa hingað til Talsmaður flughers Úkraínu segist aldrei hafa upplifað jafn margar árásir á sama tíma eins og Rússar hafa gert nú í morgun. Rússar gerðu loftárásir um allt land og notuðu til þess bæði eldflaugar og dróna. 29. desember 2023 08:24
Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. 28. desember 2023 08:27
Síðasta vopnasendingin í bili samþykkt Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur nú samþykkt hernaðaraðstoð til handa Úkraínu upp á 250 milljónir dollara. 28. desember 2023 07:41
Árás Úkraínumanna á skip við Krímskaga hafi heppnast Rússnesk yfirvöld hafa viðurkennt að herskip sem lá við höfn á Krímskaga sé mikið skemmt eftir úkraínska árás. Áður höfðu Úkraínumenn haldið því fram að þeim hafi tekist að gjöreyðileggja skipið. 26. desember 2023 10:11