Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði

Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar á Vetrar­garði þurfa ekki að flytja á meðan samningur er í gildi

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum á Vetrargarði, Eggertsgötu 6-8, í gær að þeir muni ekki þurfa að flytja úr íbúðum sínum vegna framkvæmda fyrr en leigusamningar þeirra renna út. Íbúar töldu, vegna tölvupósts sem FS sendi á fimmtudaginn, að hluti þeirra þyrfti að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar með einungis mánaðarfyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Um­­ræða um berja­runna muni ekki breyta stefnu borgarinnar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir borgina seilast of langt inn í einkalíf fólks þegar deiliskipulag og skilmálar kveði á um hvernig íbúar eigi að hafa bakgarðinn sinn. Pawel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður skipulags- og samgönguráðs, segir að Sjálfstæðismenn hafi átt að gera athugasemdir áður en fulltrúar flokksins samþykktu umrætt deiliskipulag.

Innlent
Fréttamynd

Stúdentar þurfa að flytja með mánaðar­fyrir­vara og gætu þurft að greiða hærri leigu

Félagsstofnun Stúdenta tilkynnti íbúum Vetrargarða, við Eggertsgötu 6-8, með tölvupósti í dag að hafist yrði handa við framkvæmdir á húsnæðinu í byrjun mars. Hluti íbúa mun þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í febrúar og mun fá íbúðir á vegum FS við Skógarveg í Fossvogi á meðan á framkvæmdunum stendur. Sumir munu þurfa að flytja í stærri og dýrari íbúðir og munu þeir þurfa að greiða fulla leigu af þeim sem íbúar gagnrýna.

Innlent
Fréttamynd

Ávallt best að halda drottninga­rfórnum í lág­marki

Már Wolfgang Mixa, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að fyrstu fjárfestingar fólks á hlutabréfamarkaði eigi að vera varfærnar og best sé að þær séu að stórum hluta í vel dreifðum sjóðum. Þá sé mikilvægast að taka aldrei meiri áhættu en fólk hefur efni á að taka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Í­búða­skortur muni versna á næstu árum ef ekkert er að gert

Útlit er fyrir að íbúðaskortur aukist á næstu árum en óuppfyllt íbúðaþörf hér á landi nemur nú um 3.950 íbúðum, að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Vænta má að íbúðaskorturinn aukist á næsta ári og enn meira árið 2022 en spá HMS bendir til að íbúðaskorturinn muni vaxa um 2.300 íbúðir til viðbótar á næstu þremur árum ef ekkert er að gert.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Hús­næðis­þing

Árlegt húsnæðisþing félagsmálaráðuneytisins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fer fram í dag milli klukkan 13 og 15. Þingið fer fram í gegnum streymi sem er opið öllum og er hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Yfirskrift þingsins í ár er Húsnæði – undirstaða velsældar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Metár í fjölda nýrra íbúða í Reykjavík

Metfjöldi íbúða var í byggingu í Reykjavík á síðasta ári þegar bygging yfir ellefu hundruð íbúða hófst. Líkur eru á mikili grósku á þessu ári en deiliskipulag liggur fyrir varðandi fjögur þúsund og níu hundruð íbúðir, meðal annars á BYKO reitnum þar sem rísa munu rúmlega áttatíu íbúðir.

Innlent
Fréttamynd

Yfirboðið í þriðjung dýrari eigna

Sífellt fleiri dýrar fasteignir seljast á yfirverði og í lok árs var yfirboðið í um þriðjung allra eigna sem kostuðu yfir 75 milljónum króna. Hagfræðingur segir þetta til marks um að kreppan snerti fólk með mjög misjöfnum hætti.

Innlent
Fréttamynd

RARIK byggir fyrir 750 milljónir króna á Selfossi

Umfangsmiklar framkvæmdir eru að fara af stað hjá RARIK á Suðurlandi því ákveðið hefur verið að byggja tvö ný hús undir starfsemin á Selfossi, sem munu kostar um sjö hundruð og fimmtíu milljónir króna. RARIK er með mikil umsvif á Suðurlandi en um 40% allra heimtaugaumsókna hjá fyrirtækinu á síðasta ári voru í Árnessýslu.

Innlent
Fréttamynd

Sorgarsaga

Brynjar Níelsson fjallar um söluna á Íslandsbanka og lítur í þeim efnum til sögu Íbúðalánasjóðs sem að mati höfundar er víti til varnaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Á annað þúsund íbúðir í byggingu á Selfossi

Á annað þúsund íbúðir eru nú í byggingu eða verða byggðar á Selfossi á næstu mánuðum enda hefur krafturinn sjaldan eða aldrei verið eins mikill og nú í byggingaframkvæmdum á staðnum. Þá er mikil eftirvænting eftir nýjum miðbæ, sem er nú í byggingu á móts við Ölfusárbrú.

Innlent
Fréttamynd

Ró­legra yfir leigu­markaðnum en í­búða­markaðnum á tímum far­aldurs

Á sama tíma og íbúðaverð tók að hækka í kjölfar vaxtalækkana á seinni hluta síðasta árs hefur leiguverð á höfuðborgarsvæðinu að jafnaði staðið í stað. Frá janúar og fram í maí mældist lækkun milli mánaða samkvæmt nýþinglýstum leigusamningum en síðan tók við lítils háttar hækkun milli mánaða fram að október þegar verð tók að lækka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fagnar því að vera laus af leigumarkaðnum

Fyrstu hlutdeildarlánunum var úthlutað í dag en þeim er ætlað að aðstoða tekjulága við að kaupa sína fyrstu fasteign. Fyrsti lántakandinn fagnar því að vera loks laus af leigumarkaði og segir þetta mikið gæfuspor fyrir fjölskyldu sína.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmætt uppgreiðslugjald

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt upp­greiðslu­gjald lánþega á lán­um sem tek­in voru hjá Íbúðalána­sjóði (ÍLS) á ár­un­um 2005-13 ólög­leg. ÍLS var óheim­ilt að krefja lánþega um greiðslu upp­greiðslu­gjalda þegar þeir greiddu lán sín upp.

Skoðun
Fréttamynd

Flúðu á Hverfisgötu undan myglu

Samtökin ’78 hafa flutt skrifstofu sína í húsnæði á Hverfisgötu 39 vegna myglu sem fannst í húsakynnum Samtakanna við Suðurgötu. Frá þessu greina samtökin á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Í dag er fallinn tímamótadómur“

Ríkissjóður gæti þurft að greiða lántakendum hjá Íbúðalánasjóði (nú ÍL-sjóðs) á annan tug milljarða eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðsluþóknun sjóðsins ólögmæta í dag. Lögmaður segir þetta tímamótadóm og mikinn sigur fyrir lántakendur.

Viðskipti innlent