Fjórir börðust um hverja íbúð í Þorpinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 13:40 Íbúðirnar í byggingu. Þorpið Þorpið vistfélag hefur lokið úthlutun síðustu fimmtíu íbúða félagsins í Gufunesi í samstarfsverkefni félagsins og Reykjavíkurborgar um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega fjórir umsækjendur voru um hverja íbúð sem úthlutað var en dregið var á milli þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Alls byggir Þorpið 137 íbúðir á svæðinu sem eru þær fyrstu í nýjasta hverfi borgarinnar í Gufunesi. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í júní en allar íbúðir félagsins hafa nú verið seldar. Allar íbúðir Þorpsins eru seldar á föstu verði sem er töluvert lægra en almennt gerist um nýbyggingar í Reykjavík. Kostnaðurinn var á bilinu 19-37 milljónir króna. Byggð Þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa sem hverfist um miðlægt torg og garða. Innan úr einni íbúðinni.Þorpið „Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Byggðin hefur létt yfirbragð og er fjölbreytt í lita- og efnisvali,“ segir í tilkynningu Þorpsins. „Íbúðarhúsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leikvöll, boltavelli og grasfleti. Torgið verður við aðalinngang hverfisins við sameiginleg rými íbúa, kaffihús, vinnurými, pósthús og þvottahús. Leik- og dvalaraðstaða er norðan megin gegnt ströndinni þar sem gert er ráð fyrir sparkvelli og götuboltasvæði. Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Lögð er áhersla á sameiginlegan frágang allra garðrýma. Við íbúðarbyggðina eru matjurtagarðar í landi Reykjavíkurborgar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Þar verður heimilt að gera vermireiti og gróðurskýli.“ Tilgangur Þorpsins er að þróa og byggja fasteignir og byggingarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir, deililausnir og vistvænt umhverfi. Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorpinu vistfélagi. Alls byggir Þorpið 137 íbúðir á svæðinu sem eru þær fyrstu í nýjasta hverfi borgarinnar í Gufunesi. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í júní en allar íbúðir félagsins hafa nú verið seldar. Allar íbúðir Þorpsins eru seldar á föstu verði sem er töluvert lægra en almennt gerist um nýbyggingar í Reykjavík. Kostnaðurinn var á bilinu 19-37 milljónir króna. Byggð Þorpsins í Gufunesi er brotin upp í þriggja til fimm hæða þyrpingu íbúðarhúsa sem hverfist um miðlægt torg og garða. Innan úr einni íbúðinni.Þorpið „Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Byggðin hefur létt yfirbragð og er fjölbreytt í lita- og efnisvali,“ segir í tilkynningu Þorpsins. „Íbúðarhúsin mynda garðrými fyrir skjólgott torg, leikvöll, boltavelli og grasfleti. Torgið verður við aðalinngang hverfisins við sameiginleg rými íbúa, kaffihús, vinnurými, pósthús og þvottahús. Leik- og dvalaraðstaða er norðan megin gegnt ströndinni þar sem gert er ráð fyrir sparkvelli og götuboltasvæði. Tekið er tillit til sólarátta og byggð skipulögð þannig að garðrýmin eru í góðu skjóli fyrir veðri og vindum. Lögð er áhersla á sameiginlegan frágang allra garðrýma. Við íbúðarbyggðina eru matjurtagarðar í landi Reykjavíkurborgar til afnota fyrir íbúa til ræktunar. Þar verður heimilt að gera vermireiti og gróðurskýli.“ Tilgangur Þorpsins er að þróa og byggja fasteignir og byggingarlausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem áhersla er lögð á hagkvæmni í byggingarkostnaði, grænar lausnir, deililausnir og vistvænt umhverfi.
Húsnæðismál Reykjavík Fasteignamarkaður Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira