Húsnæðismál

Húsnæðismál

Fréttamynd

Óverðtryggð íbúðalán lífeyrissjóðanna stóraukast, ekki verið meiri frá 2019

Heimilin eru á ný farin að sækjast í auknum mæli eftir því að taka óverðtryggð íbúðalán hjá lífeyrissjóðunum samhliða því að þau eru að greiða upp slík lán á breytilegum kjörum hjá bönkunum eftir brattar vaxtahækkanir Seðlabankans á undanförnum mánuðum. Lífeyrissjóðirnir bjóða þannig í dag í flestum tilfellum betri kjör á breytilegum óverðtryggðum íbúðalánum en bankarnir.

Innherji
Fréttamynd

Stefna á tvö þúsund nýjar í­búðir á ári í Reykja­vík

„Því stefnir í að allt að 2.000 íbúðir verði byggðar árlega á næstu árum í Reykjavík einni,“ segir í nýrri tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Borgin hyggist hraða uppbyggingu og muni úthluta lóðum fyrir um þúsund íbúðir á ári. Þá hyggist einkaaðilar byggja annað eins árlega.

Innlent
Fréttamynd

Gisti­rými fyrir allt að 1.815 flótta­menn frá Úkraínu

Fjölmenningarsetur áætlar að búið sé að bjóða fram gistirými fyrir allt að 1.815 flóttamenn frá Úkraínu. Um er að ræða gróft mat sem tekur til að mynda ekki mið af hvort tveggja manna hótelherbergi verði fullnýtt í tilvikum þar sem flóttafólk er eitt á ferð. Bæði hefur almenningur boðið fram íbúðir og herbergi í sinni eigu og stjórnvöld samið um nýtingu stærra húsnæðis, á borð við hótel og Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri óttast mögu­lega endur­komu verð­tryggingar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur áhyggjur af því að hækkandi vextir og nýjar reglur um hámark greiðslubyrðar geti leitt til þess að heimilin færi sig aftur yfir í verðtryggð lán og að lífeyrissjóðir verði á ný atkvæðamiklir á lánamarkaði. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær.

Innherji
Fréttamynd

Festi kaup á einni dýrustu íbúð sem selst hefur á Ís­landi

Félagið Dreisam ehf., sem er í eigu Jónasar Hagan Guðmundssonar fjárfestis, hefur keypt 353,7 fermetra þakíbúð við Austurhöfn nærri Hörpu. Um er að ræða stærstu lúxusíbúðina við Austurhöfn og fullyrt að þetta sé dýrasta íbúð sem seld hefur verið á Íslandi. Gengið var frá kaupunum fyrr í þessum mánuði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­mar­tröð sem endaði far­sæl­lega

Hjón í fasteignaleit voru við það að leggja upp laupana og fara til Tenerife þegar tilboð þeirra var samþykkt eftir nítján mánaða þrautagöngu. Þau segja flestallt vinna á móti fyrstu kaupendum og ekkert útlit fyrir að staðan á fasteignamarkaði komi til með að skána á næstunni. Þegar séreignaúrræði stjórnvalda brást tóku þau yfirdrátt til að brúa bilið á lokametrunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn „full bjartsýnn“ á þróun fasteignaverðs

Efasemdir eru um hvort hertar kröfur Seðlabanka Íslands um veðsetningu og greiðslubyrði lántaka muni hafa afgerandi áhrif á þróun fasteignaverðs. Viðmælendur Innherja benda á að heimilin geti hæglega breytt lánaformi úr óverðtryggðu í verðtryggt til að minnka greiðslubyrðina og þannig dregið úr tilætlaðri virkni aðgerðanna. Auk þess sé framboðsskortur á húsnæði svo alvarlegur að hertar kröfur dugi skammt.

Innherji
Fréttamynd

Að bæta kjör sín með fast­eigna­kaupum

Leigumarkaðurinn á Íslandi er gjörólíkur hinum skandinavíska. Hlutdeild leigufélaga á markaði er mun lægri hér, regluverkið annað, leiguverð hærra og húsnæðisöryggi minna. Víða erlendis getur fólk valið hvort það vilji festa peningana sína í fasteign eða búa við sveigjanleika á leigumarkaði. Þar sem best lætur er ekki hægt að segja að annar hópurinn hafi það betra en hinn.

Skoðun
Fréttamynd

Sérbýli hækkar um 27% milli ára: Stórauka þarf uppbyggingu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um ríflega fimmtung milli ára samkvæmt upplýsingum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meðalverð á fermetra í fjölbýli er rúmlega hundrað og tuttugu þúsund hærra nú en fyrir ári. Forsætisráðherra segir aðgerða þörf hjá ríki og sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Út­hverfin ekki út­undan

Líkt og fjölmargir Reykvíkingar hef ég valið mér að búa í úthverfi. Það eru ýmis lífsgæði fólgin í því að búa í rólegu og fjölskylduvænu hverfi í útjarðri borgarinnar. Nálægð við náttúru og veðursæld veitir einstök tækifæri til að njóta útivistar og hreyfingar undir berum himni.

Skoðun
Fréttamynd

Verkin tala

Nú með hækkandi sól sjáum við afrakstur mikillar vinnu í skipulagsmálum þessa kjörtímabils hér í Hafnarfirði. Kraftmikil uppbygging er hafin um allan bæ, bæði á þéttingarreitum og á nýbyggingarsvæðum. Þetta sjá auðvitað allir nema þeir sem kjósa að vera með bundið fyrir augun eða hreinlega eru vísvitandi að segja ósatt. Ég held reyndar, og því miður, að hið síðara eigi hér við; að vísvitandi sé verið að slá ryki í augu fólks með það að markmiði að slíkt muni bera ávöxt í kosningunum 14. maí næstkomandi. Ég hef enga trú á því og legg hér á borð nokkrar staðreyndir varðandi skipulagsmál í Hafnarfirði.

Skoðun