Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2022 20:05 Allt þarf að vera farið af svæðinu á Laugarvatni fyrir næstu áramót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“ Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar í gær að engir leigusamningar yrðu endurnýjaðir við hjólhýsaeigendur á Laugarvatni og þeir þyrftu því að víkja af svæðinu með hjólhýsin og allt sem þeim fylgir sem allra fyrst og í allra síðasta lagi um áramótin. „Svæðið eins og það er uppfyllir engan vegin kröfur, sem eru gerðar hvað varðar öryggi staða þar sem fólk dvelur,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Samhjól, Samtök hjólhýsaeigenda á Laugarvatni gerði Bláskógabyggð ýmis tilboð gegn því að fá að vera áfram á svæðinu, eins og að greiða allan kostnað vegna endurbóta á svæðinu en því var alfarið hafnað. „Það er ekki verið að taka þessa á ákvörðun af því að sveitarstjórn vilji gera fólki eitthvað illt. Ástandið eins og það er þarna núna er bara ekki viðunandi, öryggi er ekki tryggt og sveitarfélagið ætlar ekki að fara í aðgerðir til að greiða kostnað við það,“ bætir Ásta við. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig er hljóðið í eigendum hjólhýsanna á Laugarvatni? „Ég ætla bara að lýsa vonbrigðum og við erum sár. Fólk er bara niðurbrotið, þetta hefur gríðarleg andleg áhrif á fólkið. Líka það að það skuli vera annað hjólhýsasvæði risið þarna á sama tíma og það er verið að bola okkur í burtu úr sveitarfélaginu. Við töldum okkur skipta meira máli,“ segir Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls. Og hér á Hrafnhildur við hjólhýsasvæðið í Úthlíð. Og þú ert með regnhlíf og himnarnir gráta eða hvað? „Já, þeir gráta með okkur og það er ekki í fyrsta sinn, sem þeir gera það og vonandi getur svo sólin skinið með okkur og sveitarstjórn og allir lifað í sátt og samlyndi. Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóls á Laugarvatni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fundargerð sveitarstjórnar þar sem hjólhýsamálið var m.a. tekið fyrir 29. júní 2022.“
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira