Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. Innlent 27. júlí 2022 14:15
Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Innlent 26. júlí 2022 21:01
„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Innlent 25. júlí 2022 21:00
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. Innlent 23. júlí 2022 12:10
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. Innlent 22. júlí 2022 22:36
Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. Innlent 20. júlí 2022 21:00
Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. Viðskipti innlent 20. júlí 2022 14:09
Markaðurinn róaðist minna en búist var við Íbúðaverð hækkaði um 2,2 prósent milli maí og júní. Það er minni hækkun en undanfarna mánuði en þó meiri en hagfræðideild Landsbankans hafði reiknað með. Viðskipti innlent 20. júlí 2022 11:05
Ákvörðun um að loka hjólhýsabyggð á Laugarvatni endanleg Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum hjólhýsum, pöllum og öðrum fylgihlutum í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Formaður félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni ætlar ekki að gefast upp en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir ákvörðunina endanlega. Innlent 14. júlí 2022 16:06
Úr ójafnvægi í jafnvægi á húsnæðismarkaði Á þriðjudaginn kynnti ráðherra húsnæðismála, Sigurður Ingi Jóhannsson, sameiginlegt markmið og samkomulag milli beggja stjórnsýslustiga um aukið framboð af húsnæði næstu tíu árin. Hér er loks verið að stíga mikilvægt skref og í fyrsta sinn sem ríki og sveitarfélög gera með sér sérstakt samkomulag um stefnu og aðgerðir á húsnæðismarkaði svo tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúða fyrir alla hópa samfélagsins á samningstímanum. Skoðun 14. júlí 2022 11:01
Hægt verði með samstilltu átaki að lyfta grettistaki í að gera húsnæði öruggara Innviðaráðherra segir ríki og sveitarfélög geta lyft grettistaki á húsnæðismarkaði með nýjum rammasamningi. Í fyrsta sinn hafi samkomulag verið gert milli ríkis og sveitarfélaga þar sem hægt sé að leita sameiginlegra lausna en byggja þurfi tugþúsundir íbúða næsta áratuginn. Innlent 12. júlí 2022 21:40
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. Innlent 12. júlí 2022 14:23
Aðgerðir Seðlabankans farnar að bíta og óverðtryggð lán áfram hagstæðari Merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði þar sem aðgerðir Seðlabankans undanfarna tvo mánuði virðast farnar að bíta fast að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Aðgengi að lánsfé hefur verið takmarkað verulega og má áætla að óverðtryggð lán verði áfram hagstæðari. Líklegast muni þróunin enda með hóflegum verðhækkunum en ólíklegt að íbúðaverð lækki. Viðskipti innlent 12. júlí 2022 13:01
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. Innlent 12. júlí 2022 07:48
Húsnæðismarkaðurinn á leið í kalda sturtu Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,0% í maí sem þýðir að húsnæðisverð hefur hækkað um 24% undanfarna tólf mánuði. Skoðun 8. júlí 2022 08:01
Nauðsynlegar neyðaraðgerðir í efnahagsmálum Um áratugaskeið höfðu Íslendingar miklar áhyggjur af verðbólgu og ekki að ástæðulausu. Reynslan frá áttunda og níunda áratugnum og svo eftir bankahrunið lifir í minningunni. Skoðun 2. júlí 2022 09:01
Formaður SGS kallar eftir hærri verðbólgu 50, 60 eða 70 ára húsnæðislán, þau vona ég að líti dagsins ljós í framtíðinni í tengslum við aukið heilbrigði og hærri eftirlaunaaldur. En sá tími er ekki kominn. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, lýsti því í gær að hann telji að bankakerfið og stjórnvöld ættu að gera fyrstu kaupendum kleift að taka slík lán til þess að lækka greiðslubyrðina fyrst um sinn og stytta lánin síðar þegar greiðslugeta eykst. Skoðun 1. júlí 2022 09:30
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. Neytendur 30. júní 2022 22:00
Lok, lok og læs á hjólhýsasvæðið á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni verða að vera búnir að koma öllum sínum hýsum, pöllum og öðru í kringum hjólhýsin í burtu fyrir næstu áramót samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. „Við erum sár og fólk er niðurbrotið“, segir formaður hjólhýsaeigenda á svæðinu. Innlent 30. júní 2022 20:05
Vill sjá heimild til að lengja í lánum til að létta greiðslubyrðina Formaður Starfsgreinasambandsins segir að heimild þurfi til að lengja í óverðtryggðum lánum til að létta greiðslubyrði þeirra í upphafi lánstímans. Óverðtryggðum lánum fjölgaði mikið í faraldrinum, en greiðslubyrði hefur aukist vegna vaxtahækkana að undanförnu. Neytendur 30. júní 2022 14:01
„Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. Innlent 29. júní 2022 20:47
Fólk eigi ekki að þurfa að fresta lífinu Verðbólguhorfur fara versnandi og ekki gert ráð fyrir að seðlabankinn nái markmiðum sínum fyrr en 2025. Forseti Alþýðusambandsins segir að fasteignaverð sé vandamálið; stjórnvöld séu fyrir löngu búin að missa stjórn á húsnæðismarkaðnum. Innlent 28. júní 2022 16:27
Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Viðskipti innlent 27. júní 2022 13:16
Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Innlent 23. júní 2022 13:19
Hægt að lækka vexti hratt ef hægir um á húsnæðismarkaðnum Seðlabankastjóri segir að hægt yrði að lækka vexti hratt ef fari að draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Seðlabankinn reyni að draga úr eftirspurn eftir húsnæðislánum með hækkunum vaxta á meðan spenna ríki á húsnæðismarkaðnum þannig að fólk fari ekki frammúr sér í íbúðarkaupum. Viðskipti innlent 23. júní 2022 11:52
Óttast að verið sé að ganga of langt Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta. Innlent 22. júní 2022 22:30
„Þetta virðist vera stjórnlaust ástand“ Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn segir að ástandið á húsnæðismarkaði sé stjórnlaust. Hann vonast til þess að fyrstu aðgerðir til að flýta úthlutun lóða í borginni komist á koppinn í sumar. Innlent 21. júní 2022 20:30
Enn heilmikið eldsneyti á bálinu til að viðhalda hækkunum á húsnæðisverði Árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu mælist nú 24 prósent. Sérbýli hefur hækkað mest eða um ríflega fjórðung á sama tíma og fjölbýli hefur hækkað um tæplega 24 prósent Viðskipti innlent 21. júní 2022 19:16
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. Viðskipti innlent 21. júní 2022 13:36
Leiguíbúðir fjörutíu prósent allra nýrra íbúða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði í dag 2,6 milljörðum króna til uppbyggingar á 328 íbúðum víðs vegar um landið. Á þessu ári hafa 550 leiguíbúðir verið teknar í notkun, sem er fjörutíu prósent af öllum nýjum íbúðum sem hafa komið á markað á árinu. Viðskipti innlent 20. júní 2022 16:15