Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Verk­fall­i hand­rits­höf­und­a af­lýst

Verkfalli handritshöfunda í Hollywood er lokið, í bili í það minnsta. Deiluaðilar hafa skrifað undir nýjan kjarasamning og snúa handritshöfundar aftur til vinnu í dag og verður kosið um samninginn á upphafi næsta mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Chris Hemsworth á Ís­landi

Ástralski stór­leikarinn Chris Hemsworth er staddur á klakanum. Hann kom hingað til lands síð­degis í dag og er hér á­samt dóttur sinni, hinni 11 ára gömlu India Rose.

Lífið
Fréttamynd

Kelly Clarkson kom götulistamanni á óvart

Tónlistarkonan Kelly Clarkson kom götulistamanni í Las Vegas á óvart á dögunum. Clarkson var að eigin sögn að setja pening í fötu listakonunnar sem söng lög eftir Tinu Turner af mikilli ástríðu.

Tónlist
Fréttamynd

Hulk Hogan orðinn giftur maður

Glímukappinn fyrrverandi Hulk Hogan gekk í það heilaga um helgina. Þetta er í þriðja sinn sem hann gengur í hjónaband en einungis tveir mánuðir eru síðan hann trúlofaðist. 

Lífið
Fréttamynd

Kyndir undir orð­róminn um nýtt ástar­sam­band

Síðustu daga hefur mikið verið rætt um meint ástarsamband bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift og bandaríska fótboltakappans Travis Kelce sem spilar með Kansas City Chiefs. Segja má að söngkonan hafi heldur betur kynt undir orðróminn eftir að hafa mætt á leik Chiefs og Chicago Bears á Arrowhead-vellinum í Kansas City í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Trump og Stern í hár saman

Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“.

Erlent
Fréttamynd

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir á­sakanirnar

Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Vissi að elti­hrellirinn kæmi

Lögregla hafði afskipti af eltihrelli á viðburði sem leikarinn Matthew McConaughey stóð fyrir í vikunni. Leikaranum datt í hug að hrellirinn yrði til ama og sótti því um nálgunarbann áður en viðburðurinn fór fram.

Lífið
Fréttamynd

Hittust í leyni á bíla­stæðum

Victoria Beck­ham og David Beck­ham hittust í leyni á bíla­stæðum í ár­daga sam­bands þeirra. Um­boðs­maður krydd­píunnar mælti með því að þau myndu halda sam­bandinu leyndu, fyrst um sinn.

Lífið
Fréttamynd

Sækir um skilnað frá Danny Master­son

Bandaríska leikkonan Bijou Phillips hefur sótt um skilnað frá leikaranum Danny Masterson. Masterson var fyrir tveimur vikum dæmdur í þrjátíu ára fangelsi eftir að hafa verið sakfelldur af ákæru um tvær nauðganir.

Lífið
Fréttamynd

Hafa náð sátt í skilnaðar­máli sínu

Bandaríski leikarinn Kevin Costner og fyrrverandi eiginkona hans, Christine Baumgartner, hafa náð sátt í skilnaðarmáli sínu. Slúðurmiðillinn TMZ greinir frá þessu en mikið hefur verið fjallað um mál þeirra Costner og Baumgartner síðustu vikur og mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Russell Brand kærður til lögreglu

Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013.

Erlent
Fréttamynd

Skora á konur að stíga fram

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skorað á konur að stíga fram ef þær þurfi vegna mögulegrar óviðeigandi hegðunar breska grínistans Russell Brand á meðan hann tók þátt í góðgerðarviðburðum samtakanna frá 2006 til 2012. BBC barst kvartanir vegna grínistans á þessum árum en brást ekki við.

Erlent
Fréttamynd

Ste­ve Martin neitar að hafa kýlt Miriam Margolyes

Bandaríski leikarinn Steve Martin þvertekur fyrir að hafa kýlt bresku leikkonuna Miriam Margolyes við tökur á grínmyndinni Litlu hryllingsbúðinni frá 1986. Margolyes segir Martin hafa kýlt sig í alvörunni en ekki í þykjustunni.

Lífið