„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2024 14:06 Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Vísir/Samsett „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“ Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Chloe fór með hlutverk Sollu Stirðu í Lazy Town þáttunum frá 2013 til 2014. Í nýlegu viðtali við breska miðilinn Express segir hún frá kynnum sínum af Stefáni Karli, sem heimsbyggðin þekkti sem Robbie Rotten, eða Glanna Glæp. Stefán Karl var einungis 43 ára gamall þegar lést árið 2018, eftir erfiða baráttu við krabbamein. Chloe tengdist Stefáni Karli og fjölskyldu hans sterkum böndum þegar hún dvaldi á Íslandi við upptökur á þáttunum á sínum tíma. Hún segir að þegar hún hafi fyrst fengið fregnir af veikindum Stefáns hafi hún átt bágt með að meðtaka þær. „Þetta gerðist allt mjög, mjög hratt. Þetta var ekki löngu eftir að þættirnir runnu sitt skeið. Og þetta var algjört áfall. Blessunarlega þá fékk ég tækifæri til að hitta hann eftir þetta, og áður en hann lést, og ég hitti fjölskylduna hans. En það var svo erfitt að horfa upp á þetta allt saman. Ég meina, þetta er svo óréttlátt,“ segir Chloe og bætir við á öðrum stað: „En ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum, og mynda þessi tengsl við fjölskyldu hans.“ Þá segir Chloé að veikindi Stefáns Karls hafi leitt til þess að leiðir hennar og Julianna Rose Mauriello lágu saman, en Julianna lék Sollu Stirðu í fyrstu tveimur þáttaröðunum af Lazy Town, frá 2004 til 2006. Þær stöllur hittust á sínum tíma í New York og gerðu saman myndband handa Stefáni Karli, skömmu áður en hann lést. „Þetta var í fyrsta og síðasta skipti sem við hittumst. Það var bæði mjög súrrealískt og mjög svalt. En það var undir mjög dapurlegum kringumstæðum.“
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Hollywood Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira