Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Núna small þetta og þá unnum við

Hulda Gústafsdóttir, íþróttaknapi ársins 2016, sigraði af öryggi keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi. Hulda sat Birki frá Vatni, en þau eru engir nýgræðingar í greininni hafa margoft áður verið í úrslitum í fimmgangi í Meistaradeildinni, unnið marga sigra aðra og urðu íslandsmeistarar í þessari keppnisgrein í fyrra.

Sport
Fréttamynd

Elin Holst aftur á pall

Elin Holst var enn á ný að skora hátt í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum er er nú efst í einstaklingskeppni. Hún hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Yfirburðarsigur hjá Bergi

Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Elin hafði sætaskipti

Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum.

Sport
Fréttamynd

Jakob og Guðmundur hlutu sömu einkunn

Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti hlutu sömu einkunn í A-úrslitum í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Fákaseli í gærkvöldi og deildu því 3-4 sætinu.

Sport
Fréttamynd

Fjölni Þorgeirs langaði að kyssa Berg

Varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu frá Ketilsstöðum í forkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni.

Sport
Fréttamynd

Elin Holst byrjaði keppnisárið með stæl

Elin Holst byrjaði keppnisárið í hestaíþróttum með stæl með öruggum sigri í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á Frama frá Ketilsstöðum í gærkvöldi. Elin og Frami áttu frábært keppnisár í fyrra, en eru enn að sækja í sig veðrið eins og glöggt mátti sjá á sýningu þeirra, hesturinn í mjög góðu keppnisformi, vel þjálfaður, þjáll og algerlega undir stjórn hjá knapa sínum.

Sport
Fréttamynd

Eitthvað nýtt í gangi

"Ég hef mikla trú á þessum hesti og þarna sé eitthvað nýtt í gangi. Vonandi sýnir hann svipaða takta og undanfarna daga. Ég hef ekki kynnst svona fjórgangshesti,“ segir einn afreksknapi um hest sinn, sem hann teflir fram í fjórgangskeppni í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum sem hefst á Stöð 2 Sport í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Heldur upp á árið í heild

Hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi er sextug í dag. Hún heldur upp á það með markmiðum um að gera eitthvað skemmtilegt í hverjum mánuði ársins.

Lífið
Fréttamynd

Meistarataktar á hollensku svelli

Jóhann Skúlason á Hnokka frá Fellskoti sýndi meistaratakta á glæsilegu hestamóti Ice Horse Eindhoven í skautahöllinni í hollensku borginni Eindhoven um liðna helgi.

Sport
Fréttamynd

"Ég var ágætlega sáttur“

Daníel Jónsson knapi sagðist ágætlega sáttur við sýningu á hesti sínum Þór frá Votumýri í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi. Með þessu orðum var Daníel heldur betur hógvær, en að lokinni forkeppni reyndist hann vera efstur með 7.30 í einkunn.

Sport
Fréttamynd

"Maður setur sig undir pressu“

"Maður setur sig undir pressu og er þá passlega stressaður,“ sagði Hulda Gústafsdóttir afreksknapi eftir forkeppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fram fór í Samskipahöllinni í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Gefur verðlaunaféð til langveikra barna

Árni Björn Pálsson afreksknapi kom, sá og sigraði í keppni í fimmgangi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi með fagmannlegri og öruggri sýningu á hestinum Oddi frá Breiðholti í Flóa, sem er í eigu Kára Stefánssonar.

Sport
Fréttamynd

Sígandi lukka

Frumraun Bergs Jónssonar, afreksknapa í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, með hina mögnuðu tölthryssu Kötlu frá Ketilsstöðum í keppni í slaktaumatölti, tókst vel og hafnaði hann í þriðja sæti.

Sport
Fréttamynd

Gefur ekkert eftir

Minnstu munaði að Jakobi Svavari Sigurðssyni tækist að næla sér í gullið í keppni í slaktaumatölti í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöldi á tölthryssunni Gloríu frá Skúfslæk.

Sport
Fréttamynd

Árni Björn í feiknastuði

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er illviðráðanlegur í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en hann vann keppni í slaktaumatölti í gærkvöldi á Skímu frá Kvistum og er enn stigahæstur í einstaklingskeppninni.

Sport
Fréttamynd

Ungir koma sterkir inn

Athygli hefur vakið að ungir knapar hafa komið sterkir inn í Meistaradeildina í hestaíþróttum, mótaröð sem hófst í janúar. Einn af þeim er Ásmundur Ernir Snorrason sem hafnaði í þriðja sæti í keppni í gæðingafimi á hestinum Speli frá Njarðvík.

Sport
Fréttamynd

Jakob sló í gegn

Jakob Svavar Sigurðsson átti um margt ógleymanlega sýningu í keppni í gæðingafimi í hestaíþróttum í Meistaradeildinni. Á einstakan hátt sýndi hann hvernig unnt er að hafa áhrif á og stjórna orkustigi og formi hests með minnstu mögulegu ábendingum.

Sport
Fréttamynd

Árni Björn kominn í gírinn

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson er farinn að láta til sín taka í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, en í gærkvöldi fór hann með sigur af hólmi í keppni í gæðingafimi á tölthryssunni Skímu frá Kvistum. Hlaut hann 8.31 í lokaeinkunn, sem er fádæma góður árangur í þessari keppnisgrein.

Sport
Fréttamynd

Að stökkva út í djúpu laugina

"Það er blendin tilfinning í manni, því það er mikill undirbúningur fyrir þetta,“ segir Hulda Gústafsdóttir, afreksknapi, kankvís um keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, sem fram fer í kvöld, fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

„Er bara klökk“

Baráttan var hörð um efstu sætin á fyrsta stórmóti ársins í hestaheiminum en Hulda Gústafsdóttir hélt forystunni þar til yfir lauk.

Sport
Fréttamynd

Aðstoða ungmenni í hestamennsku

Hestamannafélagið Sprettur í Kópavogi og Garðabæ mun eftir áramót byrja að bjóða ungu hestafólki upp á aðstöðu í félagshesthúsi Spretts á niðurgreiddu verði í því skyni að styðja við þá sem ekki hafa bakland til að hefja hestamennsku, en eiga sinn eigin hest.

Innlent
Fréttamynd

Þorvaldur dæmdur í 4 ára bann

Þorvaldur Árni Þorvaldsson, einn fremsti knapi landsins, var í gær dæmdur í 4 ára bann eftir að amfetamín fannst í blóðsýni hans í annað sinn á tæplega ári.

Sport
Fréttamynd

Skeiðsnillingar klikka ekki

Skeiðsnillingarnir Sigurbjörn Bárðarson og Sigurður Vignir Matthíasson sýndu að venju snilldartakta í fyrstu keppni Meistaradeildar í hestaíþróttum sem fram fór á Selfossi í blíðskaparveðri í dag. Keppt var í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði.

Sport
Fréttamynd

Þýskur sigur í 100 metra skeiði

Það var Helmut Bramesfeld á Blöndal vom Störtal sem fór á besta tímanum í dag 7,36 í síðasta sprettinum í 100 metra skeiði á HM íslenska hestsins í Herning.

Sport