Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Árni Bragi valdi Aftureldingu fram yfir Val

Árni Bragi Eyjólfsson hefur framlengt samning sinn við Aftureldingu til næstu þriggja ára. Greint er frá þessu á Facebooksíðu Aftureldingar en Árni Bragi hafnaði tilboði frá Íslandsmeisturum Vals.

Handbolti
Fréttamynd

„Vonandi verður þetta gott skref fyrir mig“

„Þetta er búið að vera í samtali við þennan klúbb í einhverjar vikur. Endanlega í dag var þetta klárt,“ sagði Jónatan Magnússon, núverandi þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta en í dag var staðfest að hann muni taka við sænska liðinu Skövde í sumar.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Leipzig á árinu

Leipzig beið lægri hlut fyrir Erlangen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld. Arnór Þór Gunnarsson og samherjar hans í Bergischer unnu stórsigur á Hamm-Westfalen.

Handbolti
Fréttamynd

Kristján hættir hjá Guif

Kristján Andrésson hættir sem íþróttastjóri Eskilstuna Guif í vor. Hann er meðal þeirra sem hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Allt jafnt fyrir síðari leikinn

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes gerðu jafntefli við pólska liðið Wisla Plock þegar liðin mættust í Póllandi í Meistaradeildinni í handknattleik í kvöld.

Handbolti