Umfjöllun: Valur 36 - 17 KA/Þór | Þægilegt hjá meisturunum Dagur Lárusson skrifar 15. september 2023 20:40 Þórey Anna átti frábæran leik. Vísir/Anton Brink Liðin byrjuðu tímabilið á gjörólíkan máta í fyrstu umferðinni en þá vann Valur níu marka sigur á Fram á meðan KA/Þór tapaði með níu mörkum fyrir ÍBV. Fyrstu tíu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum en það má segja að hvorugt liðið hafi verið komið úr fyrsta gír. Eftir þann kafla fór Valsliðið þó í gang. Frá 17.mínútu þar til flautað var til hálfleiks jók Valsliðið stöðugt forystu sína og var liðið komið með sjö marka forystu þegar fyrri hálfleikurinn var allur. Það var hins vegar í seinni hálfleiknum þar sem Valsliðið fór á kostum. Thea Imani, Ásdís Þóra og Þórey Anna skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan Hafdís varði vel í markinu og þegar um korter var eftir var staðan orðin 29-15. Þá gafst Ágústi, þjálfara Vals, tækifæri að setja mikið af ungum stelpum inn á sem kláruðu leikinn og voru lokatölur 36-17. Af hverju vann Valur? Gæðamunurinn á liðunum var algjör. Valur er með sterkari og betri leikmenn í öllum stöðum en einnig reyndari leikmenn og það skein í gegn í þessum leik. Breiddin hjá KA/Þór er einnig alls ekki mikil og það sást. Hverjar stóðu uppúr? Ásdís Þóra Ágústsdóttir var frábær í liði Vals og fór fyrir liðinu. Hvað fór illa? Það sást vel að leikmenn KA/Þórs voru orðnir mjög þreyttir þegar líða fór á seinni hálfleikinn, liðið nær ekki að spila á nógu mörgum leikmönnum á meðan Valsliðið nær að skipta vel á leikmönnum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er gegn ÍBV á þriðjudaginn á meðan næsti leikir KA/Þórs er gegn ÍR næsta laugardag. Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri
Liðin byrjuðu tímabilið á gjörólíkan máta í fyrstu umferðinni en þá vann Valur níu marka sigur á Fram á meðan KA/Þór tapaði með níu mörkum fyrir ÍBV. Fyrstu tíu mínútur leiksins var jafnræði með liðunum en það má segja að hvorugt liðið hafi verið komið úr fyrsta gír. Eftir þann kafla fór Valsliðið þó í gang. Frá 17.mínútu þar til flautað var til hálfleiks jók Valsliðið stöðugt forystu sína og var liðið komið með sjö marka forystu þegar fyrri hálfleikurinn var allur. Það var hins vegar í seinni hálfleiknum þar sem Valsliðið fór á kostum. Thea Imani, Ásdís Þóra og Þórey Anna skoruðu hvert markið á fætur öðru á meðan Hafdís varði vel í markinu og þegar um korter var eftir var staðan orðin 29-15. Þá gafst Ágústi, þjálfara Vals, tækifæri að setja mikið af ungum stelpum inn á sem kláruðu leikinn og voru lokatölur 36-17. Af hverju vann Valur? Gæðamunurinn á liðunum var algjör. Valur er með sterkari og betri leikmenn í öllum stöðum en einnig reyndari leikmenn og það skein í gegn í þessum leik. Breiddin hjá KA/Þór er einnig alls ekki mikil og það sást. Hverjar stóðu uppúr? Ásdís Þóra Ágústsdóttir var frábær í liði Vals og fór fyrir liðinu. Hvað fór illa? Það sást vel að leikmenn KA/Þórs voru orðnir mjög þreyttir þegar líða fór á seinni hálfleikinn, liðið nær ekki að spila á nógu mörgum leikmönnum á meðan Valsliðið nær að skipta vel á leikmönnum. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er gegn ÍBV á þriðjudaginn á meðan næsti leikir KA/Þórs er gegn ÍR næsta laugardag.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti