Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld

„Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma

Ef Ísland vinnur Argentínu í dag eins og fastlega má gera ráð fyrir, á HM karla í handbolta, er öruggt að liðið endar í versta falli í 9. sæti mótsins. Það yrði besti árangur liðsins á HM síðan á bestu árum í sögu þess, eða árið 2011.

Handbolti
Fréttamynd

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Handbolti
Fréttamynd

Er í 90 prósent til­fella nóg

„Manni líður ekkert vel. En eins og staðan er núna þurfum við bara að vinna næsta leik og munum gera það sem við getum til að vinna leikinn,“ segir Ýmir Örn Gíslason á hóteli íslenska landsliðsins í Zagreb degi eftir skell gegn Króötum.

Handbolti
Fréttamynd

Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm

Það er líklega ekki margt sem ber að varast fyrir íslenska landsliðið í dag, gegn slöku liði Argentínu. Ísland verður að vinna leikinn en þarf svo að treysta á að Grænhöfðaeyjar taki stig gegn Egyptalandi, eða að Slóvenía taki stig gegn Króatíu.

Handbolti
Fréttamynd

„Svekkjandi ef einn hálf­leikur eyði­leggur mótið hjá okkur“

„Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Býst ekki við neinni að­stoð frá Slóvenum

Snorri Steinn Guðjónsson var boginn en ekki brotinn þegar hann var tekinn tali á hóteli íslenska karlalandsliðsins í handbolta í gær. Hann stefnir á sigur á Argentínu í dag en eftir það þarf íslenska liðið að treysta á önnur úrslit til að eiga möguleika á sæti í 8-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

„Viljum sýna hvað við erum góðir“

„Þetta var svolítið skrýtin nótt og mikið að meðtaka,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson svefnlítill er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Allir von­sviknir af velli í Varazdin

Austurríki og Holland urðu á endanum að sætta sig við jafntefli, 37-37, í milliriðli tvö á HM karla í handbolta í dag. Það eykur líkurnar á að Ungverjar fylgi Frökkum upp úr riðlinum, og í 8-liða úrslit við lið úr milliriðli Íslands.

Handbolti
Fréttamynd

Gengst við því að hafa gert mis­tök

„Mér líður bara eins og eftir þungt högg. Þetta er erfitt. Þetta voru gríðarleg vonbrigði. Eftir góða leiki að ná ekki að fylgja því eftir. Að einn svona slakur hálfleikur geti verið svona dýr er leiðinlegt,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, í samtali við Vísi degi eftir slæmt tap fyrir Króatíu.

Handbolti
Fréttamynd

Al­freð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM

Gísli Bragi Hjartar­son múrara­meistari og fyrr­verandi bæjar­full­trúi á Akur­eyri er látinn. Gísli, sem var á 86. aldursári, er faðir Al­freðs Gísla­sonar, lands­liðsþjálfara Þýska­lands og fyrr­verandi lands­liðs­manns í hand­bolta og lést hann á þriðju­daginn síðastliðinn, 21.janúar, sama dag og Al­freð stýrði Þýska­landi gegn Dan­mörku á HM í hand­bolta.

Handbolti
Fréttamynd

Sjáðu markið sem hefði bjargað Ís­landi á HM

Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær.

Handbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa frá svekkelsinu í Zagreb

Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir.

Handbolti
Fréttamynd

Hvernig kemst Ís­land á­fram?

Von íslenska karlalandsliðsins í handbolta á að komast í átta liða úrslit á HM er ansi veik eftir slæmt tap fyrir Króatíu í kvöld, 32-26. En hvað þarf að gerast til að Ísland komist upp úr milliriðli 4 og í átta liða úrslit?

Handbolti