Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2025 09:59 Menn voru misglaðir í höllinni í Zagreb í gærkvöld. Uppselt var á leikinn og fögnuðu Króatar vel á meðan að íslenskir stuðningsmenn urðu fyrir miklum vonbrigðum. VÍSIR/VILHELM Stemningin og meðbyrinn sem var með íslenska landsliðinu á HM í handbolta hvarf snarlega með tapinu gegn Króatíu í gærkvöld. Fólk sem ætlaði að fljúga til Zagreb á 8-liða og jafnvel undanúrslitaleik hjá Íslandi heldur núna í veika von. Bjarni Fritzson er þeirra á meðal eins og fram kom í nýjasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins sem finna má á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Ísland steinlá gegn Króatíu og þarf nú að vinna Argentínu á morgun og treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu, til að komast í 8-liða úrslitin, þrátt fyrir aðeins eitt tap á mótinu. „Við vorum algjörlega slegnir niður. Bara búmm. Ég var búinn að bóka mig á Icelandair-póstlistann fyrir 8-liða úrslita flugið. Það flug verður ekki bókað alveg strax,“ sagði Bjarni og bætti við: „Svona var stemningin hjá mér. Við vorum bara rotaðir frá fyrstu mínútu. Þetta er hrikalega súrt.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að fyrsta korter leiksins hafi ráðið úrslitum. Króatar hafi fengið meðbyr og þá sé afskaplega erfitt að eiga við þá: „Liðið náði augljóslega ekki að sýna neitt af því sem það hafði sýnt í síðustu tveimur leikjum. Ef við horfum til baka núna þá er það þetta fyrsta korter sem verður okkur að falli. Þeir mæta ógeðslega peppaðir, stemning og full höll, og það gekk allt upp. Við sáum skot af tólf metrum, þeir stálu sendingum, þeirra markvörður var að verja, og svo var staðan bara orðin 11-5. Ef það er eitthvað vont þá er það að fá Króata í meðbyr í fangið. Við lentum í því og náðum aldrei að jafna okkur. Það var of margt sem að hrundi á sama tíma. Engin vörn, engin markvarsla, og svona fimm tæknifeilar á fyrsta korterinu,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má eins og fyrr segir finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Landslið karla í handbolta Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Bjarni Fritzson er þeirra á meðal eins og fram kom í nýjasta hlaðvarpsþætti Besta sætisins sem finna má á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum. Ísland steinlá gegn Króatíu og þarf nú að vinna Argentínu á morgun og treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu, til að komast í 8-liða úrslitin, þrátt fyrir aðeins eitt tap á mótinu. „Við vorum algjörlega slegnir niður. Bara búmm. Ég var búinn að bóka mig á Icelandair-póstlistann fyrir 8-liða úrslita flugið. Það flug verður ekki bókað alveg strax,“ sagði Bjarni og bætti við: „Svona var stemningin hjá mér. Við vorum bara rotaðir frá fyrstu mínútu. Þetta er hrikalega súrt.“ Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að fyrsta korter leiksins hafi ráðið úrslitum. Króatar hafi fengið meðbyr og þá sé afskaplega erfitt að eiga við þá: „Liðið náði augljóslega ekki að sýna neitt af því sem það hafði sýnt í síðustu tveimur leikjum. Ef við horfum til baka núna þá er það þetta fyrsta korter sem verður okkur að falli. Þeir mæta ógeðslega peppaðir, stemning og full höll, og það gekk allt upp. Við sáum skot af tólf metrum, þeir stálu sendingum, þeirra markvörður var að verja, og svo var staðan bara orðin 11-5. Ef það er eitthvað vont þá er það að fá Króata í meðbyr í fangið. Við lentum í því og náðum aldrei að jafna okkur. Það var of margt sem að hrundi á sama tíma. Engin vörn, engin markvarsla, og svona fimm tæknifeilar á fyrsta korterinu,“ sagði Ásgeir. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan og hér fyrir neðan. Þáttinn má eins og fyrr segir finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Landslið karla í handbolta Besta sætið HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06 Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34 Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02 Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16 Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55 „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Ásgeir Örn Hallgrímsson fór yfir varnarleik íslenska karlalandsliðsins í handbolta í tapinu fyrir Króatíu, 32-26, í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. 25. janúar 2025 09:06
Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Eins og vonbrigðin yfir tapi Íslands gegn Króatíu í gærkvöld séu ekki nógu mikil þá nístir sjálfsagt inn að beini að jöfnunarmark Slóvena gegn Egyptum, sem hefði svo gott sem komið Íslandi inn í 8-liða úrslitin, skyldi ekki fá að standa í gær. 25. janúar 2025 09:34
Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Ísland tapaði fyrir heimaliði Króatíu, 32-26, í öðrum leik sínum í milliriðli 4 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gær. Fyrir vikið eru möguleikar Íslendinga á að komast í átta liða úrslit orðnir ansi litlir. 25. janúar 2025 07:02
Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Það er einn Íslendingur sem á hrós skilið eftir þungt kvöld í Zagreb. Því miður er það Dagur Sigurðsson. 24. janúar 2025 23:16
Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Eftir að hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á HM á íslenska karlalandsliðið í handbolta allt í einu litla möguleika á að komast í átta liða úrslit eftir stórt tap fyrir Króatíu, 32-26, í Arena Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:55
„Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ „Við vorum með allt klárt og gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera,“ sagði Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, hundóánægður eftir skelfilega útreið gegn Króatíu á HM í Zagreb í kvöld. 24. janúar 2025 21:13
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða