Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Steinlágu á móti neðsta liðinu

Guðmundur Bragi Ástþórsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg urðu í dag fyrsta liðið til að tapa fyrir botnliði Grindsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Skýrsla Vals: Herslumunur og hetju­dáð

Það vantaði svo lítið upp á. Maður þurfti að anda aðeins og stilla sig af áður en sest var að skrifum eftir þennan leik stelpnanna okkar við Hollendinga. Djöfull vorum við nálægt þessu.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum bara klaufar“

Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur í leikslok en lærisveinar hans töpuðu á dramatískan hátt á móti FH. Fram tapaði með minnsta mun eftir að hafa leitt leikinn þokkalega þægilega framan af og voru lokatölur 30-29, FH í vil, í Úlfarsárdal í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal

Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

Arnar og Elvar á toppnum

Melsungen, lið landsliðsmannanna Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar, er nú eitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður er hálf meyr“

„Vá, þetta er rosamikil blanda af svekkelsi en er á sama tíma gríðarlega stolt af liðinu fyrir þessa frammistöðu,“ segir Steinunn Björnsdóttir, annar fyrirliða kvennalandsliðs Íslands í handbolta, eftir naumt tveggja marka tap fyrir Hollandi í fyrsta leik liðsins á EM.

Handbolti
Fréttamynd

„Þær eru bara hetjur“

Helga Ingvadóttir, móðir landsliðsfyrirliðans Sunnu Jónsdóttur, er mætt á þriðja stórmótið og fyrsta Evrópumótið síðan 2010. Hún verður á meðal um rúmlega hundrað Íslendinga sem verða í stúkunni þegar Ísland mætir Hollandi klukkan 17:00 í Innsbruck.

Handbolti
Fréttamynd

„Maður finnur að­eins fyrir fiðrildunum“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson býst við hörkuleik við Hollendinga sem íslenska kvennalandsliðið mætir í fyrsta leik á EM í Innsbruck í dag. Biðin hefur verið löng eftir því að hefja leik á mótinu og spennan mikil.

Handbolti
Fréttamynd

Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra?

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik á fyrsta Evrópumóti liðsins síðan 2012 þegar það mætir sterku hollensku liði klukkan 17:00 í Ólympíuhöllinni í Innsbruck í dag. Komið er að fyrsta prófinu eftir mikla lærdómstörn.

Handbolti
Fréttamynd

„Stolt af sjálfri mér“

Steinunn Björnsdóttir þreytir frumraun sína á stórmóti er Ísland mætir Hollandi á EM í handbolta í Innsbruck seinni partinn í dag. Rúmt ár er frá því að hún eignaðist sitt annað barn og var hreint ekki fyrirséð að þetta yrði raunin.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta er mjög ljúft“

Berglind Þorsteinsdóttir nýtur þess vel að vera mætt með íslenska kvennalandsliðinu á stórmót í annað sinn. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel fyrir stóra prófraun gegn Hollandi á morgun.

Handbolti