Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Sveinn spilar í fimmta landinu

Línu- og landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson mun spila með Chambéry í Frakklandi frá og með næstu leiktíð. Það verður fimmta landið sem þessi 25 ára handboltamaður iðkar sína íþrótt í.

Handbolti
Fréttamynd

Róbert hættir með Gróttu eftir tíma­bilið

Róbert Gunnarsson, betur þekktur sem Robbi Gunn, hættir sem þjálfari Gróttu að tímabilinu loknu í Olís-deild karla í handbolta. Davíð Örn Hlöðversson, aðstoðarþjálfari Róberts, tekur við liðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Elliði Snær frá­bær í góðum sigri

Gummersbach vann góðan sigur í Evrópudeild karla í handbolta. Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson fór mikinn í sigurliðinu. Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica máttu þola tap í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

„Við vorum yfirspenntar“

Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum.

Handbolti
Fréttamynd

Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð

Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda eru örugglega búnar að gleyma því hvernig það er að tapa. Sigurganga liðsins hélt áfram í dag og íslenska landsliðskonan var í stuði.

Handbolti
Fréttamynd

„Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“

Elín Klara Þorkelsdóttir spilaði afar vel þegar Haukar lögðu Hazena Kynzvart að velli, 27-22, í seinni rimmu liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag. Elín Klara var allt í senn svekkt, stolt og sátt að leik loknum. 

Handbolti
Fréttamynd

„Frammi­staða á alþjóðamælikvarða“

Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Vals­konur skrefi nær undan­úr­slitum

Valskonur eru einu skrefi nær undanúrslitum í Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta eftir sjö marka sigur, 28-21, á tékkneska liðinu Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Valskonur byrjuðu af krafti og voru samstilltar og agaðar í varnarleiknum. Tékkarnir áttu í erfiðleikum með að brjóta vörn þeirra á bak aftur og það tók gestina rúmar sjö mínútur að skora fyrsta markið.

Handbolti
Fréttamynd

Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina

Það verður stór dagur í KA-heimilinu í dag þegar stelpurnar í KA/Þór taka á móti deildarmeistaratitlinum í Grill 66 deild kvenna í handbolta. Norðanmenn ætla nefnilega líka að heiðra mikla hetju í leiðinni.

Handbolti