Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Hver vilt þú að stýri íslenska landsliðinu?

Þátttaka strákanna okkar á HM í handbolta verður gerð vandlega upp í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi á morgun. Af því tilefni geta lesendur kosið um það hver þeir telji að sé best til þess fallinn að stýra íslenska landsliðinu næstu misseri.

Handbolti
Fréttamynd

„Fannst liðið heilt yfir ekkert rosa­lega sjarmerandi“

„Ég myndi segja að það væri hægt á einhverjum forsendum að hugsa þetta þannig,“sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi þjálfari Hauka í Olís deild karla, aðspurður hvort mögulega hefðu væntingar íslensku þjóðarinnar borið íslenska landsliðið ofurliði í Svíþjóð.

Handbolti
Fréttamynd

Norð­menn og Danir hirtu topp­sætin: Átta liða úr­slitin klár

Síðustu leikjunum í milliriðlum HM í handbolta er nú lokið. Í síðustu tveimur leikjum dagsins þá tók Noregur toppsætið milliriðli III með sigri á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar. Sama má segja um Danmörku sem vann öruggan sigur á Egyptalandi í slagnum um toppsætið í milliriðli IV.

Handbolti
Fréttamynd

Ís­land endar í tólfta sæti á HM

Þegar nær öllum leikjum dagsins á HM í handbolta er lokið er orðið ljóst að Ísland endar í 12. sæti á mótinu. Fyrr í dag var Ísland í tíunda sæti en eftir sigra Serbíu og Króatíu fellur Ísland niður í tólfta sætið.

Handbolti
Fréttamynd

Króatía keyrði yfir Bar­ein í síðari hálf­leik

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein léku einkar vel í fyrri hálfleik gegn Króatíu í síðasta leik liðanna í milliriðli IV á HM í handbolta. Í síðari hálfleik reyndist Króatía mun sterkari aðilinn og vann á endanum 11 marka sigur, lokatölur 43-32.

Handbolti
Fréttamynd

Ekki boð­legt fyrir lands­liðs­þjálfara Ís­lands

Guðjón Guðmundsson gerði upp frammistöðu Íslands á HM karla í handbolta í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði niðurstöðuna mikil vonbrigði, þó að hann hefði alltaf talið það ofmat að ætla liðinu verðlaun. Hann sagði viðbrögð landsliðsþjálfarans í viðtali eftir mótið ekki boðleg.

Handbolti