Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Bein útsending hafin frá PGA á Sýn

Nú er hafin bein útsending á Sýn frá öðrum keppnisdegi á Bridgestone mótinu í Akron í Ohio sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á mótinu á 7 höggum undir pari, en hinn ótrúlegi Tiger Woods var þá í fjórða sætinu. Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla helgina.

Golf
Fréttamynd

Adam Scott með forystu

Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í forystu á Bridgestone mótinu í golfi sem fram fer í Akron í Ohio og er hluti af PGA mótaröðinni. Scott er á 7 höggum undir pari í fyrstu umferðinni, tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Jason Gore. Tiger Woods er á meðal keppenda á mótinu og er á 3 höggum undir pari. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu um helgina.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í stuði í Óðinsvéum

Birgir Leifur Hafþórsson úr golfklúbbnum GKG er í fantaformi á áskorendamótinu í Óðinsvéum í Danmörku. Birgir lauk keppni á öðrum hring í morgun á fjórum höggum undir pari, líkt og á fyrsta hringnum í gær þegar hann lék á 66 höggum. Hann er því á meðal efstu manna á samtals átta höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Glæsilegur sigur hjá Tiger Woods

Tiger Woods sýndi fádæma öryggi í dag þegar hann sigraði með yfirburðum á PGA risamótinu á Medinah vellinum í Illinois. Woods lék lokahringinn í dag á 68 höggum og lauk keppni á 18 höggum undir pari eða fimm höggum á undan Shaun Micheel sem hafnaði í öðru sæti á 13 höggum undir pari. Þetta er 12. risatitill Woods á ferlinum og aðeins Jack Nicklaus (18) hefur unnið fleiri í sögunni.

Golf
Fréttamynd

Woods í forystu

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur forystu á PGA risamótinu í golfi sem nú stendur yfir á Medinah-vellinum í Illinois-fylki. Woods hefur náð þriggja högga forystu eftir fyrstu sex holurnar á lokahringnum, en næstur honum kemur David Weir. Sýn er með beina útsendingu frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Luke Donald í forystu

Luke Donald er sem stendur í efsta sæti á PGA mótinu í golfi sem stendur yfir í Illinois-fylki í Bandaríkjunum, en þetta er síðasta risamót sumarsins. Donald er á 12 höggum undir pari í þriðju umferð mótsins en þeir Shaun Micheel og Mike Weir koma fast á hæla hans á 11 undir pari. Tiger Woods er í góðri aðstöðu til að hefja atlögu að efstu mönnum eins og hans er von og vísa, en hann er tveimur höggum á eftir þeim á Medinah-vellinum. Sýn er með beinar útsendingar í gangi frá mótinu.

Golf
Fréttamynd

Heiðar náði sér ekki á strik á lokahringnum

Heiðar Davíð Bragason náði sér ekki á strik á lokadeginum á sænsku mótaröðinni í dag þegar hann lék á 77 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann lauk því keppni á fimm höggum yfir pari og hafnaði í 53. sæti á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Stenson tekur forystu

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefur eins höggs forystu eftir tvær umferðir á USPGA mótinu sem nú stendur yfir á Medinah vellinum í Chicago. Stenson lék annan hringinn á 68 höggum eða 4 höggum undir pari og er því einu höggi á undan Davis Lowe III sem vann sigur á mótinu árið 1997. Bein útsending verður frá mótinu á Sýn í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Heiðar á pari í Svíþjóð

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Heiðar Davíð á höggi yfir pari

Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili lék fyrsta hringinn á sænsku mótaröðinni á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari í dag. Keppnin fer fram í Haverdal í Svíþjóð og er efsti maður eftir fyrsta dag á sex höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld

PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.

Golf
Fréttamynd

Slakur dagur hjá Michelle Wie

Fyrsta umferðin í Opna breska meistaramóti kvenna í golfi stendur nú yfir á Royal Lytham og St Annes golfvellinum. Það er Juli Inkster frá Bandaríkjunum sem leiðir á sex höggum undir pari og hefur hún lokið hringnum. Michelle Wie hefur ekki náð sér á strik.

Golf
Fréttamynd

Michelle Wie er klár í slaginn

Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur naumlega áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag naumlega í gegnum niðurskurð eftir þriðja hring á Ryder Cup áskorendamótinu í Golfi sem fram fer í Wales.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur áfram í Wales

Birgir Leifur Hafþórsson lék ágætlega á öðrum keppnisdegi áskorendamótsins í Wales í dag og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær, en komst naumlega í gegn um niðurskurðinn með góðum leik sínum í dag.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur á tveimur yfir í Wales

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á áskorendamótinu í Wales og lauk hringnum á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Efsti maður á mótinu er að leika á sjö undir pari og er Birgir því nokkuð langt frá efstu mönnum.

Golf
Fréttamynd

Mjög ósáttur við ljósmyndara

Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods varði titil sinn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn.

Golf
Fréttamynd

Slæmur endasprettur hjá Birgi

Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn

Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els.

Golf
Fréttamynd

Faldo Series til Íslands

Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur frábær í dag

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna.

Golf
Fréttamynd

Woods í stuði

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco.

Golf
Fréttamynd

McDowell í forystu

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á þremur undir pari í Skotlandi

Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að spila ágætlega á áskorendamótinu í Skotlandi og lauk þriðja keppnisdeginum á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Birgir er því samtals á þremur höggum undir pari fyrir lokadaginn og er nokkuð ofarlega á töflunni. Efsti maður mótsins eins og staðan er nú er á 12 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur á pari í Skotlandi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði ágætlega á Áskorendamótaröðinni í Skotlandi í dag þegar hann lauk fyrsta hringnum á 71 höggi, sem er par vallarins.

Sport
Fréttamynd

Heiðar í 20.-25. sæti

Heiðar Davíð Bragason, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ, lauk í gær keppni á móti í Brönderslev í Danmörku í 20.-25. sæti en mótið er liður í dönsku keppnismótaröðinni. Davíð Heiðar spilaði þriðja og síðasta hringinn á þremur höggum yfir pari og samtals á átta höggum yfir parinu. Hann átti frábæran fyrsta hring á mótinu er hann spilaði á einu höggi undir pari en náði ekki að leika það eftir.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð í 18. sæti í Danmörku

Heiðar Davíð Bragason úr Kili varð í 18.-20. sæti á opna golfmótinu í Herning í Danmörku sem lauk í dag. Heiðar lék lokahringinn á þremur höggum yfir pari og lauk keppni á fjórum höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Skelfileg byrjun hjá Ólöfu Maríu

Ólöf María Jónsdóttir náði sér engan veginn á strik á fyrsta keppnisdeginum á Estorial-mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Ólöf á litla möguleika á að komast í gegn um niðurskurð á mótinu á morgun eftir að hafa lokið keppni á 13 höggum yfir pari í dag.

Sport