Rástímar fyrir lokahringinn Það verður mikil spenna í Grafarholtinu í dag þar sem lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður leikinn. Hér að neðan má sjá rástímana fyrir þennan lokahring. Golf 26. júlí 2009 06:00
Stefán Már á toppnum fyrir lokahringinn Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins. Golf 25. júlí 2009 18:07
Valdís með fjögurra högga forskot fyrir lokadag Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á 72 höggum á Grafarholtsvellinum í dag, einu yfir pari. Valdís er á 9 yfir pari samtals en hún er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á morgun. Golf 25. júlí 2009 16:39
Stefán Már leikið mjög vel í dag Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið að leika virkilega vel á Íslandsmótinu í dag. Hann er á þremur undir pari þegar hann er búinn með sjö holur og er samtals á einu undir. Golf 25. júlí 2009 15:13
Strætó fyrir áhorfendur í Grafarholti Búist er við miklum fjölda áhorfenda í Grafarholtið í dag og á morgun þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram. Áhorfendum er bent á bílastæði við Krókháls og á lóð Bílabúðar Benna. Golf 25. júlí 2009 11:00
Var mjög góður dagur í alla staði Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Golf 25. júlí 2009 08:00
Ólafur Björn: Ég kann ágætlega við mig þarna Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað. Golf 24. júlí 2009 20:45
Ólafur Björn hefur tveggja högga forskot á Stefán Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum hefur tveggja högga forskot á Stefán Már Stefánsson úr GR eftir annan hringinn á Íslandsmótinu í höggleik á Grafarholtsvelli. Golf 24. júlí 2009 18:35
Ólafur Björn er aftur kominn með forystu hjá körlunum Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum er eini kylfingurinn sem er að spila undir pari þegar fremstu menn hafa lokið fyrri níu á öðrum degi á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti. Golf 24. júlí 2009 15:53
Valdís Þóra heldur eins höggs forskoti á Ástu Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er áfram efst í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholtinu en keppni er lokið á öðrum degi. Valdís Þóra lék á 76 höggum í dag alveg eins og Ásta Birna Magnúsdóttir og hélt því eins höggs forskoti sínu. Golf 24. júlí 2009 15:04
Birgir Leifur úr leik í Svíþjóð Ljóst er að Birgir Leifur Hafþórsson er úr leik á SAS Masters mótinu í Svíþjóð. Hann lék á samtals fjórum höggum yfir pari fyrstu tvo daga mótsins og er um þremur höggum fyrir neðan niðurskurðinn. Golf 24. júlí 2009 13:55
Spennan er mikil hjá stelpunum eftir fyrri níu á degi tvö Það er mikil spenna er í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem nú stendur yfir á Grafarholtsvelli. Aðeins munar 5 höggum á efstu 12 keppendunum. Golf 24. júlí 2009 11:57
Valdís Þóra á eitt högg hjá konunum Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi er í forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholti í gær. Sport 24. júlí 2009 07:00
Stefán Már leiðir hjá körlunum Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur leiðir eftir fyrsta keppnisdag í karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik á Grafarholtsvelli. Golf 24. júlí 2009 06:45
Ólafur Björn byrjaði á fjórum fuglum á fyrstu fjórum holunum Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum byrjaði frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik sem hófst í Grafarholtinu í morgun. Ólafur Björn var spáð góðu gengi fyrir mótið og ætlar heldur betur að standa undir væntingunum. Golf 23. júlí 2009 14:36
Valdís Þóra með eitt högg í forskot eftir fyrsta dag hjá konunum Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í höggleik. Valdís Þór hélt forskoti sínu þrátt fyrir að fá skolla á síðustu fjórum holunum. Golf 23. júlí 2009 14:10
Þetta verður golfsýning Við stefnum á að halda flottasta Íslandsmót sem haldið hefur verið. Það er því mikil spenna í loftinu,“ segir Margeir Vilhjálmsson, mótsstjóri Íslandsmótsins í höggleik sem hefst í dag. Mótið fer fram á Grafarholtsvelli og fyrstu kylfingarnir verða ræstir út kl. 8 í dag en leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki svo krýndir á sunnudag. Golf 23. júlí 2009 06:45
GPS vinsælt á golfvellinum Farsímar með innbyggðu GPS hafa verið mjög vinsælir á golfvöllum í sumar en hægt er að hlaða niður forriti með mörgum golfvöllum Íslands í símann. Golf 23. júlí 2009 03:45
Örvar og Eygló unnu Berserkinn 2009 Í kvöld fór fram keppnin „Berserkur“ þar sem högglengstu kylfingar landsins í karla -og kvennaflokki öttu kappi. Í karlaflokki fór Örvar Samúelsson úr GA með sigur af hólmi en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr GO vann í kvennaflokki. Golf 22. júlí 2009 23:00
Högglengstu kylfingar landsins eigast við í kvöld Í kvöld fer fram keppnin „Berserkur“ á Grafarholtsvelli en um er að ræða keppni um högglengsta kylfing landsins í karla- og kvennaflokki. Sport 22. júlí 2009 06:45
Stewart Cink vann umspilið á móti Tom Watson Tom Watson tókst ekki að vinna sögulegan sigur á opna breska meistaramótinu í golfi því hann tapaði í umspili á móti Stewart Cink í kvöld. Golf 19. júlí 2009 18:39
Umspil á opna breska - Watson mistókst að tryggja sér sigurinn Bandaríkjamennirnir Stewart Cink og Tom Watson munu spila fjögurra holu umspil um sigurinn á opna breska meistaramótinu í golfi. Golf 19. júlí 2009 17:29
Tom Watson enn efstur á opna breska - getur orðið elsti risamótsmeistarinn Ævintýri hins 59 ára gamla Tom Watson á opna breska meistaramótinu heldur áfram en Watson er með eins högg forystu fyrir lokadaginn á morgun. Watson lék á einu höggi yfir pari í dag og hefur leikið fyrstu 54 holurnar á fjórum höggum undir pari. Golf 18. júlí 2009 22:07
Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð Tiger Woods, tekjuhæsti íþróttamaður heims, er úr leik á Opna breska meistaramótinu. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð og leikur því ekki um helgina. Golf 17. júlí 2009 18:41
Spánverjinn Miguel Angel Jimenez efstur eftir fyrsta daginn Spánverjinn Miguel Angel Jimenez lék manna best á fyrsta degi 138. opna breska meistaramótsins í golfi sem stendur nú yfir á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi. Jimenez lék fyrstu 18 holurnar á 64 höggum eða einu höggi betur en þeir Tom Watson, Ben Curtis og Kenichi Kuboya. Golf 17. júlí 2009 10:30
Hver er sá högglengsti á Íslandi í dag? Íslandsmótið í höggleik fer að þessu sinni fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík 23.-26. júlí og er undirbúningur mótsins í fullum gangi. Við þetta tilefni ætla mótshaldarar að finna út hver sé högglengsti kylfingur Íslands 2009. Golf 13. júlí 2009 17:30
Tiger og Westwood saman Ljóst er að flest augu munu beinast að þeim Tiger Woods og Lee Westwood fyrstu tvo keppnisdagana á Opna breska meistaramótinu. Þeir munu leika saman þá daga en mótið hefst á fimmtudag. Golf 13. júlí 2009 13:32
Þrumur og eldingar í aðalhlutverki í Slóveníu Íslensku stelpunum tókst ekki að ljúka fyrsta hring á EM áhugamanna í golfi sem fer nú fram í Bled í Slóveníu. Leik var frestað vegna veðurs en mikil rigning, þrumur og eldingar eru á vellinum. Golf 7. júlí 2009 18:00
Tiger fagnaði sigri Tiger Woods fagnaði sigri á PGA National-mótinu sem fór fram í Maryland í Bandaríkjunum í gær. Þetta var hans 68. sigur á ferlinum á PGA-mótaröðinni og hans þriðji í ár. Golf 6. júlí 2009 07:00
Woods og Kim deila toppsætinu Þeir Tiger Woods og Anthony Kim eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á AT&T-National golfmótinu á Congressional vellinum. Báðir eru á tíu höggum undir pari. Golf 5. júlí 2009 09:07
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti