Sport

Watson: Woods verður að sýna auðmýkt og koma hreint fram

Ómar Þorgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic photos/AFP

Kylfingurinn gamalreyndi Tom Watson er harðorður í garð kollega síns Tiger Woods í nýlegu viðtali og telur að hann sé ekki sama fyrirmynd og forrennarar hans á borð við Jack Nicklaus, Byron Nelson og Ben Hogan og fleiri.

Woods hefur staðið í ströngu undanfarið vegna fjölmiðlafárs út af framhjáhöldum hans og hefur ekkert spilað golf upp á síðkastið og Watson telur að hann þurfi að skýra ýmis mál og koma hreint fram áður en hann hefur keppni á nýjan leik.

„Hann þarf náttúrulega fyrst og fremst að sýna auðmýkt. Hann þarf að hreinsa til í sínum málum og koma hreint fram. Hann klúðraði málum og hann veit það og heimurinn veit það.

Hann verður því að stíga fram og taka þetta á sig áður en hann byrjar að spila á ný," segir Watson en Woods er enn í felum og hefur lítið sem ekkert látið sjá sig síðan í nóvember þegar allt fór í háaloft í einkalífi hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×