Furstadæmin á leið til Mars í fyrsta sinn Geimferðastofnun Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur sett stefnuna á rauðu plánetuna Mars en könnunarhnettinum Hope var skotið á loft japönsku geimstöðinni Tanegashima í gær. Erlent 20. júlí 2020 08:54
Áður óséðir „bálkestir“ á nýjum nærmyndum af sólinni Fjöldi áður óséðra smárra sólblossa sem vísindamenn kalla „bálkesti“ kom í ljós á fyrstu nærmyndum geimfarsins Solar Orbiter af yfirborði sólarinnar sem voru birtar í dag. Bálkestirnir eru taldir geta haft áhrif á hitastig kórónu sólarinnar. Erlent 16. júlí 2020 16:41
Einn þekktasti geimfari heims fer yfir frægar geimfaramyndir Geimfarinn vinsæli, Chris Hadfield, er margreyndur í sínu fagi og fór hann á dögunum yfir þekktar geimfaramyndir á YouTube-síðu Vanity Fair og útskýrir fyrir áhorfendum hvort atriði í slíkum myndum geti í raun og veru átt sér stað. Lífið 10. júlí 2020 07:00
Hanna tunglhíbýli í Hallmundarhrauni Vísindamenn á vegum Evrópsku geimvísindastofnunarinnar hafa unnið að uppbyggingu og hönnun tunglhíbýlis í Stefánshelli í Hallmundarhrauni í vikunni. Markmiðið er að hanna tímabundinn dvalarstað fyrir tunglfara. Innlent 3. júlí 2020 18:35
Telja sig hafa fundið berstrípaðan kjarna gasrisa Óvenjumassamikill berghnöttur sem stjörnufræðingar fundu þétt upp við móðurstjörnu sína virðist vera kjarni stórrar reikistjörnu á borð við gasrisann Júpíter. Slíkur kjarni hefur aldrei áður fundist og getur fundurinn hjálpað vísindamönnum að skilja betur innviði gasrisa. Erlent 1. júlí 2020 16:49
Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. Erlent 8. júní 2020 13:35
Á leið til geimstöðvarinnar eftir fullkomið geimskot Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug og allra fyrsta mannaða geimskot einkafyrirtækis, heppnaðist fullkomlega í gærkvöldi. Erlent 31. maí 2020 10:35
Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Erlent 30. maí 2020 19:35
Frumgerð SpaceX sprakk í loft upp Frumgerð fyrirtækisins SpaceX af Starship geimfarinu sprakk í loft upp eftir tilraun á hreyfli geimfarsins í Texas í gær. Erlent 30. maí 2020 08:26
Gera aftur tilraun til að koma geimförum í geimstöðina Geimferðafyrirtækið SpaceX hyggst nú gera aðra tilraun til að koma þeim Doug Hurley og Bob Behnken út í geim og um borð í alþjóðlegu geimstöðina (ISS). Erlent 29. maí 2020 22:43
Yfirmaður NASA til í að Cruise taki upp kvikmynd í geimstöðinni Fréttir hafa verið á kreiki um nokkuð skeið sem snúa að því að stórleikarinn Tom Cruise stefni á að fara út í geim og taka þar upp kvikmynd. Erlent 28. maí 2020 12:08
„Veðrið lék okkur grátt“ Yfirmaður NASA er borubrattur fyrir laugardaginn þegar ný tilraun verður gerð til að skjóta tveimur geimförum út í geim. Erlent 28. maí 2020 11:13
Bein útsending: Hætt við fyrsta mannaða geimskotið í Bandaríkjunum í tæpan áratug Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX ætla að reyna við tímamóta geimskot í kvöld. Erlent 27. maí 2020 16:00
Allt klárt fyrir tímamótageimskot Allt virðist klárt fyrir fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í tæpan áratug. Erlent 26. maí 2020 10:45
Geimskot Virgin Orbit misheppnaðist Starfsmönnum fyrirtækisins Virgin Orbit, sem er í eigu auðjöfursins Richard Branson, mistókst í gærkvöldi að skjóta eldflaug út í geim. Erlent 26. maí 2020 06:30
Telja sig hafa náð mynd af fæðingu reikistjörnu Myndir sem hópur stjörnufræðinga hefur birt eru taldar þær fyrstu af reikistjörnu í fæðingu í nýju sólkerfi sem er að myndast í hundraða ljósára fjarlægð frá jörðinni. Uppgötvunin getur hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur verða til. Erlent 20. maí 2020 16:00
Yfirmaður mannaðra geimferða NASA hættir vegna „mistaka“ Yfirmaður mannaðra geimferða hjá Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, sagði af sér í dag. Rétt rúm vika er þar til NASA ætlar að skjóta mönnum út í geim frá Bandaríkjunum í fyrsta sinn frá árinu 2011. Erlent 19. maí 2020 22:30
Leynilegt geimfar ber merkilega tilraun út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að skjóta dularfullri geimflaug á braut um jörðu á morgun. Farið sem kallast X-37B mun bera mörg tilraunaverkefni en eitt þeirra hefur vakið meiri athygli en önnur. Erlent 15. maí 2020 14:08
Skutu nýrri eldflaug og nýju geimfari á loft Kínverjar skutu nýrri kynslóð eldflauga á loft í fyrsta sinni í gær. Þessi eldflaug á að bera menn og nýja geimstöð á braut um jörðu, sem og geimför til mars. Erlent 6. maí 2020 10:20
Um víðáttur sólkerfisins, með viðkomu á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu skjóta geimförum á loft frá Bandaríkjunum þann 27. maí og verður það í fyrsta sinn frá 2011. Erlent 6. maí 2020 07:00
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir myndbönd af fljúgandi furðuhlutum Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í dag þrjú myndbönd, sem áður voru flokkuð sem trúnaðargögn, sem sýna að því er virðist fljúgandi furðuhluti. Erlent 28. apríl 2020 23:31
„Geimkórall“ á þrítugsafmæli Hubble-geimsjónaukans Hubble-geimsjónaukinn hefur valdið straumhvörfum í stjörnufræði á þeim þrjátíu árum sem hann hefur nú hringsólað um jörðina. Í tilefni tímamótanna hafa vísindamenn birt nýja mynd af risavaxinni stjörnuþoku þar sem nýjar stjörnur eru að fæðast. Erlent 24. apríl 2020 16:23
Fyrsti marsleiðangur Kína nefndur eftir tvö þúsund ára gömlu ljóði Geimferðastofnun Kína hefur opinberað nafn fyrsta Mars-könnunar leiðangurs stofnunarinnar á 50 ára afmæli fyrsta kínverska gervihnattarins. Erlent 24. apríl 2020 06:52
Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum. Erlent 17. apríl 2020 23:05
Telja sig á spori viðsjálla svarthola Röntgenblossi sem tvö gervitungl komu auga á fyrir fjórtán árum gæti verið skýrasta vísbendingin um tilvist meðalstórra svarthola sem stjörnufræðingum hefur reynst erfitt að finna í alheiminum. Uppgötvunin gæti varpað frekara ljósi á hvernig risasvarthol þróast og verða til. Erlent 1. apríl 2020 13:09
Apollo-geimfarinn Al Worden látinn Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. Erlent 18. mars 2020 22:57
Nýr Marsjeppi fær nafnið „Þrautseigja“ Þrettán ára gamall skólapiltur á heiðurinn á nafninu á nýjasta Marsjeppa bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Jeppinn hlaut nafnið „Þrautseigja“ [e. Perseverance]. Erlent 6. mars 2020 10:17
InSight hefur greint fjölda Marsskjálfta Lendingarfarið Insight, hefur varið rúmu ári á yfirborði Mars og á þeim tíma hefur farið greint fjölda Marsskjálfta og þar með staðfest skjálftavirkni á plánetunni rauðu. Erlent 24. febrúar 2020 22:30
Mynduðu verðandi sprengistjörnu sem dofnar á næturhimninum Ein bjartasta stjarna næturhiminsins hefur dofnað merkjanleg undanfarna mánuði og hafa miklar vangaveltur verið um hvort að hún gæti verið við það að springa. Erlent 15. febrúar 2020 12:30
Geimskot á evrópsku sólfari tókst með ágætum Geimfarinu er ætlað að safna gögnum til að varpa frekara ljósi á innri virkni sólarinnar sem gæti hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma. Erlent 10. febrúar 2020 11:49