SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 17:00 Frá fyrsta mannaða geimskoti SpaceX í maí. Vísir/SpaceX Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. SpaceX mun á laugardagskvöldið skjóta fjórum geimförum út í geim. Það eru þau Shannon Walker, Victor Glover og Mike Hopkins frá NASA og Soichi Nohuchu, frá Geimvísindastofnun Japan (JAXA). Geimfarið er klárt á skotpalli í Flórída. Crew access arm swings into place pic.twitter.com/XAImd6nLJV— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2020 Einnig verða margskonar vísindarannsóknir fluttar til geimstöðvarinnar. Þær snúa meðal annars að því hvaða áhrif vera í geimnum hefur á ónæmiskerfi manna og heila þeirra. Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með ræktun radísa út í geimi, tilraunir með líffæri og ýmislegt annað. Ein mikilvægasta tilraunin snýr þó að nýrri kynslóð geimbúninga NASA og munu geimfararnir sérstaklega gera tilraunir á hitajöfnunarkerfi búninganna. SpaceX varð í gær fyrsta einkafyrirtækið til að verða vottað af NASA til að flytja geimfara stofnunarinnar út í geim. SpaceX skaut fyrstu geimförunum á loft frá Bandaríkjunum í tæpan áratug í vor og var það í fyrsta sinn sem fyrirtækið skaut geimförum til ISS. Þá var notast við Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfar og er það sömuleiðis gert núna og í næstu geimskotum. Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sneru svo aftur til jarðarinnar í ágúst. Sjá einnig: Á leið til geimstöðvarinnar eftir fullkomið geimskot Vottun Crew Dragon, Falcon 9 og allra kerfa á jörðu niðri er í fyrsta sinn sem NASA vottar nýtt geimfar í nærri því 40 ár, samkvæmt tilkynningu frá NASA. NASA hefur einnig gert samkomulag við Boeing um að flytja menn og farm út í geim en fyrirtækið hefur ekki enn tekist að framkvæma tilraunaskot. Til stendur að reyna ómannað skot á næsta ári. Til stendur að senda sjö geimför SpaceX til ISS á næstu 15 mánuðum. Þar er bæði um mannaðar geimferðir og birgðasendingar að ræða. SpaceX mun því verða með stöðuga viðveru við geimstöðina á því tímabili. Eftir hvert geimskot verða tvö Dragon geimför út í geimi í einhvern tíma. Samvinna NASA og einkafyrirtækja að mönnuðum geimferðum er liður í margra ára áætlun stofnunarinnar sem miðar að því að koma mönnum aftur til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Í fyrra voru 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fundi Geimráðs ríkisins í fyrra, að flýta ætti áætlun NASA, sem ætlaði að senda menn til tunglsins fyrir 2028. Þess í stað yrðu menn sendir til tunglsins fyrir 2024. Verkefnið ber heitið Artemis, í höfuð grísku gyðjunnar. Artemis er systir Apollo. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með. Geimurinn Bandaríkin SpaceX Tækni Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. 14. október 2020 09:30 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. SpaceX mun á laugardagskvöldið skjóta fjórum geimförum út í geim. Það eru þau Shannon Walker, Victor Glover og Mike Hopkins frá NASA og Soichi Nohuchu, frá Geimvísindastofnun Japan (JAXA). Geimfarið er klárt á skotpalli í Flórída. Crew access arm swings into place pic.twitter.com/XAImd6nLJV— SpaceX (@SpaceX) November 11, 2020 Einnig verða margskonar vísindarannsóknir fluttar til geimstöðvarinnar. Þær snúa meðal annars að því hvaða áhrif vera í geimnum hefur á ónæmiskerfi manna og heila þeirra. Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með ræktun radísa út í geimi, tilraunir með líffæri og ýmislegt annað. Ein mikilvægasta tilraunin snýr þó að nýrri kynslóð geimbúninga NASA og munu geimfararnir sérstaklega gera tilraunir á hitajöfnunarkerfi búninganna. SpaceX varð í gær fyrsta einkafyrirtækið til að verða vottað af NASA til að flytja geimfara stofnunarinnar út í geim. SpaceX skaut fyrstu geimförunum á loft frá Bandaríkjunum í tæpan áratug í vor og var það í fyrsta sinn sem fyrirtækið skaut geimförum til ISS. Þá var notast við Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfar og er það sömuleiðis gert núna og í næstu geimskotum. Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sneru svo aftur til jarðarinnar í ágúst. Sjá einnig: Á leið til geimstöðvarinnar eftir fullkomið geimskot Vottun Crew Dragon, Falcon 9 og allra kerfa á jörðu niðri er í fyrsta sinn sem NASA vottar nýtt geimfar í nærri því 40 ár, samkvæmt tilkynningu frá NASA. NASA hefur einnig gert samkomulag við Boeing um að flytja menn og farm út í geim en fyrirtækið hefur ekki enn tekist að framkvæma tilraunaskot. Til stendur að reyna ómannað skot á næsta ári. Til stendur að senda sjö geimför SpaceX til ISS á næstu 15 mánuðum. Þar er bæði um mannaðar geimferðir og birgðasendingar að ræða. SpaceX mun því verða með stöðuga viðveru við geimstöðina á því tímabili. Eftir hvert geimskot verða tvö Dragon geimför út í geimi í einhvern tíma. Samvinna NASA og einkafyrirtækja að mönnuðum geimferðum er liður í margra ára áætlun stofnunarinnar sem miðar að því að koma mönnum aftur til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Í fyrra voru 50 ár liðin frá því að menn lentu fyrst á tunglinu. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti á fundi Geimráðs ríkisins í fyrra, að flýta ætti áætlun NASA, sem ætlaði að senda menn til tunglsins fyrir 2028. Þess í stað yrðu menn sendir til tunglsins fyrir 2024. Verkefnið ber heitið Artemis, í höfuð grísku gyðjunnar. Artemis er systir Apollo. Eins og frægt er var það nafn verkefnisins sem sneri að tunglferðunum sem farnar voru á árum áður. Markmiðið er að nota tunglið svo sem stökkpall fyrir frekari geimferðir lengra út í sólkerfið. Jafnvel stendur til að gera nýja heimstöð á braut um tunglið. Rannsóknir sýna að finna má ís í gígum á pólum tunglsins og þann ís má bæði nota til að framleiða eldsneyti fyrir geimför og halda við byggð manna á tunglinu. Með því að skjóta geimförum af stað frá tunglinu í stað yfirborðs jarðarinnar væri hægt að spara mikið eldsneyti og í senn gera geimförum kleift að fljúga hraðar. Sérstaklega stendur til að nota tunglið sem stökkpall til Mars. Til að byrja með.
Geimurinn Bandaríkin SpaceX Tækni Artemis-áætlunin Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. 14. október 2020 09:30 Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29 Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59
Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. 14. október 2020 09:30
Starship flogið á loft og lent aftur Starfsmönnum fyrirtækisins SpaceX tókst í gærkvöldi að fljúga frumgerð að Starship geimfarinu á loft og lenda því aftur. 5. ágúst 2020 15:29
Starship nú í forgangi hjá SpaceX Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX munu ekki sitja auðum höndum, þó þeir hafi náð þeim merka árangri fyrir rúmri viku síðan að vera fyrsta einkafyrirtækið til að skjóta mönnum út í geim. Nú verður þróun Starship-geimfarsins sett í forgang hjá fyrirtækinu. 8. júní 2020 13:35