Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Í sex ára keppnis­bann og heims­metið talið ó­lög­legt

Rhonex Kipruto frá Kenía hefur verið dæmdur í sex ára keppnisbann vegna misræmis í blóðsýnum. Segir heiðarleikadeild frjálsra íþrótta (Athletics Integrity Unit) að því sé staðfest að Kipruto hafi gerst sekur um svindl. Heimsmetið sem hann setti árið 2020 gildir því ekki.

Sport
Fréttamynd

Kurr í hlaupaheiminum vegna ó­vissu með Reykja­víkur­mara­þonið

Óvíst er hvort keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar fái tíma sína staðfesta af Frjálsíþróttasambandi Íslands. Deilur standa yfir milli skipuleggjenda og þeirra sem hafa séð um dómgæslu hlaupsins. Engin lausn virðist í sjónmáli og aðilar málsins eru meira að segja ósammála um hvar ágreiningurinn liggur.

Sport
Fréttamynd

„Sumir eru bara asnar og láta eins og fá­vitar“

„Ef að ég slepp við meiðsli og veikindi þá held ég að þetta verði leikur einn,“ segir norski hlauparinn Jakob Ingebrigtsen, vægast sagt sjálfsöruggur, varðandi 1.500 metra hlaupið á Ólympíuleikunum í París í sumar sem margir bíða eftir.

Sport