Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. Erlent 20. desember 2020 13:30
Saka FAA og Boeing um að leyna upplýsingum um 737 MAX slysin Rannsókn sem gerð var fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings segir sýna fram á að bæði flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum (FAA) og flugvélaframleiðandinn Boeing hafi reynt að koma í veg fyrir að mikilvægar upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar kæmu fram í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Viðskipti erlent 19. desember 2020 10:30
Harpa og Isavia fá ríkisaðstoð ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkti í dag ríkisaðstoð Íslands til Hörpu og Isavia vegna tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins. Harpa mun fá beinan 400 milljón króna styrk en tjón Isavia verður bætt með auknu hlutafé. Viðskipti innlent 18. desember 2020 11:42
Ætla að herða eftirlit með sóttvörnum á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Keflavíkurflugvelli ætlar að herða eftirlit með sóttvörnum. Til greina kemur að sekta fólk fyrir að brjóta gegn sóttvarnareglum varðandi það að sækja vini og vandamenn á flugvöllinn. Innlent 16. desember 2020 19:10
Sækja ástvini á flugvöllinn þvert á tilmæli Nokkuð hefur borið á því að farþegar sem komið hafa til landsins með flugi síðustu daga séu sóttir á Keflavíkurflugvöll, þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda. Innlent 16. desember 2020 16:15
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands tryggðar eftir Brexit Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, undirritaði í dag fyrir Íslands hönd loftferðasamning milli Íslands og Bretlands. Flugsamgöngur hafa því verið tryggðar á milli ríkjanna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Innlent 16. desember 2020 15:44
Uppsagnir 68 flugmanna Icelandair taka gildi um áramótin Uppsagnir tæplega sjötíu flugmanna hjá Icelandair taka gildi um áramótin og verða þær ekki dregnar til baka. Aðeins 71 flugmaður verður á launaskrá Icelandair frá og með 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í frétt túristi.is. Viðskipti innlent 15. desember 2020 20:08
Tekinn með 26 kíló af kannabis Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú innflutning á 26 kílóum af kannabis en þetta er langmesta magn sem náðst hefur í einu. Þá rannsakar embættið kókaíninnflutning sem talinn er hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 14. desember 2020 18:30
Brexit án samnings: Fyrirhugaðar viðbragðsreglugerðir á sviði flugréttar Um áramót lýkur aðlögunartímabili vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB). Þó ber að hafa í huga að á aðlögunartímabilinu er Bretland áfram bundið af regluverki ESB, þ.m.t. alþjóðasamningum. Skoðun 14. desember 2020 13:00
Margir enn atvinnulausir eftir fall WOW air Þeim sem glíma við langvarandi atvinnuleysi fer hratt fjölgandi hér á landi. Þeir sem misstu vinnuna við fall WOW air eru margir hverjir enn atvinnulausir. Viðskipti innlent 12. desember 2020 20:30
Icelandair gæti átt erfitt með að manna vélar ef eftirspurn eykst Icelandair hefur lítið svigrúm til að bregðast við aukinni eftirspurn á nýju ári að sögn formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Ástæðan sé sú að félagið verði að óbreyttu með mjög fáa flugmenn í vinnu í byrjun nýs árs að því er fram kemur í frétt á vef Túrista. Félagið geti aðeins mannað tvær til fimm farþegaþotur eftir áramót. Viðskipti innlent 12. desember 2020 16:22
Kínversk yfirvöld ráðleggja flugþjónum að ganga með bleyju Síðustu misseri hafa menn leitað ýmissa leiða til að efla sýkingavarnir og draga úr smithættu en ef einhverjum hefur þótt nóg um þá ættu þeir að kynna sér nýjar ráðleggingar kínverskra flugmálayfirvalda til starfsfólks í fluggeiranum. Erlent 10. desember 2020 15:03
Ferðahugur í Íslendingum í kjölfar bóluefnafrétta Íslendingar eru margir farnir að huga að sólarlandaferðum á næsta ári í ljósi fregna af bóluefni. Erlendir ferðamenn eru farnir að sýna landinu áhuga á ný. Viðskipti innlent 9. desember 2020 18:31
Hollandsflug frá Akureyri blásið af í vetur Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur til og frá Akureyri, líkt og áætlað var. Viðskipti innlent 9. desember 2020 13:15
Max-flugvélar aftur í áætlunarflug Brasilíska flugfélagið Gol er byrjað að nota flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max á ný í áætlunarflugi sínu. Flugvélar af þeirri tegund voru kyrrsettar í mars 2019 í kjölfar tveggja flugslysa á um hálfu ári þar sem 346 manns fórust. Viðskipti erlent 9. desember 2020 13:13
Aukið eftirlit með komufarþegum um hátíðirnar Icelandair mun tvöfalda flugáætlun sína í aðdraganda jólanna til að koma Íslendingum heim. Lögreglan mun auka eftirlit með komufarþegum til að tryggja að þeir fari eftir fyrirmælum um sóttkví. Innlent 9. desember 2020 12:01
Þrjár vinsælustu einkaþoturnar Þeir ríkustu ferðast oft um á einkaþotum sem kostar marga milljarða hver. Sumir fara þá leið að leigja slíkar vélar til að komast á milli staða. Lífið 9. desember 2020 07:01
Elísabet ætlar í mál við ríkislögreglustjóra Elísabet Guðmundsdóttir, lýtaskurðlæknirinn sem vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hún hafnaði því að fara í skimun á landamærunum eða fjórtán daga sóttkví við komu hingað til lands frá Danmörku, hyggst nú höfða mál á hendur embætti ríkislögreglustjóra. Innlent 8. desember 2020 21:52
Fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn fallinn frá Bandaríski flugmaðurinn Chuck Yeager, sem var fyrsti maðurinn til að rjúfa hljóðmúrinn, er látinn 97 ára að aldri. Eiginkona Yeager, Victoria Yeager, greindi frá andlátinu á Twitter. Erlent 8. desember 2020 08:27
Sjö þúsund flugu með Icelandair í nóvember Lítil breyting hefur orðið í farþegaflugi á vegum Icelandair á milli mánaða og voru farþegatölur í nóvember sambærilegar því sem þær voru í október. Alls flugu um sjö þúsund farþegar milli landa með Icelandair í nóvember, 97 prósent færri en í nóvember í fyrra. Viðskipti innlent 7. desember 2020 19:19
Fór hvorki í skimun né sóttkví og var mætt á mótmælin í dag Elísabet Guðmundsdóttir lýtaskurðlæknir sem gagnrýnt hefur sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda kom til landsins í gærkvöldi eftir dvöl í Danmörku. Hún kaus að fara hvorki í skimun né sóttkví við komuna til landsins og var mætt á mótmæli á Austurvelli klukkan 13 í dag. Innlent 5. desember 2020 18:32
Innlit í Air Force One Forsetaþotan Air Force One er án efa þekktasta flugvél heims en hún er til umráða fyrir forseta Bandaríkjanna. Á YouTube-síðunni Tech Vision má sjá innslag um flugvélina. Lífið 4. desember 2020 15:29
Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. Viðskipti erlent 3. desember 2020 22:50
Flugvél í árekstri við bíl eftir nauðlendingu Flugmaður einkaflugvélar lenti í miklum vandræðum í Minnesota í Bandaríkjunum í gærkvöldi og þurfti hann að framkvæma nauðlendingu á hraðbraut hjá borgunum Minneapolis og Saint Paul. Erlent 3. desember 2020 16:41
„Lífið tók þarna á okkur með köldu krumlunni sinni“ Miðvikudaginn 2. desember fyrir sléttum 50 árum síðan létu þrír íslenskir flugmenn lífið þegar flutninga-vél þeirra frá Cargolux fórst um tíu kílómetra norðvestur af flugvellinum í Dacca í Bangladess en þá tilheyrði svæðið Austur-Pakistan. Lífið 3. desember 2020 14:29
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Viðskipti innlent 2. desember 2020 08:16
Kjartan til Isavia Kjartan Briem hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Isavia ANS og mun hann hefja störf 1. janúar næstkomandi. Viðskipti innlent 1. desember 2020 12:46
Síðasta fjögurra hreyfla þota SAS í lokafluginu yfir Íslandi SAS-þotan Astrid Viking, af gerðinni Airbus A340, lagði upp frá Kaupmannahöfn í morgun áleiðis til Tucson í Arizona þar sem hennar bíður stæði í flugvélakirkjugarði í eyðimörkinni. Flug þotunnar er sögulegt því þar með lýkur rekstri skandinavíska flugfélagsins á fjögurra hreyfla farþegaþotum. Viðskipti erlent 1. desember 2020 12:18
Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu. Innlent 28. nóvember 2020 08:26
Refsingu frestað fyrir mótmæli í flugvél Icelandair Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur og skilorðsbinda til tveggja ára. Innlent 27. nóvember 2020 15:12