Icelandair auglýsir stöður flugstjóra Icelandair hefur undanfarið auglýst stöður flugstjóra, bæði fyrir farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 MAX og Boeing 757 farþegaþotum, á meðal starfandi flugmanna hjá félaginu. Viðskipti innlent 7. febrúar 2021 13:31
Auður Ýr nýr forstöðumaður flugverndar Auður Ýr Sveinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu forstöðumanns flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Viðskipti innlent 5. febrúar 2021 10:51
Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin segist eiga hluti í Icelandair í gegnum aðra aðila sem haldi á hlutunum fyrir sig. Hún sé þó raunverulegur eigandi hlutanna, en er þó ekki á meðal tuttugu stærstu hluthafa samkvæmt hluthafalista. Viðskipti innlent 4. febrúar 2021 20:47
Breytingar á sóttvarnalögum samþykktar Frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum var samþykkt á fimmta tímanum í dag með fjörutíu og sjö samhljóða atkvæðum. Innlent 4. febrúar 2021 17:11
Föst í Boston þegar bréfið örlagaríka kom frá Skúla Mogensen Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og skemmtikraftur, hefur um árabil verið einn farsælasti grínisti Íslands. Hún ákvað strax sem ungabarn að verða leikkona og það má sannarlega segja að hún hafi látið drauminn rætast en Helga Braga er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Lífið 4. febrúar 2021 12:31
„Vægar“ tilslakanir innanlands en hertar aðgerðir á landamærunum í skoðun Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er með í smíðum tillögur að „vægum“ tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum. Mun hann skila þeim til ráðherra öðru hvoru megin við helgina en vildi ekki tjá sig frekar um þær á upplýsingafundi nú í þessu. Innlent 4. febrúar 2021 11:17
Tillaga um orkuskipti í flugi samþykkt á Alþingi Þingsályktunartillaga umhverfis- og samgöngunefndar um orkuskipti í flugi var samþykkt samhljóða með atkvæðum 53 viðstaddra þingmanna á Alþingi í dag. Innlent 3. febrúar 2021 14:08
„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Innlent 2. febrúar 2021 16:44
Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi. Innlent 1. febrúar 2021 22:15
Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“ Erlent 31. janúar 2021 23:31
Áforma að ferja tvær Boeing 737 Max-þotur til Íslands í næstu viku Icelandair er byrjað að undirbúa endurkomu Boeing 737 MAX-véla félagsins inn í flugreksturinn eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti kyrrsetningu vélanna síðastliðinn miðvikudag. Stefnt er að því að tveimur MAX-þotum verði flogið frá Spáni til Íslands í síðari hluta næstu viku. Viðskipti 29. janúar 2021 14:11
Ýmis ákvæði sóttvarnalaga styrkt og skýrð nánar Annarri umræðu um breytingar á sóttvarnalögum lauk á Alþingi í gærkvöldi en þær fela í sér styrkingu alls konar heimilda sóttvarnayfirvalda til aðgerða í sóttvarnamálum. Varaformaður velferðarnefndar Alþingis segir brýnt að hefja þegar undirbúning að heildarendurskoðun laganna. Innlent 29. janúar 2021 12:06
450 afbrigði greinst á landamærunum en þrettán innanlands Frá 15 júní á síðasta ári og til dagsins í dag hafa alls um 450 afbrigði kórónuveirunnar greinst við landamæraskimun hér á landi. Á sama tíma hafa aðeins þrettán afbrigði greinst innanlands. Innlent 28. janúar 2021 12:27
Flugvirkjar Icelandair byrjaðir að búa fyrstu MAX-vélina undir flug Flugvirkjar eru fjölmennsta flugstéttin hjá Icelandair um þessar mundir. Tvær umfangsmiklar stórskoðanir standa yfir í viðhaldsstöð félagsins Keflavík auk sem byrjað er að gera fyrstu MAX-vélina klára fyrir flug á ný. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 21:13
Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. Innlent 27. janúar 2021 19:21
Boeing 737 Max fá græna ljósið í Evrópu Flugöryggisstofnun Evrópu hefur gefið græna ljósið á að Boeing 737 Max flugvélarnar geti flogið um loftin blá í Evrópu. Þar með er 22 mánaða banni á flugvélunum lokið í kjölfar tveggja flugslysa sem kostuðu 346 manns lífið. Viðskipti erlent 27. janúar 2021 12:30
Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. Innlent 27. janúar 2021 11:57
Tollurinn fái víðtækari heimildir til þess að leita í farangri Drög að frumvarpi til breytinga á tollalögum hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Tollyfirvöldum eru þar veittar auknar heimildir til þess að leita í innrituðum farangri, án þess að eigandinn sé viðstaddur. Innlent 27. janúar 2021 11:25
Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Viðskipti innlent 27. janúar 2021 10:50
Þrýstingsfall í flugvél Bláfugls vegna leka við frakthurð Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum. Innlent 27. janúar 2021 10:23
Gjöld vegna Covid-19 vottorðs geta margfaldað ferðakostnað Fleiri ríki gera nú kröfu um að flugfarþegar framvísi vottorði um neikvæða niðurstöðu úr nýlegu Covid-19 prófi þegar þeir koma til landsins. Frá og með deginum í dag þurfa allir sem koma til Bandaríkjanna að hafa undir höndum slíkt vottorð en fyrr í mánuðinum tók sú breyting til að mynda gildi í Englandi og Danmörku. Viðskipti innlent 26. janúar 2021 13:11
Ferðaþjónustan bjartsýn en kallar eftir frekari aðgerðum stjórnvalda Mikillar bjartsýni gætir meðal ferðaþjónustufyrirtækja en stór meirihluti þeirra ætlar að halda sínu striki samkvæmt könnun KPMG sem unnin var fyrir Nýársmálstofu Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðaklasans og KPMG. Á málstofu klasans kom fram að flest ferðaþjónustufyrirtæki skorti fjármagn til fjárfestinga og að nauðsynlegt væri að byggja upp innviði landsins eins og vegakerfi. Innlent 26. janúar 2021 11:54
Munu bjóða upp á flug milli Keflavíkur og Manchester á næsta ári Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks ætla að bjóða upp á flug og borgarferðir frá Manchester á Englandi til Íslands sumarið 2022. Viðskipti innlent 22. janúar 2021 11:10
ASÍ fussar og sveiar yfir uppsögnum Bláfugls Alþýðusamband Íslands fordæmir það sem sambandið kallar enn eina tilraunina til félagslegra undirboða í flugrekstri hér á landi. Vísað er til uppsagnar fragtflugfélagsins Bláfugls sem sagði upp ellefu flugmönnum í desember í hagræðingarskyni. Viðskipti innlent 21. janúar 2021 16:29
Íslenskir forritarar höfðu betur í baráttu við Ballarin um vangoldin laun USAerospace Associates LLC, félag í eigu Michelle Ballarin sem hefur stefnt að flugrekstri undir merkjum WOW air, hefur verið dæmt til að greiða tveimur forriturum rúmlega fjörutíu milljón krónur í vangoldin laun. Dómur var kveðinn upp í héraði í dag. Viðskipti innlent 20. janúar 2021 16:13
Flughermir Icelandair uppfærður fyrir breytingar á MAX Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir uppfærslur á flughermi félagsins á Flugvöllum í Hafnarfirði vegna MAX flugvélanna hafa verið vottaðan í lok þar síðustu viku. Félagið geti því byrjað að þjálfa flugmenn á Boeing 737 MAX flugvélarnar. Innlent 19. janúar 2021 13:57
Brennd af ferðamönnum sem flökkuðu um landið í sóttkví Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að ef til vill þurfi að hnykkja betur á því að farþegar hafi heimild til að gista nálægt landamærastöð áður en haldið er heim í sóttkví. Hann segir ábendingu ísfirsks læknis, sem gagnrýndi fyrirkomulagið í gær, réttmæta. Þó beri að nefna að starfsfólk á landamærum sé svolítið brennt af ferðamönnum sem flakkað hafa um landið í sóttkví eftir komu til landsins. Innlent 19. janúar 2021 13:52
Hlutafé Isavia aukið vegna rekstrartaps í kreppunni Gengið var frá 15 milljarða króna hlutafjáraukningu á hluthafafundi Isavia sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn. Hlutafjáraukningunni er ætlað að mæta rekstrartapi vegna COVID-19. Innlent 19. janúar 2021 12:26
Telur ótækt að yfirvöld etji þreyttum ferðalöngum út í hættulegar heimferðir Læknir á Ísafirði telur ótækt að því sé haldið að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. Innlent 19. janúar 2021 10:17
Icelandair setur Iceland Travel í sölu Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á dótturfélagi sínu, Iceland Travel. Félagið segir markmiðið í söluferlinu að hámarka virði fyrirtækisins og tryggja á sama tíma hagsmuni starfsfólks og íslenskrar ferðaþjónustu. Innlent 19. janúar 2021 10:04