Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Lent á Íslandi eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu

Icelandair endurheimti í dag tvær fyrstu Boeing 737 Max-þotur sínar eftir nærri tveggja ára kyrrsetningu og lentu þær í Keflavík með stuttu millibili upp úr hádegi. Flugstjóri fyrri vélarinnar segir endurkomu þeirra gefa von um nýja og betri tíma fyrir félagið.

Innlent
Fréttamynd

Líf og dauði í ferðaþjónustunni í Víglínunni

Eftir að bólusetningar gegn kórónuveirunni hófust hér á landi og víða um heim hafa vonir glæðst um að ferðaþjónustan fari að taka við sér. Hvenær það verður ræðst bæði af aðstæðum innanlands og utan og hversu hratt tekst að bólusetja meirihluta þjóðarinnar og heimsbyggðina.

Innlent
Fréttamynd

Icelandair selur restina af hlut sínum í Icelandair Hotels

Icelandair Group hefur gert samning við Berjaya um sölu félagsins á 25% eftirstandandi hlut í hótelfélaginu. Berjaya á fyrir 75% hlut í Icelandair Hotels. Söluverðið er um 440 milljónir króna eða 3,4 milljónir Bandaríkjadala og kemur til greiðslu við afhendingu hlutarins og þegar skilmálar samningsins hafa verið uppfylltir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hrap hjá Icelandair í fyrstu viðskiptum

Hlutabréfaverð í Icelandair hefur fallið um þrettán prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Viðskipti með bréf í flugfélaginu hafa numið tæplega 200 milljónum króna það sem af er degi. Verð á bréfum eftir lækkun er 1,58 krónur á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bláfugl, SA og gervivertaka

Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu.

Skoðun
Fréttamynd

Segja flugmanninn hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum

Flugmaður þyrlunnar er sagður bera ábyrgð á banaslysinu sem Kobe Bryant, þrettán ára dóttir hans og sjö aðrir dóu í Kaliforníu í fyrra. Flugmaðurinn Ara Zobayan, var meðal þeirra sem dóu, en rannsakendur samgönguslysa segja hann hafa farið gegn þjálfun sinni og reglum þegar hann flaug inn í þykkan þokubakka þann 26. janúar í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Föst í Boston þegar bréfið örlagaríka kom frá Skúla Mogensen

Helga Braga Jónsdóttir, leikkona og skemmtikraftur, hefur um árabil verið einn farsælasti grínisti Íslands. Hún ákvað strax sem ungabarn að verða leikkona og það má sannarlega segja að hún hafi látið drauminn rætast en Helga Braga er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans.

Lífið
Fréttamynd

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“

Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Innlent
Fréttamynd

Flugmenn Icelandair búa sig undir að fljúga Maxinum á ný

Flugmenn Icelandair gangast núna undir endurþjálfun á Boeing 737 Max-þotur eftir að Flugöryggisstofnun Evrópu aflétti nærri tveggja ára flugbanni í síðustu viku. Félagið hyggst byrja að ferja þoturnar aftur til Íslands í kringum næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskylda fórnarlamba flugslyssins höfðar mál gegn Boeing

Indónesísk fjölskylda farþega sem létust í flugslysinu þegar vél flugfélagsins Sriwijaya Air hrapaði í Jövuhafi, úti fyrir ströndum Indónesíu, fyrr í þessum mánuði hefur höfðað mál gegn flugvélaframleiðandanum Boeing. Fjölskyldan segir flugvélina, sem var af gerðinni Boeing 373-500, hafa verið „gallaða og óeðlilega hættulega.“

Erlent