Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2021 22:40 Ragnar Bragason ætlar ekki út að leika með Play. Vísir - Eydís Björk Guðmundsdóttir Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ragnar segir að hrakfarirnar hafi byrjað þegar drengirnir áttuðu sig á því að vegabréfin þeirra hafi runnið út fyrr í vikunni. Eftir umleitan bræðranna fengust þær upplýsingar hjá lögreglu að nóg væri að vera með gild persónuskilríki í ferðum innan Schengen-svæðisins og engin skilyrði um vegabréf væri að finna í íslenskum lögum eða reglugerðum. Því ætti ökuskírteini að duga til að þeim yrði hleypt um borð í vélina til Danmerkur. Þegar þeir mættu á Keflavíkurflugvöll var þó raunin önnur og segir Ragnar að starfsfólk Play í brottfarasal hafi hafnað því alfarið að nóg væri að framvísa ökuskírteini og vísað til reglna flugfélagsins. Enduðu á að kaupa nýja flugmiða „Nú voru góð ráð dýr. Synir mínir skottast í örvæntingu yfir á borð Icelandair og bingo. Þar er íslenskum lögum einfaldlega fylgt og engin krafa um vegabréf innan Schengen. Þar punguðu þeir leiðir út á annað hundrað þúsund fyrir flug sem fór klukkutíma síðar,“ segir Ragnar í færslu á Facebook-síðu sinni og fer ófögrum orðum um hið nýja flugfélag. Í skriflegu svari Play til fréttastofu segir að það sé ekki stefna félagsins að hafna umræddum persónuskilríkjum við þessar aðstæður þar sem samningar á milli Norðurlandanna geri meðal annars ráð fyrir að slík skilríki dugi. „Hér virðist því hafa orðið misskilningur á milli okkar og starfsmanna flugvallarins. Við munum að sjálfsögðu leiðrétta hann og um leið tryggja að þetta endurtaki sig ekki. Við munum síðan leita leiða til að koma til móts við umrædda viðskiptavini, enda ljóst að þetta er ekki upplifun í anda þess sem PLAY stendur fyrir.“ Ragnar tjáði sig um atvikið á Facebooksíðu sinni en hefur síðan fjarlægt innleggið af vegg sínum. Skjáskot af færslunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Neytendur Play Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira