Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Skoðun 2. mars 2023 12:01
Bréfið fæst ekki heldur afhent frá Evrópu Svarbréf Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra frá því í júní í fyrra, fæst ekki afhent frá framkvæmdastjórninni, þar sem svo er metið að ekki sé um opinber gögn að ræða. Innlent 2. mars 2023 11:51
Ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Play Adrian Keating hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála (Executive Director Sales- and Marketing) hjá Play og bætist við lykilstjórendahóp félagsins. Hann starfaði síðast hjá Norse Atlantic, en hóf störf hjá Play í gær. Viðskipti innlent 2. mars 2023 09:13
Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. Innlent 1. mars 2023 22:18
Flugstjóra hjá Play sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot Starfsmanni flugfélagsins Play var sagt upp störfum í síðasta mánuði í kjölfar ásakana um kynferðisbrot. Innlent 1. mars 2023 17:50
Samúel Torfi og Sigrún Inga til Kadeco Sigrún Inga Ævarsdóttir hefur verið ráðin til að stýra viðskipta- og markaðsmálum hjá Kadeco og Samúel Torfi Pétursson í stöðu þróunarstjóra. Viðskipti innlent 1. mars 2023 10:49
Flugu í hringi til að sýna farþegum norðurljósin Flugstjórar flugvélar Easy Jet sem verið var að fljúga frá Keflavík til Manchester í gær, flugu vélinni í hring yfir Norðursjó. Það gerðu þeir svo farþegarnir gætu notið norðurljósanna. Lífið 28. febrúar 2023 13:21
Munu fljúga þrisvar í viku til Köben Niceair mun fljúga þrisvar á viku frá Akureyrarflugvelli til Kaupmannahafnar frá og með byrjun júní. Flugfélagið hefur flogið tvisvar í viku til dönsku höfuðborgarinnar, á fimmtudögum og sunnudögum, en mun nú einnig fljúga á þriðjudögum í sumar. Viðskipti innlent 28. febrúar 2023 09:02
Vélin lent og hættustigi aflýst Hættustig var sett í gildi á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna flugvélar frá Icelandair sem snúa þurfti við. Vélinni hefur verið lent og hefur hættustigi verið aflýst. Innlent 27. febrúar 2023 18:33
Tuttugu ár frá fyrsta flugtaki Iceland Express Í dag eru 20 ár liðin frá því að Boeing 737 þota Iceland Express fór fyrstu ferðina til Kaupmannahafnar. Innkoma Iceland Express í ferðaþjónustuna var stórmerkileg vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem millilandaflug stóð til boða með flugfélagi sem gat boðið varanlega lág fargjöld á grundvelli lægri rekstrarkostnaðar en áður þekktist. Skoðun 27. febrúar 2023 08:00
Innritun kvöldið áður til þess að bregðast við töfum á flugvellinum Icelandair býður nú farþegum að innrita farangur á Keflavíkurflugvelli kvöldið fyrir flug og að kaupa flutning á farangrinum þangað til þess að bregðast fyrir lengri afgreiðslutíma við innritun vegna framkvæmda á flugvellinum. Viðskipti innlent 26. febrúar 2023 13:10
„Af hverju ættum við að fara í þrot?“ „Af hverju ættum við að fara í þrot?“ spyr Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, sem kveðst þreyttur á sögusögnum um að félagið sé á barmi gjaldþrots. Hann segir að merki séu um að þrotlaus vinna sé farin að skila sér. Viðskipti innlent 25. febrúar 2023 12:04
Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli Þrír nýir veitingastaðir opna á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Barinn Loksins sem margir kannast við breytist yfir í Loksins Café & Bar. Viðskipti innlent 24. febrúar 2023 14:39
Faldar myndavélar og leynimakk þegar sá milljónasti flaug til Íslands Þegar Ikechi Chima Apakama, 32 ára gamall breti, kom til Íslands í síðustu viku hafði hann ekki hugmynd um hann væri milljónasti farþegi flugfélagsins Play. Það vissu hins vegar vinir hans sem fylgdu honum til landsins og skemmtu sér vel. Lífið 23. febrúar 2023 16:57
Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. Innlent 23. febrúar 2023 09:30
Fundu mennina látna á eldfjallinu Yfirvöld í Filippseyjum hafa staðfest að mennirnir fjórir sem voru týndir eftir að flugvél brotlenti á Mayon-eldfjallinu séu látnir. Teymi vinnur nú að því að koma líkum mannanna niður af fjallinu. Erlent 23. febrúar 2023 07:28
Fyrirætlanir ESB setji stöðu Íslands í hættu Fái Ísland ekki undanþágu frá fyrirhuguðum hertum aðgerðum Evrópusambandsins til að sporna við mengun vegna flugsamgangna gæti landið misst stöðu sína sem tengipunktur milli Evrópu og Ameríku, með slæmum afleiðingum fyrir hagkerfið. Þetta segir forstjóri Icelandair. Viðskipti innlent 22. febrúar 2023 20:51
Fá um 190 þúsund vegna altjóns á ferðatösku af dýrari gerðinni Icelandair hefur verið gert að greiða viðskiptavinum tæpar 190 þúsund krónur vegna tjóns sem varð á innritaðri ferðatösku af dýrari gerðinni á meðan hún var í vörslu flugfélagsins. Neytendur 22. febrúar 2023 09:30
Hafa þurft að aflýsa nokkrum pakkaferðum vegna verkfallsins Icelandair hefur í nokkrum tilfellum þurft að aflýsa pakkaferðum Icelandair Holidays vegna verkfalls Eflingarstarfsfólks. Verkfallið hafi þó ekki haft áhrif á flugáætlun félagsins og ekki sé ráð fyrir gert að svo verði heldur í fyrirsjáanlegri framtíð. Innlent 21. febrúar 2023 14:12
Jón, Snorri Páll, Sylvía Kristín og Finnur hlutu stjórnunarverðlaun Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands í gær. Viðskipti innlent 21. febrúar 2023 07:38
Fundu flugvélarflak á eldfjalli Yfirvöld á Filippseyjum hafa sent björgunarhópa upp á óvirka eldfjallið Mayon í leit að fjórum mönnum sem taldir eru hafa brotlent á fjallinu. Í gær náðu björgunaraðilar að staðsetja flugvélarflak mannanna ofan á fjallinu. Erlent 21. febrúar 2023 07:21
„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Innlent 20. febrúar 2023 22:00
Upp úr slitnað milli flugmálastarfsmanna og SA Fundir samninganefnda Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins um gerð nýrra kjarasamninga, sem hafa verið lausir um lengri tíma, hjá ríkissáttasemjara hafa ekki borið árangur. Félagsmenn funduðu í kvöld og blikur eru á lofti varðandi vinnudeiluaðgerðir. Innlent 17. febrúar 2023 22:18
Milljónasti farþeginn fær að fljúga frítt út ævina Play flutti í morgun milljónasta farþegann en sá fær að fljúga ókeypis með flugfélaginu út ævina. Hinn heppni heitir Ikechi Chima Apakama og er 32 ára gamall Breti. Hann kom hingað til lands frá Liverpool í morgun með tveimur vinum sínum. Lífið 17. febrúar 2023 16:48
Röskun á ferðum um 300 þúsund manns vegna verkfalla Sólarhringsverkfall þúsunda starfsmanna á sjö þýskum flugvöllum hefur áhrif á ferðir hundruð þúsunda ferðamanna í dag. Búið er að aflýsa þúsundum flugferða víða um Þýskaland. Erlent 17. febrúar 2023 07:54
Play tapaði 6,5 milljörðum króna Heildartap flugfélagsins Play árið 2022 nemur 6,5 milljörðum króna. Tap sem má rekja til ófærðar á Reykjanesbrautinni í desember er metið á 317 milljónir króna. Heildarfjöldi farþega árið 2022 var 789 þúsund og vonast flugfélagið eftir því að tvöfalda þann fjölda á næsta ári. Viðskipti innlent 15. febrúar 2023 15:53
Bein útsending: Árshlutauppgjör Play kynnt Flugfélagið Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 16:15. Viðskipti innlent 15. febrúar 2023 15:45
Íslenskt flugfélag fjórði stærsti flugrekandi júmbó-þotunnar Framleiðslu júmbó-risaþotunnar hefur nú verið hætt og hefur síðasta Boeing 747-þotan verið afhent frá verksmiðjunum. Í upprifjun erlendra fjölmiðla á yfir hálfrar aldar sögu hennar hefur komið fram að íslenskt flugfélag er í fjórða sæti yfir stærstu flugrekendur þessarar einstöku flugvélar. Innlent 14. febrúar 2023 21:03
Tilfinningaþrungnir endurfundir móður og átta barna eftir fjögurra ára aðskilnað Það var tilfinningaþrungin stund í Leifsstöð í dag, þegar Hodman Omar hitti börnin sín átta, eftir fjögurra ára aðskilnað. Hodman Omar er fjörutíu ára gömul, menntuð sem læknir og kemur frá Sómalíu. Hún er gift íslenskum manni, Gunnari Waage og hefur verið hér á landi í fjögur ár sem flóttamaður. Hún neyddist til að flýja heimili sitt í Mogadishu, Sómalíu þar sem hryðjuverkasamtökin al-Shaba höfðu tekið yfir. Innlent 14. febrúar 2023 20:01
Trúir því ekki að verkfallið dragist á langinn Forstjóri Icelandair segist ekki hafa trú á því að verkfall olíuflutningabílstjóra dragist á langinn. Þetta sagði hann ítrekað í viðtali við fréttastofu nú síðdegis. Að óbreyttu hefst ótímabundið verkfall olíuflutningabílstjóra í Eflingu klukkan tólf á hádegi á morgun. Viðskipti innlent 14. febrúar 2023 16:40