Viðsnúningur hjá Isavia á milli ára Isavia tapaði 617 milljónum króna á síðasta ári en félagið skilaði þó 5,2 milljörðum í rekstrarafkomu samanborið við 810 milljóna króna neikvæða rekstrarafkomu á síðasta ári. Viðskipti innlent 21. mars 2023 15:03
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. Viðskipti innlent 21. mars 2023 11:02
Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann. Erlent 15. mars 2023 15:00
Samþykktu kjarasamning með minnsta mögulega mun Flugvirkjar í Flugvirkjafélagi Íslands, sem starfa hjá fyrirtækinu GMT, hafa naumlega samþykkt kjarasamning með átta atkvæðum gegn átta, en sextán félagsmenn vinna hjá fyrirtækinu. Innlent 13. mars 2023 14:45
Flugvél Play lenti í Stavanger vegna neyðartilfellis Flugvél Play á leið frá Berlín til Keflavíkur í morgun þurfti að lenda í Stafangri í Noregi vegna veikinda farþega sem þurfti að komast undir læknishendur. Innlent 12. mars 2023 13:12
Krefjandi aðstæður tollvarða á Íslandi: „Tollgæsla hefur aldrei verið eins veik og hún er núna" „Farþegafjöldinn er galinn, álagið er sturlað suma daga. Það er ótrúlegt að það gangi svona vel miðað við hvað það er mikið álag og hvað við erum fá.“ Þetta segir íslenskur tollvörður aðspurður um þann veruleika sem tollverðir hérlendis starfa við og og þær áskoranir sem þeir upplifa í störfum sínum. Innlent 12. mars 2023 10:38
„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“ „Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play. Viðskipti innlent 11. mars 2023 17:18
Líklegt að flakið sem fannst sé úr banaslysi fyrir fimmtán árum Margt bendir til þess að flak og líkamsleifar sem komu upp í togara úti fyrir strendur Reykjaneshryggs séu úr lítilli flugvél sem fórst á leiðinni frá Grænlandi til Íslands í febrúar 2008. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og kennslanefnd munu taka málið til skoðunar þegar togarinn kemur í land eftir tæpar tvær vikur. Innlent 10. mars 2023 12:54
Hægt að sleppa við aukagjöld flugfélaga með klækindum Formaður Neytendasamtakanna segir fáránlegt að flugfélög rukki fólk fyrir að sitja með börnum sínum. Hann segir frá vinkonu sinni sem sleppir við aukagjöld með klækindum. Neytendur 10. mars 2023 11:24
Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var. Viðskipti innlent 10. mars 2023 07:37
Fengu flugvélabrak og líkamsleifar í trollið Áhöfnin á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK-255 fékk líkamsleifar og flugvélabrak í troll skipsins á miðvikudag, þegar skipið var að veiðum á Reykjaneshrygg. Innlent 10. mars 2023 06:35
Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. Innlent 9. mars 2023 16:55
K64 – ný framtíðarsýn fyrir Suðurnesin Suðurnesin eru einstakur staður með einstök tækifæri til uppbyggingar íbúum svæðisins og Íslendingum öllum til heilla. Nálægðin við langstærsta farþega- og fraktflugvöll landsins, fyrsta flokks hafnaraðstaða, aðgengi að grænni orku og fjölbreytt og fjölmennt samfélag dugmikils fólks skapar möguleika sem ekki eru til annars staðar. Skoðun 9. mars 2023 08:00
Magnað að sjá bara vatnsgufu úr hreyflinum en enga mengun Stórri farþegaflugvél, sömu gerðar og Icelandair notar í innanlandsfluginu, hefur í fyrsta sinn í sögunni verið flogið á vetni. Fulltrúi Icelandair var viðstaddur þetta tímamótaflug vestanhafs en þetta er meðal þeirra lausna sem félagið skoðar til orkuskipta í fluginu á Íslandi. Innlent 7. mars 2023 22:20
Alvarlegt að ekki hafi tekist að manna sjúkraflug Heilbrigðisráðherra segir alvarlegt að maður sem beið eftir lifrarígræðslu hafi misst af tækifærinu þar sem ekki tókst að manna sjúkraflug. Tryggja þurfi að atvikið endurtaki sig ekki en til greina komi að taka upp bakvaktir til að tryggja að flugáhöfn sé alltaf til taks. Innlent 7. mars 2023 18:27
Play mun fljúga til Glasgow Flugfélagið Play hyggst hefja áætlunarflug til Glasgow í Skotlandi og verður fyrsta flugið föstudaginn 26. maí næstkomandi. Viðskipti innlent 7. mars 2023 10:21
Annar metsölumánuður Play í röð Flugfélagið Play flutti 63.949 farþega í febrúar á þessu ári. Um er að ræða annan metsölumánuðinn í röð og segir í tilkynningu frá Play að þetta sé til marks um aukna eftirspurn og styrk sölu og leiðakerfis. Viðskipti innlent 7. mars 2023 09:16
Ekki þörf á annarri hlutafjáraukningu og vegna metsölu „safnist upp“ fjármunir Eftir að hafa lækkað í verði um þrjátíu prósent á hálfum mánuði eftir birtingu ársuppgjörs Play hefur hlutabréfaverð flugfélagsins rétt úr kútnum síðustu tvo viðskiptadaga. Mikið gengisfall mátti einkum rekja til ótta fjárfesta um að Play þyrfti mögulega að ráðast að nýju í hlutafjáraukningu og að tekjur voru minni en vonir stóðu til. Forstjóri Play hafnar því að þörf sé á að auka hlutafé og vegna sterkrar bókunarstöðu „safnist upp“ fjármunir með vorinu. Innherji 7. mars 2023 06:01
Reyndi að opna neyðarútgang og stakk flugþjón Bandarískur karlmaður hefur verið kærður fyrir að hafa reynt að opna neyðarútgang farþegaþotu United á leið frá Los Angeles til Boston og að hafa stungið flugþjón í þrígang í hálsinn með brotinni skeið í gær. Erlent 6. mars 2023 23:50
Reykjanesbraut breikkuð milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns Breikkun Reykjanesbrautar á milli Hafnarfjarðar og Hvassahrauns hefur verið boðin út og eru verklok áformuð eftir þrjú ár. Jafnframt hefur Vegagerðin auglýst forval vegna nýrrar Ölfusárbrúar við Selfoss. Innlent 6. mars 2023 22:22
Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Viðskipti innlent 6. mars 2023 20:44
Missti af lifur því ekki tókst að manna sjúkraflug Karlmaður sem beðið hefur eftir lifrarígræðslu missti af tækifærinu loksins þegar það kom vegna þess að ekki tókst að manna sjúkraflugvél til að flytja hann til Svíþjóðar. Stjórnendur Landspítalans segja atvik sem þetta ekki mega endurtaka sig. Innlent 6. mars 2023 18:34
Nýtt þyrlufyrirtæki með höfuðstöðvar á Ólafsfirði HeliAir Iceland er nýjasta þyrlufyrirtæki landsins en félagið verður með höfuðstöðvar sínar á Ólafsfirði. Félaginu var úthlutað flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu á dögunum og blés til opnunarhófs af því tilefni. Viðskipti innlent 6. mars 2023 10:34
Gripnir glóðvolgir við að stela úr tösku á Tenerife Tveir hlaðmenn á Reina Sofía flugvellinum á Tenerife hafa verið handteknir fyrir að stela úr tösku eins farþega. Íslendingar eru þó á því að fleiri hafi orðið fyrir barði þjófa á flugvellinum. Erlent 6. mars 2023 10:20
Farþegi einkaþotu lést í ókyrrð Einkaþota á flugi yfir Nýja Englandi í Bandaríkjunum með fimm innaborðs lenti í mikilli ókyrrð í gærkvöldi með þeim afleiðingum að einn farþeganna lét lífið. Erlent 4. mars 2023 18:42
Flugmálastarfsmenn og SA náðu saman Nýr kjarasamnignur Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hefur verið undirritaður. Samningar hafa verið lausir síðan í nóvember í fyrra. Innlent 3. mars 2023 20:31
Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna afboðað Yfirvinnubann flugmálastarfsmanna sem til stóð að hæfist klukkan fjögur í dag var afboðað skömmu áður en það átti að hefjast. Ekki liggur fyrir af hverju en viðræður eru sagðar hafa gengið lítið að undanförnu. Innlent 3. mars 2023 16:58
Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn Play í stað Auðar Bjarkar Spánverjinn Valentín Lago kemur nýr inn í stjórn flugfélagsins Play samkvæmt tillögu sem lögð verður til samþykktar á aðalfundi félagsins sem fram fer 7. mars. Lago kæmi inn í stjórnina í stað Auðar Bjarkar Guðmundsdóttur. Viðskipti innlent 3. mars 2023 09:46
Flugvallastarfsmenn huga að harðari aðgerðum dugi yfirvinnubann ekki til Tafir gætu orðið á flugi um helstu flugvelli landsins eftir að yfirvinnubann flugmálastarfsmanna tekur gildi á morgun. Formaður Félags flugmálastarfsmanna segir að farið verði í harðari aðgerðir en yfirvinnubann náist ekki samkomulag um nýjan kjarasamning. Innlent 2. mars 2023 13:19
Eiga rétt á bótum eftir að sprengjuhótun tafði för Fjórir farþegar ungverska flugfélagsins Wizz Air eiga rétt á bótum frá félaginu vegna tafa sem urðu á för þeirra sem rekja má til sprengjuhótunar á flugvellinum í Kraká í Póllandi. Neytendur 2. mars 2023 13:18