Innlent

Ráðu­neytið skoðar niður­greiðslu á Húsa­víkur­flugi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flugfélagið Ernir hefur haldið úti áætlunarflugi til Húsavíkur síðan 2012. Flugið hefur hingað til verið rekið án beinna opinberra styrkja.
Flugfélagið Ernir hefur haldið úti áætlunarflugi til Húsavíkur síðan 2012. Flugið hefur hingað til verið rekið án beinna opinberra styrkja. Vísir/Vilhelm

Innviðaráðuneytið og sveitarfélögin Norðurþing og Þingeyjasveit kanna möguleika á því að styðja flug til Húsavíkur afmarkað yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið Ernir hefur haldið úti reglubundnu áætlunarflugi milli Reykjavík og Húsavíkur síðan 2012.

Sveitarstjórar Norðurþings og Þingeyjarsveitar funduðu með innviðaráðherra og starfsfólki ráðuneytisins vegna Húsavíkurflugs í dag. Í sameiginlegri tilkynningu segir að ljóst sé að áætlunarflugi verði ekki haldið áfram án stuðnings frá hinu opinbera.

„Viðræður hafa farið fram á milli innviðaráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings og Þingeyjasveitar um málið þar sem rætt er um möguleika þess að til komi opinber stuðningur við flug til Húsavíkur, afmarkað yfir vetrarmánuðina. Aðilar eru sammála um það að mikilvægt sé að greina vel forsendur fyrir slíkum stuðningi og stefna að því að ljúka þeirri vinnu fyrir næstu mánaðarmót með farsælli niðurstöðu.“


Tengdar fréttir

Munaðar­lausir Þing­eyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg.

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt

Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×